„Traust til ráðherra hefur beðið stórkostlega hnekki í faginu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2022 21:02 Gylfi Björn Helgason formaður Félags fornleifafræðinga segir traust fagfólks til menningarmálaráðherra brostið með skipan í stöðu þjóðminjavarðar. Friðrik Jónsson segir óeðlilegt að auglýsa ekki í stöður sem þessar. Það sé orðið alltof algengt. Vísir/Arnar Formaður BHM segir óeðlilegt að skipa í stöðu þjóðminjavarðar, staðan hefði átt að vera auglýst. Formaður félags fornleifafræðinga telur að traust fólks til menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna málsins. Hvert fagfélagið á fætur öðru hefur gert alvarlegar athugasemdir við skipan menningarmálaráðherra í stöðu þjóðminjavarðar. Sagnfræðifélagið, starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins, Félag þjóðfræðinga og Félag fornleifafræðinga hafa gert athugasemdir. Gylfi Björn Helgason formaður Félags fornleifafræðinga segir traust milli ráðherra og fagfólks rofið með ráðningunni. „Traust til ráðherra hefur beðið stórkostlega hnekki í faginu. Ég held að skynsamlegasta leiðin væri að draga skipanina til baka og auglýsa upp á nýtt. Ferlið var ákaflega ógagnsætt og metnaðarlaust og sýnir í raun algjört virðingarleysi fyrir fagstéttum. Þetta er stærsta embætti í faginu, okkar forsætisráðherra. Embættið var síðast auglýst fyrir 20 árum og þetta metnaðarleysi endurspeglar kannski stöðu þessa málaflokks. Þá sóttu um níu manns um stöðuna ég tel að 25-30 manns hefðu sóst eftir þessu starfi nú hefði það verið auglýst,“ segir Gylfi. Félagið hefur óskað eftir að umboðsmaður Alþingis álykti um málið. „Við gerum okkur fulla grein fyrir að umboðsmaður hefur fjallað um sambærileg mál en ekki var hlustað á hann, En þetta embætti er það stórt í menningargeiranum að það verður að hlusta á hans álit þegar það kemur fram,“ segir hann. Ráðherra studdist við ákvæði frá 19. öld Friðrik Jónsson formaður BHM gagnrýnir einnig vinnubrögð ráðherra í þessu máli. „Það hefði verið eðlilegt að auglýsa þessa opinberu stöðu. Í þessu tilfelli fer af stað einhver röð af flutningum. Fyrst er þjóðminjavörður fluttur án auglýsingar úr sinni stöðu í stöðu skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, svo er safnstjóri Listasafns Íslands fluttur í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar og svo er staða safnstjóra Listasafnsins auglýst. Þetta er ekki nýtt að þetta sé gert. Fyrir þessu er heimild í lögum sem á rót í 20. grein stjórnarskrárinnar. Sem er gamalt ákvæði sem á rætur sínar að rekja til, að mér skilst, dönsku stjórnarskrárinnar frá 19. öld. Það er komið tími til að endurskoða það,“ segir Friðrik. Uppfært: Staða skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu var auglýst á sínum tíma. Alls sóttu 23 um, samkvæmt tilkynningu, en tveir drógu umsóknir sínar til baka. Hann segir að slík vinnubrögð séu að verða að reglu „Það er búið að vera undanfarið skipanir á ráðuneytisstjórum án auglýsinga. Ég tel það óheppilegt þegar svona heimildir eru ofnýttar eins og virðist vera núna. Það kemur fram í lögum að það er skylda að auglýsa öll þessi opinberu störf. Svo er heimild fyrir undanþágur og þá þurfa stjórnvöld að greina frá málefnalegum ástæðum fyrir því að slíkar undanþágur séu gerðar,“ segir Friðrik. Fyrrverandi og núverandi starfsmenn hafa gert athugasemdir við störf safnstjórans Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur gefið þær ástæður opinberlega að Harpa Þórsdóttir sé hæf í starfið og hafi verið afar farsæll stjórnandi. Fréttastofa hefur rætt við nokkra fyrrverandi og núverandi starfsmenn Listasafns Íslands í dag sem hafa furðað sig á þessum ummælum, þetta hafi alls ekki verið þeirra upplifun. Í könnun sem Sameyki gerir árlega um starfsánægju í opinberum stofnunum hefur Listasafn Íslands mælst neðarlega síðustu ár. 2019 var safnið í þriðja neðsta sæti af minni stofnunum en í fyrra hafði safnið færst aðeins ofar. Listasafn Íslands hefur mælst neðarlega undanfarin ár í könnun Sameykis um stofnun ársins.Vísir/Kristján Hvorki náðist í menningarmálaráðherra né safnstjóra Listasafns Íslands í dag vegna málsins. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Menning Umboðsmaður Alþingis Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Hvert fagfélagið á fætur öðru hefur gert alvarlegar athugasemdir við skipan menningarmálaráðherra í stöðu þjóðminjavarðar. Sagnfræðifélagið, starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins, Félag þjóðfræðinga og Félag fornleifafræðinga hafa gert athugasemdir. Gylfi Björn Helgason formaður Félags fornleifafræðinga segir traust milli ráðherra og fagfólks rofið með ráðningunni. „Traust til ráðherra hefur beðið stórkostlega hnekki í faginu. Ég held að skynsamlegasta leiðin væri að draga skipanina til baka og auglýsa upp á nýtt. Ferlið var ákaflega ógagnsætt og metnaðarlaust og sýnir í raun algjört virðingarleysi fyrir fagstéttum. Þetta er stærsta embætti í faginu, okkar forsætisráðherra. Embættið var síðast auglýst fyrir 20 árum og þetta metnaðarleysi endurspeglar kannski stöðu þessa málaflokks. Þá sóttu um níu manns um stöðuna ég tel að 25-30 manns hefðu sóst eftir þessu starfi nú hefði það verið auglýst,“ segir Gylfi. Félagið hefur óskað eftir að umboðsmaður Alþingis álykti um málið. „Við gerum okkur fulla grein fyrir að umboðsmaður hefur fjallað um sambærileg mál en ekki var hlustað á hann, En þetta embætti er það stórt í menningargeiranum að það verður að hlusta á hans álit þegar það kemur fram,“ segir hann. Ráðherra studdist við ákvæði frá 19. öld Friðrik Jónsson formaður BHM gagnrýnir einnig vinnubrögð ráðherra í þessu máli. „Það hefði verið eðlilegt að auglýsa þessa opinberu stöðu. Í þessu tilfelli fer af stað einhver röð af flutningum. Fyrst er þjóðminjavörður fluttur án auglýsingar úr sinni stöðu í stöðu skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, svo er safnstjóri Listasafns Íslands fluttur í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar og svo er staða safnstjóra Listasafnsins auglýst. Þetta er ekki nýtt að þetta sé gert. Fyrir þessu er heimild í lögum sem á rót í 20. grein stjórnarskrárinnar. Sem er gamalt ákvæði sem á rætur sínar að rekja til, að mér skilst, dönsku stjórnarskrárinnar frá 19. öld. Það er komið tími til að endurskoða það,“ segir Friðrik. Uppfært: Staða skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu var auglýst á sínum tíma. Alls sóttu 23 um, samkvæmt tilkynningu, en tveir drógu umsóknir sínar til baka. Hann segir að slík vinnubrögð séu að verða að reglu „Það er búið að vera undanfarið skipanir á ráðuneytisstjórum án auglýsinga. Ég tel það óheppilegt þegar svona heimildir eru ofnýttar eins og virðist vera núna. Það kemur fram í lögum að það er skylda að auglýsa öll þessi opinberu störf. Svo er heimild fyrir undanþágur og þá þurfa stjórnvöld að greina frá málefnalegum ástæðum fyrir því að slíkar undanþágur séu gerðar,“ segir Friðrik. Fyrrverandi og núverandi starfsmenn hafa gert athugasemdir við störf safnstjórans Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur gefið þær ástæður opinberlega að Harpa Þórsdóttir sé hæf í starfið og hafi verið afar farsæll stjórnandi. Fréttastofa hefur rætt við nokkra fyrrverandi og núverandi starfsmenn Listasafns Íslands í dag sem hafa furðað sig á þessum ummælum, þetta hafi alls ekki verið þeirra upplifun. Í könnun sem Sameyki gerir árlega um starfsánægju í opinberum stofnunum hefur Listasafn Íslands mælst neðarlega síðustu ár. 2019 var safnið í þriðja neðsta sæti af minni stofnunum en í fyrra hafði safnið færst aðeins ofar. Listasafn Íslands hefur mælst neðarlega undanfarin ár í könnun Sameykis um stofnun ársins.Vísir/Kristján Hvorki náðist í menningarmálaráðherra né safnstjóra Listasafns Íslands í dag vegna málsins. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Menning Umboðsmaður Alþingis Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“