Serbar settu tóninn snemma gegn Hollendingum og voru með tíu stiga forskot að loknum fyrsta leikhluta. Liðið jók lítillega við forskoti fyrir hálfleik, en staðan var 51-38 þegar gengið var til búningsherbergja.
Jafnræði ríkti með liðunum lengst af eftir hálfleikshléið, en Serber sigldu fram úr í fjórða leikhluta og unnu að lokum 24 stiga sigur, 100-76.
Nikola Jokic var stigahæstur Serba með 19 stig, en hann tók einnig sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.
Þá unnu Grikkir nauman fjögurra stiga sigur gegn Króötum, 89-85, þrátt fyrir að hafa mikla yfirburði í fyrri hálfleik.
Gríska liðið fór inn í hálfleikinn með 16 stiga forskot, en króatíska liðið gafst kki upp og minnkaði muninn niður í átta stig áður en komið var að lokaleikhlutanum. Króatar náðu mest að minnka muninn niður í tvö stig þegar lítið var eftir af leiknum, en Grikkir reyndust sterkari á lokametrunum og unnu að lokum fjögurra stiga sigur, 89-85.
Giannis Antatokounmpo átti góðan leik fyrir Grikki í kvöld, en hann skoraði 27 stig, tók 11 fráköst og gaf sex stoðsendingar.
Úrslit kvöldsins
Ísrael 89-87 Finnland
Úkraína 90-61 Bretland
Króatía 85-89 Grikkland
Pólland 99-84 Tékkland
Ítalía 83-62 Eistland
Serbía 100-76 Holland