Rússar komu í veg fyrir endurnýjun samnings SÞ um kjarnorkuvopn Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2022 17:32 Ráðstefnan hefur staðið yfir í um heilan mánuð. EPA/JUSTIN LANE Andstaða Rússlands kom í gær í veg fyrir samþykkt sameiginlegrar yfirlýsingar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um takmörkun kjarnorkuvopna. Alls hefur 191 ríki átt aðild að samningi SÞ um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna en samkomulagið hefur jafnan verið endurskoðað á fimm ára fresti. Markmið þess er meðal annars að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu vopnanna en fulltrúar allra ríkjanna þurftu að samþykkja yfirlýsinguna. Fulltrúar Rússlands lögðust gegn hluta textans þar sem lýst er yfir alvarlegum áhyggjum af hernaðarumsvifum í kringum kjarnorkuver í Úkraínu, einkum við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia, sem rússneskar hersveitir náðu á sitt vald snemma í innrás sinni í Úkraínu. Í drögunum er einnig komið inn á að stjórnvöld í Úkraínu hafi misst stjórn á slíkum innviðum í kjölfar hernaðarumsvifa sem hafi mjög neikvæð áhrif á öryggi fólks. Igor Vishnevetsky, fulltrúi Rússa sagði textann pólitískan og kallaði eftir auknu „jafnvægi.“ Sátt náðist ekki heldur árið 2015 Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu að niðurstaðan valdi henni miklum vonbrigðum. „Rússland kom í veg fyrir framfarir með því að neita að gera málamiðlun og samþykkja texta sem hafði verið samþykktur af öllum öðrum ríkjum.“ Aðildarríkjunum mistókst sömuleiðis að komast að samkomulagi þegar samningurinn var síðast endurskoðaður árið 2015. Nýafstaðin ráðstefna átti upphaflega að fara fram árið 2020 en var frestað vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Bonnie Jenkins, fulltrúi Bandaríkjanna á ráðstefnu SÞ, segir Bandaríkin harma þessa niðurstöðu og „enn fremur þær aðgerðir Rússa sem leiddu okkur á þennan stað í dag.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Kjarnorka Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
Alls hefur 191 ríki átt aðild að samningi SÞ um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna en samkomulagið hefur jafnan verið endurskoðað á fimm ára fresti. Markmið þess er meðal annars að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu vopnanna en fulltrúar allra ríkjanna þurftu að samþykkja yfirlýsinguna. Fulltrúar Rússlands lögðust gegn hluta textans þar sem lýst er yfir alvarlegum áhyggjum af hernaðarumsvifum í kringum kjarnorkuver í Úkraínu, einkum við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia, sem rússneskar hersveitir náðu á sitt vald snemma í innrás sinni í Úkraínu. Í drögunum er einnig komið inn á að stjórnvöld í Úkraínu hafi misst stjórn á slíkum innviðum í kjölfar hernaðarumsvifa sem hafi mjög neikvæð áhrif á öryggi fólks. Igor Vishnevetsky, fulltrúi Rússa sagði textann pólitískan og kallaði eftir auknu „jafnvægi.“ Sátt náðist ekki heldur árið 2015 Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu að niðurstaðan valdi henni miklum vonbrigðum. „Rússland kom í veg fyrir framfarir með því að neita að gera málamiðlun og samþykkja texta sem hafði verið samþykktur af öllum öðrum ríkjum.“ Aðildarríkjunum mistókst sömuleiðis að komast að samkomulagi þegar samningurinn var síðast endurskoðaður árið 2015. Nýafstaðin ráðstefna átti upphaflega að fara fram árið 2020 en var frestað vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Bonnie Jenkins, fulltrúi Bandaríkjanna á ráðstefnu SÞ, segir Bandaríkin harma þessa niðurstöðu og „enn fremur þær aðgerðir Rússa sem leiddu okkur á þennan stað í dag.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Kjarnorka Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira