Sorglegt að ekki hafi tekist að hemja faraldur andláta Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 22:00 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku. Vísir/Arnar Sorglegt er að ekki hafi tekist að koma böndum á faraldur lyfjatengdra andláta þrátt fyrir viðamiklar aðgerðir, segir yfirlæknir á bráðamóttöku. Aldrei hafa fleiri látist vegna lyfjaeitrunar en á síðasta ári. Lyfjatengdum andlátum virðist fara fjölgandi, samkvæmt nýbirtum tölum Landlæknisembættisins. Þau voru 30 árið 2017 en 46 í fyrra, 24 á fyrri helmingi ársins og 22 á þeim seinni. Og eins og áður segir hafa andlát vegna lyfjaeitrunar aldrei verið skráð fleiri. Þetta er áhyggjuefni, að mati Hjalta Más Björnssonar, yfirlæknis á bráðamóttöku. „Það er sorglegt að heyra að okkur hafi ekki enn tekist að koma böndum á þennan faraldur af lyfjatengdum andlátum og það er enn aðeins fjölgun í þessum sorglegu tilvikum. Þrátt fyrir miklar aðgerðir sem við höfum farið í til að hjálpa fólk með lyfjatengd vandamál höfum við ekki enn þá séð árangur í því að dánartíðnin lækki,“ segir Hjalti. Oxýkódón algengast, morfín þar á eftir Algengasta sterka verkjalyfið sem finnst í fólki sem hefur látist úr eitrun síðustu fimm ár er ópíóðinn oxýkódon – og þeim tilfellum hefur fjölgað. Þau voru þrjú árið 2017 en voru fimmtán, fimmfalt fleiri, á síðasta ári. Næst algengasta efnið var morfín sem fannst í tvöfalt fleiri í fyrra en fyrir fimm árum. Allur gangur virðist á því hvernig fólk útvegi sér lyfin, segir Hjalti. „Einhverjir hafa fengið ávísuð lyf og orðið háð þeim en aðrir kaupa lyfin á svörtum markaði. Og svo er talsvert um að þessi lyf séu flutt inn.“ Er þetta tilefni til að setja pressu á lækna að draga úr ávísunum? „Ég held við náum aldrei árangri í að berjast við þennan faraldur nema við gerum það öll saman. Og læknastéttin hefur endurskoðað hvernig við ávísum lyfjunum. Og ég held við ættum líka að reyna önnur lyf en verkjalyf og róandi lyf til að slá á vanlíðan. En við þurfum líka að halda áfram að efla meðferðarúrræði og stuðning við fólk með fíknivanda,“ segir Hjalti. Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Lyfjatengdum andlátum virðist fara fjölgandi, samkvæmt nýbirtum tölum Landlæknisembættisins. Þau voru 30 árið 2017 en 46 í fyrra, 24 á fyrri helmingi ársins og 22 á þeim seinni. Og eins og áður segir hafa andlát vegna lyfjaeitrunar aldrei verið skráð fleiri. Þetta er áhyggjuefni, að mati Hjalta Más Björnssonar, yfirlæknis á bráðamóttöku. „Það er sorglegt að heyra að okkur hafi ekki enn tekist að koma böndum á þennan faraldur af lyfjatengdum andlátum og það er enn aðeins fjölgun í þessum sorglegu tilvikum. Þrátt fyrir miklar aðgerðir sem við höfum farið í til að hjálpa fólk með lyfjatengd vandamál höfum við ekki enn þá séð árangur í því að dánartíðnin lækki,“ segir Hjalti. Oxýkódón algengast, morfín þar á eftir Algengasta sterka verkjalyfið sem finnst í fólki sem hefur látist úr eitrun síðustu fimm ár er ópíóðinn oxýkódon – og þeim tilfellum hefur fjölgað. Þau voru þrjú árið 2017 en voru fimmtán, fimmfalt fleiri, á síðasta ári. Næst algengasta efnið var morfín sem fannst í tvöfalt fleiri í fyrra en fyrir fimm árum. Allur gangur virðist á því hvernig fólk útvegi sér lyfin, segir Hjalti. „Einhverjir hafa fengið ávísuð lyf og orðið háð þeim en aðrir kaupa lyfin á svörtum markaði. Og svo er talsvert um að þessi lyf séu flutt inn.“ Er þetta tilefni til að setja pressu á lækna að draga úr ávísunum? „Ég held við náum aldrei árangri í að berjast við þennan faraldur nema við gerum það öll saman. Og læknastéttin hefur endurskoðað hvernig við ávísum lyfjunum. Og ég held við ættum líka að reyna önnur lyf en verkjalyf og róandi lyf til að slá á vanlíðan. En við þurfum líka að halda áfram að efla meðferðarúrræði og stuðning við fólk með fíknivanda,“ segir Hjalti.
Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira