Sorgarleyfi, næsta skref – áskorun til félags- og vinnumarkaðsráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar 1. september 2022 17:31 Í júní var stigið mikilvægt skref þegar Alþingi samþykkti lög um sorgarleyfi fyrir foreldra sem missa barn. Frá 1. janúar 2023 munu foreldrar sem missa barn geta tekið allt að 6 mánaða leyfi frá störfum og fengið greiðslur frá Vinnumálastofnun. Eins og segir í greinargerð með lögunum gefur sorgarleyfi foreldrum á innlendum vinnumarkaði svigrúm til sorgarúrvinnslu í kjölfar barnsmissis og auðveldar þeim, þegar það á við, að styðja við eftirlifandi systkin. Ekki þarf að orðlengja það álag sem fylgir barnsmissi en áður en lögin komu til höfðu foreldrar sjaldnast önnur ráð en að bíta á jaxlinn og halda áfram vinnu eins og ekkert hefði í skorist nema þegar vinnuveitendur voru þeim hliðhollir og veittu þeim svigrúm. Aðrir nýttu rétt vegna veikinda. Sorg er hins vegar ekki veikindi. Með lögunum eru viðurkennd áhrif sorgar vegna barnsmissis á fjölskyldur í heild. Það er lofsvert og Krabbameinsfélagið fagnar lögunum innilega. Eins og félags- og vinnumarkaðsráðherra nefnir í pistli í Vísi þann 31. ágúst eru lögin mikilvægt fyrsta skref og fram kemur að í ráðuneytinu sé hafin vinna við undirbúning næsta skrefs. Auðveldum foreldrum að styðja við börnin sín Krabbameinsfélagið vill árétta þá skoðun sem félagið hefur lýst við önnur tækifæri, að ekki er síður mikilvægt að veita sorgarleyfi eftirlifandi foreldrum barna yngri en 18 ára, sem missa foreldri sitt. Gögn Hagstofunnar sýna að á Íslandi misstu árlega um 100 börn yngri en 18 ára foreldri sitt á árunum 2009 til 2018. Í sumum tilfellum er um systkini að ræða. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Krabbameinsfélagið skorar á félags- og vinnumálaráðherra og alla þingmenn að nýta næsta þing til að taka næsta skref í málinu: að víkka út lög um sorgarleyfi þannig að þau nái einnig til foreldra barna sem ýmist hafa misst foreldri skyndilega eða eftir langvinn veikindi, með það sérstaklega fyrir augum að auðvelda þeim að styðja við börn sín í erfiðum aðstæðum. Von Krabbameinsfélagsins er að eigi síðar en 1. janúar 2024 taki gildi breytt lög um sorgarleyfi, þar sem sorgarleyfi býðst einnig foreldrum barna yngri en 18 ára, sem misst hafa foreldri sitt. Slík breyting er lítið skref en með mikla þýðingu. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Sjá meira
Í júní var stigið mikilvægt skref þegar Alþingi samþykkti lög um sorgarleyfi fyrir foreldra sem missa barn. Frá 1. janúar 2023 munu foreldrar sem missa barn geta tekið allt að 6 mánaða leyfi frá störfum og fengið greiðslur frá Vinnumálastofnun. Eins og segir í greinargerð með lögunum gefur sorgarleyfi foreldrum á innlendum vinnumarkaði svigrúm til sorgarúrvinnslu í kjölfar barnsmissis og auðveldar þeim, þegar það á við, að styðja við eftirlifandi systkin. Ekki þarf að orðlengja það álag sem fylgir barnsmissi en áður en lögin komu til höfðu foreldrar sjaldnast önnur ráð en að bíta á jaxlinn og halda áfram vinnu eins og ekkert hefði í skorist nema þegar vinnuveitendur voru þeim hliðhollir og veittu þeim svigrúm. Aðrir nýttu rétt vegna veikinda. Sorg er hins vegar ekki veikindi. Með lögunum eru viðurkennd áhrif sorgar vegna barnsmissis á fjölskyldur í heild. Það er lofsvert og Krabbameinsfélagið fagnar lögunum innilega. Eins og félags- og vinnumarkaðsráðherra nefnir í pistli í Vísi þann 31. ágúst eru lögin mikilvægt fyrsta skref og fram kemur að í ráðuneytinu sé hafin vinna við undirbúning næsta skrefs. Auðveldum foreldrum að styðja við börnin sín Krabbameinsfélagið vill árétta þá skoðun sem félagið hefur lýst við önnur tækifæri, að ekki er síður mikilvægt að veita sorgarleyfi eftirlifandi foreldrum barna yngri en 18 ára, sem missa foreldri sitt. Gögn Hagstofunnar sýna að á Íslandi misstu árlega um 100 börn yngri en 18 ára foreldri sitt á árunum 2009 til 2018. Í sumum tilfellum er um systkini að ræða. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Krabbameinsfélagið skorar á félags- og vinnumálaráðherra og alla þingmenn að nýta næsta þing til að taka næsta skref í málinu: að víkka út lög um sorgarleyfi þannig að þau nái einnig til foreldra barna sem ýmist hafa misst foreldri skyndilega eða eftir langvinn veikindi, með það sérstaklega fyrir augum að auðvelda þeim að styðja við börn sín í erfiðum aðstæðum. Von Krabbameinsfélagsins er að eigi síðar en 1. janúar 2024 taki gildi breytt lög um sorgarleyfi, þar sem sorgarleyfi býðst einnig foreldrum barna yngri en 18 ára, sem misst hafa foreldri sitt. Slík breyting er lítið skref en með mikla þýðingu. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar