Afla upplýsinga vegna atviksins á Keflavíkurflugvelli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. september 2022 11:11 Atvikið átti sér stað á miðvikudaginn. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið upplýsingaöflun vegna flugatviks sem varð á Keflavíkurflugvelli í fyrradag, þegar hætt var við lendingu flugvélar Icelandair á leið frá München í Þýskalandi. Víkurfréttir greindu fyrst frá atvikinu sem varð seinnipart miðvikudags. Svo virðist sem að hætt hafi verið skyndilega við lendingu TF-ICB, Boeing 737 MAX 9, sem var sem fyrr segir á leið frá Munchen í Þýskalandi, þar sem önnur flugvél Icelandair, TF-FIA, Boeing 757, á leið til Mílanó á Ítalíu, hafi verið á flugbrautinni sem TF-ICB var að koma inn til lendingar á. Rannsókn á byrjunarstigi Í samtali við Vísi staðfestir Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugsviðs Rannsóknarnefndar flugslysa að nefndinni hafi borist tilkynning vegna atviksins, skömmu eftir að það átti sér stað. Vinna við upplýsingaöflun vegna atviksins sé hafin, ótímabært sé hins vegar að segja til um alvarleika atviksins enda þurfi að vinna úr þeim upplýsingum sem aflað verður. Sjá má á vef Flightradar 24, vefsíðu sem fylgist með flugumferð, að TF-ICB, sem var að koma inn til lendingar, hafi nokkrum mínútum fyrir 16 á miðvikudaginn hætt skyndilega við lendingu á Keflavíkurflugvelli. Staðsetning TC-ICB, sem var að koma inn til lendingar, klukkan 15.54, samkvæmt Flightradar24. Samkvæmt flugferlinum sem skráður er á síðuna var flugvélin í 425 feta hæð þegar ákveðið var að hætta við lendingu.Flightradar24 Samkvæmt skráningu flugferils flugvélarinnar á Flightradar24 má sjá að hætt hafi verið við lendingu í um 425 feta hæð, sem er um 130 metrar. Sjá má á skráningu flugferils TF-FIA á Flightradar24 að á um það bil sama tíma, klukkan 15.54, og hætt var við lendingu TF-ICB, var TF-FIA inn á eða að koma inn á flugbrautina sem ætlunin var að lenda TF-ICB á. Staðsetning TF-FIA klukkan 15.54 samkvæmt Flightradar 24.Flightradar24 TF-FIA tók af stað áleiðis til Mílanó en TF-ICB tók aukahring og lenti á annarri flugbraut Keflavíkurflugvallar, nokkrum mínútum síðar. Á vef Víkurfrétta segir að veðuraðstæður hafi ekki verið góðar þegar atvikið átti sér stað. Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Víkurfréttir greindu fyrst frá atvikinu sem varð seinnipart miðvikudags. Svo virðist sem að hætt hafi verið skyndilega við lendingu TF-ICB, Boeing 737 MAX 9, sem var sem fyrr segir á leið frá Munchen í Þýskalandi, þar sem önnur flugvél Icelandair, TF-FIA, Boeing 757, á leið til Mílanó á Ítalíu, hafi verið á flugbrautinni sem TF-ICB var að koma inn til lendingar á. Rannsókn á byrjunarstigi Í samtali við Vísi staðfestir Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugsviðs Rannsóknarnefndar flugslysa að nefndinni hafi borist tilkynning vegna atviksins, skömmu eftir að það átti sér stað. Vinna við upplýsingaöflun vegna atviksins sé hafin, ótímabært sé hins vegar að segja til um alvarleika atviksins enda þurfi að vinna úr þeim upplýsingum sem aflað verður. Sjá má á vef Flightradar 24, vefsíðu sem fylgist með flugumferð, að TF-ICB, sem var að koma inn til lendingar, hafi nokkrum mínútum fyrir 16 á miðvikudaginn hætt skyndilega við lendingu á Keflavíkurflugvelli. Staðsetning TC-ICB, sem var að koma inn til lendingar, klukkan 15.54, samkvæmt Flightradar24. Samkvæmt flugferlinum sem skráður er á síðuna var flugvélin í 425 feta hæð þegar ákveðið var að hætta við lendingu.Flightradar24 Samkvæmt skráningu flugferils flugvélarinnar á Flightradar24 má sjá að hætt hafi verið við lendingu í um 425 feta hæð, sem er um 130 metrar. Sjá má á skráningu flugferils TF-FIA á Flightradar24 að á um það bil sama tíma, klukkan 15.54, og hætt var við lendingu TF-ICB, var TF-FIA inn á eða að koma inn á flugbrautina sem ætlunin var að lenda TF-ICB á. Staðsetning TF-FIA klukkan 15.54 samkvæmt Flightradar 24.Flightradar24 TF-FIA tók af stað áleiðis til Mílanó en TF-ICB tók aukahring og lenti á annarri flugbraut Keflavíkurflugvallar, nokkrum mínútum síðar. Á vef Víkurfrétta segir að veðuraðstæður hafi ekki verið góðar þegar atvikið átti sér stað.
Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39