Jón Sveinsson: Svekktur að hafa ekki klárað leikinn Sverrir Mar Smárason skrifar 29. ágúst 2022 22:00 Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var svekktur með að ná ekki í öll stigin þrjú í kvöld. Vísir/Diego Fram gerði 1-1 jafntefli við Val í Bestu deild karla í kvöld eftir að hafa jafnað metin í blálokin. Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var svekktur að hafa ekki náð að klára leikinn. „Ég er ánægður með leikinn að mörgu leyti, baráttuna og kraftinn í mínum mönnum. Pínu svekktur að hafa ekki klárað leikinn bara. Fyrir fram ef einhver hefði sagt að við myndum frá fjögur stig gegn Val á þessu Íslandsmóti þá hefðum við tekið því en þegar upp var staðið eftir þennan leik þá fannst mér við eiga meira skilið að vinna. Hörkuleikur , bæði lið lögðu allt í þetta, færi á báða bóga en mér fannst við heilt yfir sterkari,“ sagði Jón. Fram byrjaði leikinn mjög vel og heilt yfir í leiknum var það Fram sem fékk betri færi þar sem Valsmenn björguðu meðal annars nokkrum sinnum á línu. Jón var svekktur að sitt lið hafi ekki nýtt færin betur. „Já klárlega. Nokkrar bjarganir á línu hjá þeim í seinni hálfleiknum. Mér fannst koma smá kafli í fyrri hálfleiknum þar sem við vorum undir kannski tuttugu mínútur þar sem Valur var yfir. Þar fyrir utan fannst mér við vera með leikinn og seinni hálfleikurinn nánast bara eign okkar,“ sagði Jón. Jón gerði fjórar breytingar á sínu liði fyrir leikinn og sagði í viðtali fyrir leik að hann hefði þá tilfinningu að það lið sem hann tefldi fram væri rétt. „Já ég er ánægður. Það þurfti ekkert að veðja á neitt við erum bara með mjög öflugan hóp og það er erfitt að velja liðið. Það voru mjög súrir menn sem löbbuðu hérna út eftir leikinn og höfðu ekki fengið mínútur. Svona er þetta bara það geta bara ellefu byrjað inná og við áttum einhverjar skiptingar en ákváðum bara að halda okkur við það sem var í gangi. Það dugði ekki til að vissu í dag en það munaði litlu,“ sagði Jón um liðsvalið. Valsmenn töfðu aðeins undir lokin á meðan þeim voru 1-0 yfir og Frammarar voru ósáttir við það. Jón segir það staðfestingu á því að sitt lið hafi verið yfir inná vellinum. „Mér fannst þeir taka sér tíma í hlutina sem staðfestir það sem að mér fannst að við vorum yfir í leiknum og þeir áttu aðeins undir högg að sækja. Þá ferðu oft í þann leik en það eru mikil gæði í þessu Vals-liði, þeir voru nokkrum sinnum nálægt því að sleppa í gegn og hefðu getað refsað okkur með ákafa en þetta varð niðurstaðan,“ sagði Jón. Fram situr enn í 7. sæti og ætla sér að komast upp fyrir strik til þess að taka þátt í efri hluta umspilsins. Til þess hafa þeir þrjá leiki. „Ég átta mig ekki alveg á því hvernig staðan er í þessu. Eins og við höfum gert í allt sumar þá förum við í alla leiki til þess að vinna og taka þrjú stig. Það var markmiðið í dag og verður markmiðið í næsta leik. Við verðum bara að taka klisjuna að það er bara einn leikur í einu og þrjú stig í boði í hverjum leik. Svo verðum við bara að sjá til í lok september hvar við stöndum og hvað bíður okkar þegar október kemur,“ sagði Jón að lokum. Besta deild karla Fram Valur Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur 1-1 Fram | Jafntefli á Hlíðarenda Valur og Fram gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik 19. umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. Haukur Páll kom Valsmönnum yfir rétt fyrir hálfleik en Jannik Holmsgaard jafnaði leikinn þremur mínútum fyrir leikslok. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 29. ágúst 2022 21:15 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
