Teymi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar loks á leið til Zaporizhzhia Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2022 06:36 Rússar náðu kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia á sitt vald í mars, en harðir bardagar hafa staðið í grennd við verið síðustu vikurnar. AP Eftirlitsmenn á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) eru nú á leið til úkraínska kjarnorkuversins í Zaporizhzhia þar sem harðir bardagar hafa staðið milli úkraínskra og rússneskra hersveita síðustu vikurnar. Rafael Grossi, forstjóri IAEA, fylgir teyminu sem ferðast nú til versins. Í tísti segir Grossi að dagurinn sé runninn upp – teymi á vegum stofnunarinnar sé nú á leiðinni, en búist er við að það geti hafið sín störf síðar í vikunni. Segir hann nauðsynlegt að tryggja öryggi þessa stærsta kjarnorkuvers Evrópu. Kjarnorkuverið er að finna í suðausturhluta Úkraínu, en margir hafa óttast að kjarnorkuslys kunni að verða í verinu sem hefur verið á valdi Rússa síðan í mars. Harðir bardagar hafa staðið í grennd við verið síðustu vikurnar og sagði Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti í síðustu viku að litlu hafi mátt muna að kjarnorkuslys hafi orðið þegar síðasta rafmagnslínan að verinu hafi dottið út í átökum, en nokkrar klukkustundir tók að gera við línuna. Selenskí sagði að varaaflstöðvar hafi haldið verinu gangandi og bjargað því að stórslys hafi ekki orðið. The day has come, @IAEAorg's Support and Assistance Mission to #Zaporizhzhya (ISAMZ) is now on its way. We must protect the safety and security of #Ukraine s and Europe s biggest nuclear facility. Proud to lead this mission which will be in #ZNPP later this week. pic.twitter.com/tyVY7l4SrM— Rafael MarianoGrossi (@rafaelmgrossi) August 29, 2022 Í síðustu viku varð ljóst að bæði Úkraínumenn og Rússar væru samþykkir að hleypa fulltrúum IAEA að verinu. Teymi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar er ætlað að meta mögulegar skemmdir sem hafi orðið á kjarnorkuverinu, leggja mat á öryggiskerfi versins, meta aðstæður starfsfólks og sjá til þess að gripið verði til nauðsynlegra aðgerða til að hægt sé að tryggja öryggi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Rússar komu í veg fyrir endurnýjun samnings SÞ um kjarnorkuvopn Andstaða Rússlands kom í gær í veg fyrir samþykkt sameiginlegrar yfirlýsingar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um takmörkun kjarnorkuvopna. 27. ágúst 2022 17:32 Selenskí segir varaaflstöðvar hafa forðað kjarnorkuslysi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir að litlu hafi mátt muni að kjarnorkuslys yrði þegar síðasta rafmagnslínan að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu datt út í átökum í kringum verið. Nokkrar klukkustundir tók að gera við línuna. 26. ágúst 2022 07:22 Sameinuðu þjóðirnar uggandi eftir ítrekaðar árásir á kjarnorkuver Rússar og Úkraínumenn benda enn hvorir á aðra vegna ítrekaðra árása á stærsta kjarnorkuver Evrópu í austurhluta Úkraínu. Árásir þessar hafa aukið á áhyggjur manna af því árásirnar leiði til stórslyss í kjarnorkuverinu sem hafi óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna kallar eftir því að svæðið í kringum kjarnorkuverið verði hlutlaust. 12. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Rafael Grossi, forstjóri IAEA, fylgir teyminu sem ferðast nú til versins. Í tísti segir Grossi að dagurinn sé runninn upp – teymi á vegum stofnunarinnar sé nú á leiðinni, en búist er við að það geti hafið sín störf síðar í vikunni. Segir hann nauðsynlegt að tryggja öryggi þessa stærsta kjarnorkuvers Evrópu. Kjarnorkuverið er að finna í suðausturhluta Úkraínu, en margir hafa óttast að kjarnorkuslys kunni að verða í verinu sem hefur verið á valdi Rússa síðan í mars. Harðir bardagar hafa staðið í grennd við verið síðustu vikurnar og sagði Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti í síðustu viku að litlu hafi mátt muna að kjarnorkuslys hafi orðið þegar síðasta rafmagnslínan að verinu hafi dottið út í átökum, en nokkrar klukkustundir tók að gera við línuna. Selenskí sagði að varaaflstöðvar hafi haldið verinu gangandi og bjargað því að stórslys hafi ekki orðið. The day has come, @IAEAorg's Support and Assistance Mission to #Zaporizhzhya (ISAMZ) is now on its way. We must protect the safety and security of #Ukraine s and Europe s biggest nuclear facility. Proud to lead this mission which will be in #ZNPP later this week. pic.twitter.com/tyVY7l4SrM— Rafael MarianoGrossi (@rafaelmgrossi) August 29, 2022 Í síðustu viku varð ljóst að bæði Úkraínumenn og Rússar væru samþykkir að hleypa fulltrúum IAEA að verinu. Teymi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar er ætlað að meta mögulegar skemmdir sem hafi orðið á kjarnorkuverinu, leggja mat á öryggiskerfi versins, meta aðstæður starfsfólks og sjá til þess að gripið verði til nauðsynlegra aðgerða til að hægt sé að tryggja öryggi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Rússar komu í veg fyrir endurnýjun samnings SÞ um kjarnorkuvopn Andstaða Rússlands kom í gær í veg fyrir samþykkt sameiginlegrar yfirlýsingar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um takmörkun kjarnorkuvopna. 27. ágúst 2022 17:32 Selenskí segir varaaflstöðvar hafa forðað kjarnorkuslysi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir að litlu hafi mátt muni að kjarnorkuslys yrði þegar síðasta rafmagnslínan að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu datt út í átökum í kringum verið. Nokkrar klukkustundir tók að gera við línuna. 26. ágúst 2022 07:22 Sameinuðu þjóðirnar uggandi eftir ítrekaðar árásir á kjarnorkuver Rússar og Úkraínumenn benda enn hvorir á aðra vegna ítrekaðra árása á stærsta kjarnorkuver Evrópu í austurhluta Úkraínu. Árásir þessar hafa aukið á áhyggjur manna af því árásirnar leiði til stórslyss í kjarnorkuverinu sem hafi óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna kallar eftir því að svæðið í kringum kjarnorkuverið verði hlutlaust. 12. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Rússar komu í veg fyrir endurnýjun samnings SÞ um kjarnorkuvopn Andstaða Rússlands kom í gær í veg fyrir samþykkt sameiginlegrar yfirlýsingar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um takmörkun kjarnorkuvopna. 27. ágúst 2022 17:32
Selenskí segir varaaflstöðvar hafa forðað kjarnorkuslysi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir að litlu hafi mátt muni að kjarnorkuslys yrði þegar síðasta rafmagnslínan að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu datt út í átökum í kringum verið. Nokkrar klukkustundir tók að gera við línuna. 26. ágúst 2022 07:22
Sameinuðu þjóðirnar uggandi eftir ítrekaðar árásir á kjarnorkuver Rússar og Úkraínumenn benda enn hvorir á aðra vegna ítrekaðra árása á stærsta kjarnorkuver Evrópu í austurhluta Úkraínu. Árásir þessar hafa aukið á áhyggjur manna af því árásirnar leiði til stórslyss í kjarnorkuverinu sem hafi óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna kallar eftir því að svæðið í kringum kjarnorkuverið verði hlutlaust. 12. ágúst 2022 10:00