„Sætasti sigur sem ég hef unnið” Árni Gísli Magnússon skrifar 28. ágúst 2022 19:45 Menn frekar súrir er flautað var til leiksloka. Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann dramatískan 3-2 sigur á KA á Akureyri í dag eftir að hafa lent 2-1 undir í síðari hálfleik. Birnir Snær Ingason skoraði sigurmark leiksins um leið og klukkan sló 90. mínútur og kveðst sjálfur aldrei hafa unnið eins sætan sigur. „Hún er sturluð, ég held að þetta sé bara sætasti sigur sem ég hef unnið. Hann var geðveikur, var þetta ekki á 90. mínútu? Þetta var geggjað.” Birnir skoraði sigurmark leiksins um leið og klukkan sló 90 mínútur þegar skot hans lak undir Jajalo í marki KA. Hvernig sá Birnir þetta gerast í rauntíma? „Ingvar fleygir honum langt, ég sé Niko (Nikolaj Hansen) fara upp í skallaboltann þannig ég tek sénsinn, fer bak við hann, vinn boltann og kem honum á Arnór Borg í breiddina og hann gerir mjög vel; köttar inn, sér mig fyrir utan teig og ég set hann í fyrsta og bara þegar ég sparkaði í boltann fann ég að hann var á leiðinni í hornið en svo fór hann í einhvern varnarmann þarna og ég sé hann bara fara svona á mitt markið sko en hann endaði undir markmanninum og það var bara ljúft sko.” Birnir Snær og Arnór Borg komu báðir inn á sem varamenn í síðari hálfleik auk þess sem Nikolaj Hansen kom inn á í hálfleik. Hver var munurinn á fyrri og seinni hálfleik? „Mér fannst þetta svona svipað, ég veit ekki hvað vantaði í fyrri hálfleik, hann var ekki alveg nógu góður. Svo lendum við náttúrulega undir í seinni, það var högg, og sterkt að ná jöfnunarmarkinu fyrr en seinna en svo bara hefði þetta getað dottið báðu megin í lokin en datt okkar megin.” „Ég held án gríns að þetta sé í fyrsta skipti sem ég kem til Akureyrar og vinn leik bara síðan í öðrum flokki sko. Það var Skúli frændi minn sem er hérna í KA sem sagði það fyrir leik að ég hafi aldrei unnið á Akureyri. Ég verð eiginlega að þakka honum fyrir sigurinn sko”, sagði Birnir léttur að lokum og gekk sigurreifur áleiðis. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
„Hún er sturluð, ég held að þetta sé bara sætasti sigur sem ég hef unnið. Hann var geðveikur, var þetta ekki á 90. mínútu? Þetta var geggjað.” Birnir skoraði sigurmark leiksins um leið og klukkan sló 90 mínútur þegar skot hans lak undir Jajalo í marki KA. Hvernig sá Birnir þetta gerast í rauntíma? „Ingvar fleygir honum langt, ég sé Niko (Nikolaj Hansen) fara upp í skallaboltann þannig ég tek sénsinn, fer bak við hann, vinn boltann og kem honum á Arnór Borg í breiddina og hann gerir mjög vel; köttar inn, sér mig fyrir utan teig og ég set hann í fyrsta og bara þegar ég sparkaði í boltann fann ég að hann var á leiðinni í hornið en svo fór hann í einhvern varnarmann þarna og ég sé hann bara fara svona á mitt markið sko en hann endaði undir markmanninum og það var bara ljúft sko.” Birnir Snær og Arnór Borg komu báðir inn á sem varamenn í síðari hálfleik auk þess sem Nikolaj Hansen kom inn á í hálfleik. Hver var munurinn á fyrri og seinni hálfleik? „Mér fannst þetta svona svipað, ég veit ekki hvað vantaði í fyrri hálfleik, hann var ekki alveg nógu góður. Svo lendum við náttúrulega undir í seinni, það var högg, og sterkt að ná jöfnunarmarkinu fyrr en seinna en svo bara hefði þetta getað dottið báðu megin í lokin en datt okkar megin.” „Ég held án gríns að þetta sé í fyrsta skipti sem ég kem til Akureyrar og vinn leik bara síðan í öðrum flokki sko. Það var Skúli frændi minn sem er hérna í KA sem sagði það fyrir leik að ég hafi aldrei unnið á Akureyri. Ég verð eiginlega að þakka honum fyrir sigurinn sko”, sagði Birnir léttur að lokum og gekk sigurreifur áleiðis.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira