„Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er“ Snorri Másson skrifar 2. september 2022 19:33 Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt það er að fjórtán hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku Landspítala. Þetta segja tveir hjúkrunarfræðinganna. Uppsögn var að þeirra sögn síðasta úrræðið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sagt er frá því að hjúkrunarfræðingar segi starfi sínu lausu vegna álags á Landspítalanum. En í þetta skiptið er það verulegur hluti hjúkrunarfræðinga á sjálfri bráðamóttökunni. „Það hefur ekkert verið hlustað, þannig að nú bara er komið nóg,“ sagði Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur í samtali við fréttastofu. Fjórtán eru að hætta og það eru ekki nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, að sögn Berglindar. „Þær sem eru að fara, þetta eru það sem við köllum naglarnir, sleggjurnar á bráðamóttökunni, þær eru farnar. Við segjum bara liggur við: Guð blessi Ísland. Þetta er mjög alvarlegt. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er,“ segir Berglind. Berglind Gestsdóttir og Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingar hafa unnið í átta ár á bráðamóttöku Landspítala en sögðu skilið við vinnustaðinn um mánaðamótin.Vísir/Egill Hjúkrunarfræðingarnir gefa lítið fyrir ummæli Runólfs Pálssonar forstjóra Landspítala um að betri staða sé í vændum og að unnið sé að úrbótum. Það sé orðið of seint. Þær tilkynntu um uppsögn sína í febrúar, þannig að þetta hefur lengi vofað yfir. „Jú, svo núna segir hann þetta í september, þannig að ég hef enn þá trú og ég bíð og ég vona,“ segir Soffía. „Við höfum bara heyrt þetta áður,“ segir Berglind. Það sem þyrfti væri að sögn hjúkrunarfræðinganna hærri laun og fleira starfsfólk. Ella, segja þær, halda fleiri á önnur mið. „Það er slegist um okkur út um allt. Það vantar hjúkrunarfræðinga alls staðar. Og hjúkrunarfræðingar sem eru búnir að vinna á bráðamóttökunni, geta unnið alls staðar,“ segir Soffía. Að óbreyttu taka aðrar fjórtán uppsagnir gildi næstu mánaðamót. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki fleiri á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma Framkvæmdastjórn Landspítala hefur tekið ákvörðun um að ekki skuli fleiri liggja á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma. Þetta er tilraun til þess að létta af álagi á bráðamóttöku. 23. ágúst 2022 15:33 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sagt er frá því að hjúkrunarfræðingar segi starfi sínu lausu vegna álags á Landspítalanum. En í þetta skiptið er það verulegur hluti hjúkrunarfræðinga á sjálfri bráðamóttökunni. „Það hefur ekkert verið hlustað, þannig að nú bara er komið nóg,“ sagði Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur í samtali við fréttastofu. Fjórtán eru að hætta og það eru ekki nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, að sögn Berglindar. „Þær sem eru að fara, þetta eru það sem við köllum naglarnir, sleggjurnar á bráðamóttökunni, þær eru farnar. Við segjum bara liggur við: Guð blessi Ísland. Þetta er mjög alvarlegt. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er,“ segir Berglind. Berglind Gestsdóttir og Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingar hafa unnið í átta ár á bráðamóttöku Landspítala en sögðu skilið við vinnustaðinn um mánaðamótin.Vísir/Egill Hjúkrunarfræðingarnir gefa lítið fyrir ummæli Runólfs Pálssonar forstjóra Landspítala um að betri staða sé í vændum og að unnið sé að úrbótum. Það sé orðið of seint. Þær tilkynntu um uppsögn sína í febrúar, þannig að þetta hefur lengi vofað yfir. „Jú, svo núna segir hann þetta í september, þannig að ég hef enn þá trú og ég bíð og ég vona,“ segir Soffía. „Við höfum bara heyrt þetta áður,“ segir Berglind. Það sem þyrfti væri að sögn hjúkrunarfræðinganna hærri laun og fleira starfsfólk. Ella, segja þær, halda fleiri á önnur mið. „Það er slegist um okkur út um allt. Það vantar hjúkrunarfræðinga alls staðar. Og hjúkrunarfræðingar sem eru búnir að vinna á bráðamóttökunni, geta unnið alls staðar,“ segir Soffía. Að óbreyttu taka aðrar fjórtán uppsagnir gildi næstu mánaðamót.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki fleiri á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma Framkvæmdastjórn Landspítala hefur tekið ákvörðun um að ekki skuli fleiri liggja á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma. Þetta er tilraun til þess að létta af álagi á bráðamóttöku. 23. ágúst 2022 15:33 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Ekki fleiri á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma Framkvæmdastjórn Landspítala hefur tekið ákvörðun um að ekki skuli fleiri liggja á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma. Þetta er tilraun til þess að létta af álagi á bráðamóttöku. 23. ágúst 2022 15:33