Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. ágúst 2022 12:16 Hanna Björg Vilhjámsdóttir segir að KSÍ hafi ekki gert nóg í jafnréttismálum og ofbeldisforvörnum á þessu ári sem hefur liðið síðan Guðni Bergsson sagði af sér formennsku. vísir Kynjafræðikennari efast um að áhugi sé fyrir jafnréttismálum og ofbeldisforvörnum innan KSÍ. Hún segir að ekki hafi verið gert nóg í málum KSÍ frá því að nýr formaður tók við sambandinu. Ár er í dag síðan Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður Knattspyrnusambands Íslands í skugga skandals sem skók sambandið. Í ítarlegri umfjöllun á Vísi er því velt upp hvað KSÍ hafi raunverulega gert í málum sambandsins á þessu ári sem hefur liðið. Þegar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ tók við embættinu sagði hún að hreyfingin þyrfti að standa sig betur í þessum málum. Stjórn KSÍ samþykkti nýverið viðbragðsáætlun þar sem segir að þegar mál eru til meðferðar vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Þetta er eina breytingin sem sambandið hefur tilkynnt um frá því að málið kom upp fyrir ári síðan. Heildaráætlun virðist ekki liggja fyrir. Nefnd skipuð af ÍSÍ hefur sagt forgangsmál að klára forvarnaráætlun hjá sambandinu, en ljúka átti þeirri vinnu í apríl í fyrra. KSÍ hefur ekki uppfært siðareglur sínar, en í þeim er ekki minnst á ofbeldi. Þá hefur verið kallað eftir því að skýrt verði kveðið á um ofbeldismál í samningum við starfsfólk og leikmenn. Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, var hávær í umræðu um sambandið fyrir ári síðan, en hún segir að KSÍ hafi ekki gert nóg. „Nei bara alls ekki. Það er eitthvað búið að gera veit ég, en í stóra samhenginu er það bara engan veginn nóg. Það er mjög jákvætt að Vanda sé á þessum stað en hún gerir ekkert ein. Hún þarf að hafa hreyfinguna á bakvið sig og ég er ekki viss um að það sé almennur áhugi í hreyfingunni fyrir jafnréttismálum eða ofbeldisforvörnum.“ Skorti fræðslu Hún segir að ef áhugi væri fyrir jafnréttismálum í hreyfingunni væri búið að gera meira. Mikilvægt sé að koma á fræðslu fyrir þjálfara. „Þjálfarar gegna svo miklu hlutverki, þeir þurfa góða og vandaða menntun og fræðslu þannig að þeir geti verið með jákvæð skilaboð og alið upp svolítið jákvæðar hugmyndir, karlmennskuhugmyndir og valdefla stelpurnar, þetta held ég að sé rosalega mikilvægt.“ KSÍ Jafnréttismál Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35 Kvika leggur til að tekið verði á máli Eggerts Gunnþórs með „viðeigandi hætti“ Kvika, aðalstyrktaraðili fótboltaliðs FH, hefur óskað eftir upplýsingum frá stjórn félagsins um mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns liðsins, sem er sakaður um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug síðan. 21. apríl 2022 14:31 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Ár er í dag síðan Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður Knattspyrnusambands Íslands í skugga skandals sem skók sambandið. Í ítarlegri umfjöllun á Vísi er því velt upp hvað KSÍ hafi raunverulega gert í málum sambandsins á þessu ári sem hefur liðið. Þegar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ tók við embættinu sagði hún að hreyfingin þyrfti að standa sig betur í þessum málum. Stjórn KSÍ samþykkti nýverið viðbragðsáætlun þar sem segir að þegar mál eru til meðferðar vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Þetta er eina breytingin sem sambandið hefur tilkynnt um frá því að málið kom upp fyrir ári síðan. Heildaráætlun virðist ekki liggja fyrir. Nefnd skipuð af ÍSÍ hefur sagt forgangsmál að klára forvarnaráætlun hjá sambandinu, en ljúka átti þeirri vinnu í apríl í fyrra. KSÍ hefur ekki uppfært siðareglur sínar, en í þeim er ekki minnst á ofbeldi. Þá hefur verið kallað eftir því að skýrt verði kveðið á um ofbeldismál í samningum við starfsfólk og leikmenn. Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, var hávær í umræðu um sambandið fyrir ári síðan, en hún segir að KSÍ hafi ekki gert nóg. „Nei bara alls ekki. Það er eitthvað búið að gera veit ég, en í stóra samhenginu er það bara engan veginn nóg. Það er mjög jákvætt að Vanda sé á þessum stað en hún gerir ekkert ein. Hún þarf að hafa hreyfinguna á bakvið sig og ég er ekki viss um að það sé almennur áhugi í hreyfingunni fyrir jafnréttismálum eða ofbeldisforvörnum.“ Skorti fræðslu Hún segir að ef áhugi væri fyrir jafnréttismálum í hreyfingunni væri búið að gera meira. Mikilvægt sé að koma á fræðslu fyrir þjálfara. „Þjálfarar gegna svo miklu hlutverki, þeir þurfa góða og vandaða menntun og fræðslu þannig að þeir geti verið með jákvæð skilaboð og alið upp svolítið jákvæðar hugmyndir, karlmennskuhugmyndir og valdefla stelpurnar, þetta held ég að sé rosalega mikilvægt.“
KSÍ Jafnréttismál Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35 Kvika leggur til að tekið verði á máli Eggerts Gunnþórs með „viðeigandi hætti“ Kvika, aðalstyrktaraðili fótboltaliðs FH, hefur óskað eftir upplýsingum frá stjórn félagsins um mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns liðsins, sem er sakaður um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug síðan. 21. apríl 2022 14:31 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
„Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35
Kvika leggur til að tekið verði á máli Eggerts Gunnþórs með „viðeigandi hætti“ Kvika, aðalstyrktaraðili fótboltaliðs FH, hefur óskað eftir upplýsingum frá stjórn félagsins um mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns liðsins, sem er sakaður um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug síðan. 21. apríl 2022 14:31