„Traust til ráðherra hefur beðið stórkostlega hnekki í faginu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2022 21:02 Gylfi Björn Helgason formaður Félags fornleifafræðinga segir traust fagfólks til menningarmálaráðherra brostið með skipan í stöðu þjóðminjavarðar. Friðrik Jónsson segir óeðlilegt að auglýsa ekki í stöður sem þessar. Það sé orðið alltof algengt. Vísir/Arnar Formaður BHM segir óeðlilegt að skipa í stöðu þjóðminjavarðar, staðan hefði átt að vera auglýst. Formaður félags fornleifafræðinga telur að traust fólks til menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna málsins. Hvert fagfélagið á fætur öðru hefur gert alvarlegar athugasemdir við skipan menningarmálaráðherra í stöðu þjóðminjavarðar. Sagnfræðifélagið, starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins, Félag þjóðfræðinga og Félag fornleifafræðinga hafa gert athugasemdir. Gylfi Björn Helgason formaður Félags fornleifafræðinga segir traust milli ráðherra og fagfólks rofið með ráðningunni. „Traust til ráðherra hefur beðið stórkostlega hnekki í faginu. Ég held að skynsamlegasta leiðin væri að draga skipanina til baka og auglýsa upp á nýtt. Ferlið var ákaflega ógagnsætt og metnaðarlaust og sýnir í raun algjört virðingarleysi fyrir fagstéttum. Þetta er stærsta embætti í faginu, okkar forsætisráðherra. Embættið var síðast auglýst fyrir 20 árum og þetta metnaðarleysi endurspeglar kannski stöðu þessa málaflokks. Þá sóttu um níu manns um stöðuna ég tel að 25-30 manns hefðu sóst eftir þessu starfi nú hefði það verið auglýst,“ segir Gylfi. Félagið hefur óskað eftir að umboðsmaður Alþingis álykti um málið. „Við gerum okkur fulla grein fyrir að umboðsmaður hefur fjallað um sambærileg mál en ekki var hlustað á hann, En þetta embætti er það stórt í menningargeiranum að það verður að hlusta á hans álit þegar það kemur fram,“ segir hann. Ráðherra studdist við ákvæði frá 19. öld Friðrik Jónsson formaður BHM gagnrýnir einnig vinnubrögð ráðherra í þessu máli. „Það hefði verið eðlilegt að auglýsa þessa opinberu stöðu. Í þessu tilfelli fer af stað einhver röð af flutningum. Fyrst er þjóðminjavörður fluttur án auglýsingar úr sinni stöðu í stöðu skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, svo er safnstjóri Listasafns Íslands fluttur í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar og svo er staða safnstjóra Listasafnsins auglýst. Þetta er ekki nýtt að þetta sé gert. Fyrir þessu er heimild í lögum sem á rót í 20. grein stjórnarskrárinnar. Sem er gamalt ákvæði sem á rætur sínar að rekja til, að mér skilst, dönsku stjórnarskrárinnar frá 19. öld. Það er komið tími til að endurskoða það,“ segir Friðrik. Uppfært: Staða skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu var auglýst á sínum tíma. Alls sóttu 23 um, samkvæmt tilkynningu, en tveir drógu umsóknir sínar til baka. Hann segir að slík vinnubrögð séu að verða að reglu „Það er búið að vera undanfarið skipanir á ráðuneytisstjórum án auglýsinga. Ég tel það óheppilegt þegar svona heimildir eru ofnýttar eins og virðist vera núna. Það kemur fram í lögum að það er skylda að auglýsa öll þessi opinberu störf. Svo er heimild fyrir undanþágur og þá þurfa stjórnvöld að greina frá málefnalegum ástæðum fyrir því að slíkar undanþágur séu gerðar,“ segir Friðrik. Fyrrverandi og núverandi starfsmenn hafa gert athugasemdir við störf safnstjórans Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur gefið þær ástæður opinberlega að Harpa Þórsdóttir sé hæf í starfið og hafi verið afar farsæll stjórnandi. Fréttastofa hefur rætt við nokkra fyrrverandi og núverandi starfsmenn Listasafns Íslands í dag sem hafa furðað sig á þessum ummælum, þetta hafi alls ekki verið þeirra upplifun. Í könnun sem Sameyki gerir árlega um starfsánægju í opinberum stofnunum hefur Listasafn Íslands mælst neðarlega síðustu ár. 2019 var safnið í þriðja neðsta sæti af minni stofnunum en í fyrra hafði safnið færst aðeins ofar. Listasafn Íslands hefur mælst neðarlega undanfarin ár í könnun Sameykis um stofnun ársins.Vísir/Kristján Hvorki náðist í menningarmálaráðherra né safnstjóra Listasafns Íslands í dag vegna málsins. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Menning Umboðsmaður Alþingis Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Sjá meira
Hvert fagfélagið á fætur öðru hefur gert alvarlegar athugasemdir við skipan menningarmálaráðherra í stöðu þjóðminjavarðar. Sagnfræðifélagið, starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins, Félag þjóðfræðinga og Félag fornleifafræðinga hafa gert athugasemdir. Gylfi Björn Helgason formaður Félags fornleifafræðinga segir traust milli ráðherra og fagfólks rofið með ráðningunni. „Traust til ráðherra hefur beðið stórkostlega hnekki í faginu. Ég held að skynsamlegasta leiðin væri að draga skipanina til baka og auglýsa upp á nýtt. Ferlið var ákaflega ógagnsætt og metnaðarlaust og sýnir í raun algjört virðingarleysi fyrir fagstéttum. Þetta er stærsta embætti í faginu, okkar forsætisráðherra. Embættið var síðast auglýst fyrir 20 árum og þetta metnaðarleysi endurspeglar kannski stöðu þessa málaflokks. Þá sóttu um níu manns um stöðuna ég tel að 25-30 manns hefðu sóst eftir þessu starfi nú hefði það verið auglýst,“ segir Gylfi. Félagið hefur óskað eftir að umboðsmaður Alþingis álykti um málið. „Við gerum okkur fulla grein fyrir að umboðsmaður hefur fjallað um sambærileg mál en ekki var hlustað á hann, En þetta embætti er það stórt í menningargeiranum að það verður að hlusta á hans álit þegar það kemur fram,“ segir hann. Ráðherra studdist við ákvæði frá 19. öld Friðrik Jónsson formaður BHM gagnrýnir einnig vinnubrögð ráðherra í þessu máli. „Það hefði verið eðlilegt að auglýsa þessa opinberu stöðu. Í þessu tilfelli fer af stað einhver röð af flutningum. Fyrst er þjóðminjavörður fluttur án auglýsingar úr sinni stöðu í stöðu skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, svo er safnstjóri Listasafns Íslands fluttur í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar og svo er staða safnstjóra Listasafnsins auglýst. Þetta er ekki nýtt að þetta sé gert. Fyrir þessu er heimild í lögum sem á rót í 20. grein stjórnarskrárinnar. Sem er gamalt ákvæði sem á rætur sínar að rekja til, að mér skilst, dönsku stjórnarskrárinnar frá 19. öld. Það er komið tími til að endurskoða það,“ segir Friðrik. Uppfært: Staða skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu var auglýst á sínum tíma. Alls sóttu 23 um, samkvæmt tilkynningu, en tveir drógu umsóknir sínar til baka. Hann segir að slík vinnubrögð séu að verða að reglu „Það er búið að vera undanfarið skipanir á ráðuneytisstjórum án auglýsinga. Ég tel það óheppilegt þegar svona heimildir eru ofnýttar eins og virðist vera núna. Það kemur fram í lögum að það er skylda að auglýsa öll þessi opinberu störf. Svo er heimild fyrir undanþágur og þá þurfa stjórnvöld að greina frá málefnalegum ástæðum fyrir því að slíkar undanþágur séu gerðar,“ segir Friðrik. Fyrrverandi og núverandi starfsmenn hafa gert athugasemdir við störf safnstjórans Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur gefið þær ástæður opinberlega að Harpa Þórsdóttir sé hæf í starfið og hafi verið afar farsæll stjórnandi. Fréttastofa hefur rætt við nokkra fyrrverandi og núverandi starfsmenn Listasafns Íslands í dag sem hafa furðað sig á þessum ummælum, þetta hafi alls ekki verið þeirra upplifun. Í könnun sem Sameyki gerir árlega um starfsánægju í opinberum stofnunum hefur Listasafn Íslands mælst neðarlega síðustu ár. 2019 var safnið í þriðja neðsta sæti af minni stofnunum en í fyrra hafði safnið færst aðeins ofar. Listasafn Íslands hefur mælst neðarlega undanfarin ár í könnun Sameykis um stofnun ársins.Vísir/Kristján Hvorki náðist í menningarmálaráðherra né safnstjóra Listasafns Íslands í dag vegna málsins. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Menning Umboðsmaður Alþingis Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Sjá meira