Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Deilur í kringum nýskipaðan þjóðminjavörð, ill meðferð á hrossum, launaþjófnaður og kjarnorkumál í Úkraínu verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur réttlætt skipun nýs þjóðminjavarðar meðal annars með því að vísa til hennar sem farsæls stjórnanda hjá Listasafni Íslands. Fyrrverandi starfsmenn safnsins hafa aðra sögu að segja.

Íbúi í Borgarnesi segir hryssu og folald enn innilokuð í hesthúsi í Borgarnesi, þar sem ekki sjáist til sólar. Eigandinn var tilneyddur í gær að færa önnur hross sín, sem voru vannærð og illa haldin, á beit en hryssa með folald er enn innilokuð í hesthúsinu.

Rafael Grossi, forstjóri Alþjóðkjarnorkustofnunarinnar, segir eftirlitsmenn stofnunarinnar komna til að vera í kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu. Hann hafi enn áhyggjur af öryggi versins.

Fagfélögin hafa undir höndum vaktaplön þar sem vaktir fyrrverandi starfsmanna veitingastaðarins Flame, sem sýna fimmtán tíma vaktir. Eigandi staðarins hefur verið krafinn um 13 milljónir í vangoldin laun.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×