Frá þessu segir á vef Læknavaktarinnar, en um talsverða styttingu er að ræða. Opnunartími Læknavaktarinnar hefur verið frá 17 til 23:30 á virkum dögum og svo frá 9 til 23:30 um helgar.
Í samtali við Fréttablaðið segir Stefán Ari Guðmundsson, framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, að ástæða styttingarinnar sé mannekla og að ákvörðunin um styttingu hafi verið tekin í samráði við heilbrigðisráðuneytið, heilsugæsluna og Landspítala.
Hann segir ennfremur að hann telji að styttingin ætti ekki að hafa áhrif á þjónustuna.