Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2022 16:28 Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. Guðmundur Björgvin Helgason segir tímasetninguna enga tilviljun. Þó hafi verið lengi á teikniborðinu að gera úttekt á eftirliti MAST með velferð dýra enda slík mál töluvert lengi verið í opinberri umræðu. „Þetta er ekki fyrsta eða annað málið sem kemur upp þar sem stofnunin verður fyrir gagnrýni út af meðferð málaflokksins,“ segir Guðmundur Björgvin. Stjórnsýsluúttekt hafi verið gerð á störfum MAST árið 2013. Það ár fluttist málaflokkurinn dýravelferð frá Umhverfisstofnun til MAST. Fyrir vikið hafi ríkisendurskoðun ekki átt snertiflöt við þennan málaflokk síðan hann fluttist til MAST. „Við höldum alltaf utan um ákveðin úttektartilefni sem við teljum okkur geta ráðist í að eigin frumkvæði,“ segir Guðmundur Björgvin. Um sé að ræða hugmyndavinnu og þetta mál hafi verið á lista í nokkurn tíma. „Þetta er eitt dæmi núna en þau hafa verið önnur tilefnin þar sem eftirlitsstofnunin hefur sætt gagnrýni. Ef það er að ósekju þá hygg ég að úttektin muni leiða það í ljós. Ef þarna eru einhverjir vankantar, agnúar eða skortur á mannafla, peningum eða hvað sem það kann að vera til þess að stofnunin geti axlað ábyrgð á hlutverki sínu lögum samkvæmt þá hygg ég að úttektin muni leiða það í ljós einnig,“ segir Guðmundur Björgvin. Hann telur að úttektin muni ekki taka svo langa tíma, í það minnsta taka mánuði en ekki ár. Vonandi ekki of marga mánuði. Verkefnið sé að fara af stað og umfangið ráðist af því hvernig það verði afmarkað. Niðurstaða úttektarinnar verður birt í opinberri skýrslu til Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð. Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Guðmundur Björgvin Helgason segir tímasetninguna enga tilviljun. Þó hafi verið lengi á teikniborðinu að gera úttekt á eftirliti MAST með velferð dýra enda slík mál töluvert lengi verið í opinberri umræðu. „Þetta er ekki fyrsta eða annað málið sem kemur upp þar sem stofnunin verður fyrir gagnrýni út af meðferð málaflokksins,“ segir Guðmundur Björgvin. Stjórnsýsluúttekt hafi verið gerð á störfum MAST árið 2013. Það ár fluttist málaflokkurinn dýravelferð frá Umhverfisstofnun til MAST. Fyrir vikið hafi ríkisendurskoðun ekki átt snertiflöt við þennan málaflokk síðan hann fluttist til MAST. „Við höldum alltaf utan um ákveðin úttektartilefni sem við teljum okkur geta ráðist í að eigin frumkvæði,“ segir Guðmundur Björgvin. Um sé að ræða hugmyndavinnu og þetta mál hafi verið á lista í nokkurn tíma. „Þetta er eitt dæmi núna en þau hafa verið önnur tilefnin þar sem eftirlitsstofnunin hefur sætt gagnrýni. Ef það er að ósekju þá hygg ég að úttektin muni leiða það í ljós. Ef þarna eru einhverjir vankantar, agnúar eða skortur á mannafla, peningum eða hvað sem það kann að vera til þess að stofnunin geti axlað ábyrgð á hlutverki sínu lögum samkvæmt þá hygg ég að úttektin muni leiða það í ljós einnig,“ segir Guðmundur Björgvin. Hann telur að úttektin muni ekki taka svo langa tíma, í það minnsta taka mánuði en ekki ár. Vonandi ekki of marga mánuði. Verkefnið sé að fara af stað og umfangið ráðist af því hvernig það verði afmarkað. Niðurstaða úttektarinnar verður birt í opinberri skýrslu til Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41
Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57