Mané neitaði að vera með bjór á mynd Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2022 15:30 Leikmenn Bayern München stilltu sér upp í myndatöku í októberfestklæðnaði, flestir með bjór í hönd enda um sérstaka bjórhátíð að ræða. Twitter/@FCBayern Sadio Mané, nýjasta stjarna Bayern München, var annar tveggja leikmanna þýska knattspyrnuliðsins sem ekki héldu á bjórglasi í sérstakri októberfest-myndatöku félagsins. Mané er múslimi og í samræmi við trú hans þá drekkur hann ekki áfengi. Þess vegna var þessi þrítugi Senegali ekki með bjór í hönd eins og liðsfélagar hans í myndatökunni. Marokkóbúinn Noussair Mazraoui, sem einnig er íslamstrúar, var ekki heldur með bjór í myndatökunni. Aðrir leikmenn Bayern héldu hins vegar brosandi á stóru bjórglasi og voru allir leikmenn að sjálfsögðu í októberhátíðarklæðnaði. As a devoted Muslim, Sadio Mane chose not to hold a beer in Bayern Munich's traditional photoshoot pic.twitter.com/PAnQqF9I4I— ESPN FC (@ESPNFC) August 29, 2022 Októberfest er árleg bjórhátíð sem er haldin í München, heimaborg Bayern, sem reyndar hefur ekki verið haldin tvö síðustu ár vegna kórónuveirufaraldursins. Hátíðin verður hins vegar haldin í ár og fer fram dagana 17. september til 3. október. Mané hefur áður vakið athygli fyrir að sniðganga áfengi en hann bað Takumi Minamino, þáverandi liðsfélaga sinn hjá Liverpool, vinsamlegast um að leggja frá sér kampavínsflösku fyrr á þessu ári þegar þeir voru að fagna saman sigri Liverpool í enska deildabikarnum. Þegar Liverpool varð Englandsmeistari árið 2020 var kampavínið auk þess óáfengt sem leikmenn notuðu til að fagna titlinum á Anfield, af tilliti til Mané og Mohamed Salah sem sömuleiðis drekkur ekki áfengi. Fótbolti Þýski boltinn Áfengi og tóbak Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Mané er múslimi og í samræmi við trú hans þá drekkur hann ekki áfengi. Þess vegna var þessi þrítugi Senegali ekki með bjór í hönd eins og liðsfélagar hans í myndatökunni. Marokkóbúinn Noussair Mazraoui, sem einnig er íslamstrúar, var ekki heldur með bjór í myndatökunni. Aðrir leikmenn Bayern héldu hins vegar brosandi á stóru bjórglasi og voru allir leikmenn að sjálfsögðu í októberhátíðarklæðnaði. As a devoted Muslim, Sadio Mane chose not to hold a beer in Bayern Munich's traditional photoshoot pic.twitter.com/PAnQqF9I4I— ESPN FC (@ESPNFC) August 29, 2022 Októberfest er árleg bjórhátíð sem er haldin í München, heimaborg Bayern, sem reyndar hefur ekki verið haldin tvö síðustu ár vegna kórónuveirufaraldursins. Hátíðin verður hins vegar haldin í ár og fer fram dagana 17. september til 3. október. Mané hefur áður vakið athygli fyrir að sniðganga áfengi en hann bað Takumi Minamino, þáverandi liðsfélaga sinn hjá Liverpool, vinsamlegast um að leggja frá sér kampavínsflösku fyrr á þessu ári þegar þeir voru að fagna saman sigri Liverpool í enska deildabikarnum. Þegar Liverpool varð Englandsmeistari árið 2020 var kampavínið auk þess óáfengt sem leikmenn notuðu til að fagna titlinum á Anfield, af tilliti til Mané og Mohamed Salah sem sömuleiðis drekkur ekki áfengi.
Fótbolti Þýski boltinn Áfengi og tóbak Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira