Afla upplýsinga vegna atviksins á Keflavíkurflugvelli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. september 2022 11:11 Atvikið átti sér stað á miðvikudaginn. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið upplýsingaöflun vegna flugatviks sem varð á Keflavíkurflugvelli í fyrradag, þegar hætt var við lendingu flugvélar Icelandair á leið frá München í Þýskalandi. Víkurfréttir greindu fyrst frá atvikinu sem varð seinnipart miðvikudags. Svo virðist sem að hætt hafi verið skyndilega við lendingu TF-ICB, Boeing 737 MAX 9, sem var sem fyrr segir á leið frá Munchen í Þýskalandi, þar sem önnur flugvél Icelandair, TF-FIA, Boeing 757, á leið til Mílanó á Ítalíu, hafi verið á flugbrautinni sem TF-ICB var að koma inn til lendingar á. Rannsókn á byrjunarstigi Í samtali við Vísi staðfestir Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugsviðs Rannsóknarnefndar flugslysa að nefndinni hafi borist tilkynning vegna atviksins, skömmu eftir að það átti sér stað. Vinna við upplýsingaöflun vegna atviksins sé hafin, ótímabært sé hins vegar að segja til um alvarleika atviksins enda þurfi að vinna úr þeim upplýsingum sem aflað verður. Sjá má á vef Flightradar 24, vefsíðu sem fylgist með flugumferð, að TF-ICB, sem var að koma inn til lendingar, hafi nokkrum mínútum fyrir 16 á miðvikudaginn hætt skyndilega við lendingu á Keflavíkurflugvelli. Staðsetning TC-ICB, sem var að koma inn til lendingar, klukkan 15.54, samkvæmt Flightradar24. Samkvæmt flugferlinum sem skráður er á síðuna var flugvélin í 425 feta hæð þegar ákveðið var að hætta við lendingu.Flightradar24 Samkvæmt skráningu flugferils flugvélarinnar á Flightradar24 má sjá að hætt hafi verið við lendingu í um 425 feta hæð, sem er um 130 metrar. Sjá má á skráningu flugferils TF-FIA á Flightradar24 að á um það bil sama tíma, klukkan 15.54, og hætt var við lendingu TF-ICB, var TF-FIA inn á eða að koma inn á flugbrautina sem ætlunin var að lenda TF-ICB á. Staðsetning TF-FIA klukkan 15.54 samkvæmt Flightradar 24.Flightradar24 TF-FIA tók af stað áleiðis til Mílanó en TF-ICB tók aukahring og lenti á annarri flugbraut Keflavíkurflugvallar, nokkrum mínútum síðar. Á vef Víkurfrétta segir að veðuraðstæður hafi ekki verið góðar þegar atvikið átti sér stað. Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Víkurfréttir greindu fyrst frá atvikinu sem varð seinnipart miðvikudags. Svo virðist sem að hætt hafi verið skyndilega við lendingu TF-ICB, Boeing 737 MAX 9, sem var sem fyrr segir á leið frá Munchen í Þýskalandi, þar sem önnur flugvél Icelandair, TF-FIA, Boeing 757, á leið til Mílanó á Ítalíu, hafi verið á flugbrautinni sem TF-ICB var að koma inn til lendingar á. Rannsókn á byrjunarstigi Í samtali við Vísi staðfestir Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugsviðs Rannsóknarnefndar flugslysa að nefndinni hafi borist tilkynning vegna atviksins, skömmu eftir að það átti sér stað. Vinna við upplýsingaöflun vegna atviksins sé hafin, ótímabært sé hins vegar að segja til um alvarleika atviksins enda þurfi að vinna úr þeim upplýsingum sem aflað verður. Sjá má á vef Flightradar 24, vefsíðu sem fylgist með flugumferð, að TF-ICB, sem var að koma inn til lendingar, hafi nokkrum mínútum fyrir 16 á miðvikudaginn hætt skyndilega við lendingu á Keflavíkurflugvelli. Staðsetning TC-ICB, sem var að koma inn til lendingar, klukkan 15.54, samkvæmt Flightradar24. Samkvæmt flugferlinum sem skráður er á síðuna var flugvélin í 425 feta hæð þegar ákveðið var að hætta við lendingu.Flightradar24 Samkvæmt skráningu flugferils flugvélarinnar á Flightradar24 má sjá að hætt hafi verið við lendingu í um 425 feta hæð, sem er um 130 metrar. Sjá má á skráningu flugferils TF-FIA á Flightradar24 að á um það bil sama tíma, klukkan 15.54, og hætt var við lendingu TF-ICB, var TF-FIA inn á eða að koma inn á flugbrautina sem ætlunin var að lenda TF-ICB á. Staðsetning TF-FIA klukkan 15.54 samkvæmt Flightradar 24.Flightradar24 TF-FIA tók af stað áleiðis til Mílanó en TF-ICB tók aukahring og lenti á annarri flugbraut Keflavíkurflugvallar, nokkrum mínútum síðar. Á vef Víkurfrétta segir að veðuraðstæður hafi ekki verið góðar þegar atvikið átti sér stað.
Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39