„Ég er ánægður með leikinn að mörgu leyti, baráttuna og kraftinn í mínum mönnum. Pínu svekktur að hafa ekki klárað leikinn bara. Fyrir fram ef einhver hefði sagt að við myndum frá fjögur stig gegn Val á þessu Íslandsmóti þá hefðum við tekið því en þegar upp var staðið eftir þennan leik þá fannst mér við eiga meira skilið að vinna. Hörkuleikur , bæði lið lögðu allt í þetta, færi á báða bóga en mér fannst við heilt yfir sterkari,“ sagði Jón. Fram byrjaði leikinn mjög vel og heilt yfir í leiknum var það Fram sem fékk betri færi þar sem Valsmenn björguðu meðal annars nokkrum sinnum á línu. Jón var svekktur að sitt lið hafi ekki nýtt færin betur. „Já klárlega. Nokkrar bjarganir á línu hjá þeim í seinni hálfleiknum. Mér fannst koma smá kafli í fyrri hálfleiknum þar sem við vorum undir kannski tuttugu mínútur þar sem Valur var yfir. Þar fyrir utan fannst mér við vera með leikinn og seinni hálfleikurinn nánast bara eign okkar,“ sagði Jón. Jón gerði fjórar breytingar á sínu liði fyrir leikinn og sagði í viðtali fyrir leik að hann hefði þá tilfinningu að það lið sem hann tefldi fram væri rétt. „Já ég er ánægður. Það þurfti ekkert að veðja á neitt við erum bara með mjög öflugan hóp og það er erfitt að velja liðið. Það voru mjög súrir menn sem löbbuðu hérna út eftir leikinn og höfðu ekki fengið mínútur. Svona er þetta bara það geta bara ellefu byrjað inná og við áttum einhverjar skiptingar en ákváðum bara að halda okkur við það sem var í gangi. Það dugði ekki til að vissu í dag en það munaði litlu,“ sagði Jón um liðsvalið. Valsmenn töfðu aðeins undir lokin á meðan þeim voru 1-0 yfir og Frammarar voru ósáttir við það. Jón segir það staðfestingu á því að sitt lið hafi verið yfir inná vellinum. „Mér fannst þeir taka sér tíma í hlutina sem staðfestir það sem að mér fannst að við vorum yfir í leiknum og þeir áttu aðeins undir högg að sækja. Þá ferðu oft í þann leik en það eru mikil gæði í þessu Vals-liði, þeir voru nokkrum sinnum nálægt því að sleppa í gegn og hefðu getað refsað okkur með ákafa en þetta varð niðurstaðan,“ sagði Jón. Fram situr enn í 7. sæti og ætla sér að komast upp fyrir strik til þess að taka þátt í efri hluta umspilsins. Til þess hafa þeir þrjá leiki. „Ég átta mig ekki alveg á því hvernig staðan er í þessu. Eins og við höfum gert í allt sumar þá förum við í alla leiki til þess að vinna og taka þrjú stig. Það var markmiðið í dag og verður markmiðið í næsta leik. Við verðum bara að taka klisjuna að það er bara einn leikur í einu og þrjú stig í boði í hverjum leik. Svo verðum við bara að sjá til í lok september hvar við stöndum og hvað bíður okkar þegar október kemur,“ sagði Jón að lokum.
Besta deild karla Fram Valur Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur 1-1 Fram | Jafntefli á Hlíðarenda Valur og Fram gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik 19. umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. Haukur Páll kom Valsmönnum yfir rétt fyrir hálfleik en Jannik Holmsgaard jafnaði leikinn þremur mínútum fyrir leikslok. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 29. ágúst 2022 21:15 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Leik lokið: Valur 1-1 Fram | Jafntefli á Hlíðarenda Valur og Fram gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik 19. umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. Haukur Páll kom Valsmönnum yfir rétt fyrir hálfleik en Jannik Holmsgaard jafnaði leikinn þremur mínútum fyrir leikslok. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 29. ágúst 2022 21:15