Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Ill meðferð á hrossum, geðheilbrigðismál, franskar kartöflur og kjarnorkueftirlit í Úkraínu verða á meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Horuð hross í Borgarfirði hafa verið flutt á beit. Yfirvöld sæta gagnrýni fyrir að gera ekki nóg og grípa seint til aðgerða.

Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð.

Umboðsmaður Alþingis segir skorta lagaheimildir hvað varðar ákvarðanir sem teknar eru um sjúklinga á geðdeildum. 

Rafael Grossi, forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, fer fyrir hópi eftirlitsmanna sem nú eru komnir að næsta nágrenni kjarnorkuversins í Zaporizhzhia. Hann segir þá meðvitaða um þá hættu sem þeir stefna sér í vegna átaka í nágrenni versins.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×