„Þetta var alveg epískt sjónarspil“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. september 2022 15:25 Það státa eflaust færri af því en vilja að hafa synt um höfin blá með hnúfubökum. Sjósund er vinsælt áhugamál hér á landi og margir sem stinga sér til sunds í sjó sér til yndisauka. Hvalaskoðun er þá sömuleiðis vinsæl, einkum hjá ferðamönnum, og hvalaskoðunarbátar gerðir út víða á landinu. Þó er afar sjaldgæft að þessu tvennu sé blandað saman. Sú var þó raunin í Arnarfirði á Vestfjörðum á laugardag, þegar tveir menn syntu um fjörðinn með stærðarinnar hnúfubökum. „Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður, en þeir eru sérstaklega spakir og næs, þessir blessuðu hnúfubakar,“ segir Gísli Ægir Ágústsson, veitingamaður á Bíldudal, í samtali við Vísi. Hann sigldi með þá Tómas Guðbjartsson lækni og Sigurð Inga Magnússon kandídat í Arnarfirði, þar sem þeir tveir síðarnefndu stungu sér til sunds með „konungum sjávarins“, eins og Tómas orðar það sjálfur í Facebook-færslu um sundsprettinn. Myndband af ævintýrinu má sjá hér að neðan. Í stuttu samtali við Vísi segist Tómas hafa tekið með sér sundskýlu og sundgleraugu, en Sigurð hafi hann platað ofan í á nærbuxunum. Þeir hafi dólað á firðinum í um tvær klukkustundir, en á milli þess sem hvalirnir sýndu sig hafi þeir félagar tekið lagið saman. Þar lék Gísli á gítar og söng, Sigurður spilaði á munnhörpu og Tómas á melódíku. Gísli segir að aðstæður í firðinum á laugardag hafi verið með besta móti. „Sjórinn er heitur, tólf gráður, og algert koppalogn. Hvalirnir voru spakir og við hugsuðum bara, af hverju ekki bara að gera þetta,“ segir Gísli og bætir við að hvalirnir hafi verið hinir allra rólegustu yfir sundmönnunum. Þetta eru engar smáskepnur, voru menn ekkert smeykir við að stinga sér til sunds með þeim? „Menn þurftu nú aðeins að telja í sig kjarkinn. Hvalirnir hafa verið svona tvisvar til þrisvar sinnum stærri en báturinn sem við vorum á. Þetta eru engar litlar skepnur, en af því þeir eru svo gæfir þá gátum við siglt mjög nálægt þeim. Þá var ekkert annað en að láta sig bara vaða út í. Þetta var alveg epískt sjónarspil,“ segir hann. Gísli Ægir sigldi með þá Tómas og Sigurð Inga, sem stungu sér til sunds og tóki lagið á svo gott sem spegilsléttum firðinum. Gísli tók nokkur myndskeið af sundferðinni, en hann er duglegur að sýna frá því sem við er að vera á Bíldudal á samskiptamiðlinum Snapchat, undir nafninu Vegamótaprinsinn, en Gísli rekur verslunina og veitingastaðinn Vegamót á Bíldudal. Upphaflega kom hópurinn auga á tvo hnúfubaka, en fyrr en varði voru þeir orðnir þrír. „Þeim þriðja hefur litist svona ljómandi vel á þetta að hann bættist í hópinn,“ segir Gísli glaður í bragði. Ráin í hvalaskoðun hækkuð verulega Í Facebook-færslu Tómasar kemur fram að siglt hafi verið á þremur bátum út á fjörðinn. Í einum þeirra, hafi verið rannsóknarteymi hans, skipað tíu læknanemum. Þá var hvalaskoðunarbátur á vegum Beffa tours frá Bíldudal einnig í firðinum, og farþegar fylgdust með sundsprettinum. „Hópurinn sem var með Tómasi fór með þeim, og ég tók þrjá með mér á litla bátinn minn. Hann sagði það við mig hann Gummi hjá Beffa tours, að það væri spurning að það væri búið að setja viðmiðið í hvalaskoðun of hátt. Hvort það verði einhvern tímann hægt að leika þetta eftir,“ segir Gísli og hlær við. Ferðalög Hvalir Vesturbyggð Dýr Sjósund Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Sjá meira
„Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður, en þeir eru sérstaklega spakir og næs, þessir blessuðu hnúfubakar,“ segir Gísli Ægir Ágústsson, veitingamaður á Bíldudal, í samtali við Vísi. Hann sigldi með þá Tómas Guðbjartsson lækni og Sigurð Inga Magnússon kandídat í Arnarfirði, þar sem þeir tveir síðarnefndu stungu sér til sunds með „konungum sjávarins“, eins og Tómas orðar það sjálfur í Facebook-færslu um sundsprettinn. Myndband af ævintýrinu má sjá hér að neðan. Í stuttu samtali við Vísi segist Tómas hafa tekið með sér sundskýlu og sundgleraugu, en Sigurð hafi hann platað ofan í á nærbuxunum. Þeir hafi dólað á firðinum í um tvær klukkustundir, en á milli þess sem hvalirnir sýndu sig hafi þeir félagar tekið lagið saman. Þar lék Gísli á gítar og söng, Sigurður spilaði á munnhörpu og Tómas á melódíku. Gísli segir að aðstæður í firðinum á laugardag hafi verið með besta móti. „Sjórinn er heitur, tólf gráður, og algert koppalogn. Hvalirnir voru spakir og við hugsuðum bara, af hverju ekki bara að gera þetta,“ segir Gísli og bætir við að hvalirnir hafi verið hinir allra rólegustu yfir sundmönnunum. Þetta eru engar smáskepnur, voru menn ekkert smeykir við að stinga sér til sunds með þeim? „Menn þurftu nú aðeins að telja í sig kjarkinn. Hvalirnir hafa verið svona tvisvar til þrisvar sinnum stærri en báturinn sem við vorum á. Þetta eru engar litlar skepnur, en af því þeir eru svo gæfir þá gátum við siglt mjög nálægt þeim. Þá var ekkert annað en að láta sig bara vaða út í. Þetta var alveg epískt sjónarspil,“ segir hann. Gísli Ægir sigldi með þá Tómas og Sigurð Inga, sem stungu sér til sunds og tóki lagið á svo gott sem spegilsléttum firðinum. Gísli tók nokkur myndskeið af sundferðinni, en hann er duglegur að sýna frá því sem við er að vera á Bíldudal á samskiptamiðlinum Snapchat, undir nafninu Vegamótaprinsinn, en Gísli rekur verslunina og veitingastaðinn Vegamót á Bíldudal. Upphaflega kom hópurinn auga á tvo hnúfubaka, en fyrr en varði voru þeir orðnir þrír. „Þeim þriðja hefur litist svona ljómandi vel á þetta að hann bættist í hópinn,“ segir Gísli glaður í bragði. Ráin í hvalaskoðun hækkuð verulega Í Facebook-færslu Tómasar kemur fram að siglt hafi verið á þremur bátum út á fjörðinn. Í einum þeirra, hafi verið rannsóknarteymi hans, skipað tíu læknanemum. Þá var hvalaskoðunarbátur á vegum Beffa tours frá Bíldudal einnig í firðinum, og farþegar fylgdust með sundsprettinum. „Hópurinn sem var með Tómasi fór með þeim, og ég tók þrjá með mér á litla bátinn minn. Hann sagði það við mig hann Gummi hjá Beffa tours, að það væri spurning að það væri búið að setja viðmiðið í hvalaskoðun of hátt. Hvort það verði einhvern tímann hægt að leika þetta eftir,“ segir Gísli og hlær við.
Ferðalög Hvalir Vesturbyggð Dýr Sjósund Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Sjá meira