Samfélaginu stafi raunveruleg ógn af peningaþvætti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. september 2022 19:00 Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu og Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri segja peningaþvætti ógn við samfélög á margan máta. Vísir/Egill Þó nokkur mál hafa komið upp undanfarið hjá lögreglunni þar sem grunur er um stórfellt peningaþvætti og sífellt fleiri tilkynningar berast. Varaseðlabankastjóri segir hagkerfinu stafa raunveruleg ógn af slíkum glæpum Tilkynningum um peningaþvætti hér á landi hefur fjölgað mikið síðustu ár samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Til að mynda bárust ríflega tvöþúsund tilkynningar frá tilkynningaskyldum aðilum í fyrra og í hittifyrra sem er tvöfalt meira en árin 2017-2019. Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nú fari yfirleitt fram fjármálarannsókn samhliða sakamálarannsókn. „Það hafa vissulega komið upp mál undanfarið þar sem peningaþvætti hefur verið rannsakað með frumbroti,“ segir hann. Grímur segir algengast að peningaþvætti sé stundað í kringum eiturlyfjasölu og innflutning. „Þetta eru þá aðilar sem hafa ávinning sem þeir þurfa að þvætta og nota kannski löglega starfsemi til að gera það. Það er oft byggingarstarfsemi og veitingastarfsemi sem er notuð í það.,“ segir Grímur. Raunveruleg ógn Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri sagði á ráðstefnu um peningaþvætti í dag gríðarlega mikilvægt að samfélagið og stofnanir séu meðvitaðar um þessa hættu. Stór hneykslismál hafi komið upp erlendis vegna slíkra mála. „Við höfum séð slík brot koma upp í systurstofnunum okkar á Norðurlöndunum þar sem bankar hafa látið misnota sig í þessu skini. Það var einu Eystrasaltslandanna þar sem var útibú frá dönskum banka. Þar hafði innistæðum fjölgað gríðarlega þegar það var rannsakað kom í ljós peningaþvættismál sem átti rætur að rekja til Rússlands. Þetta olli hneyksli og missi á orðstýr viðkomandi fjármálastofnunar. Það er því gríðarlega mikilvægt að þær stofnanir sem taka við fjármagni séu með gætur á og fari að lögum og reglum um þessi mál,“ segir Unnur. Lögreglan Peningaþvætti norrænna banka Íslenskir bankar Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Tilkynningum um peningaþvætti hér á landi hefur fjölgað mikið síðustu ár samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Til að mynda bárust ríflega tvöþúsund tilkynningar frá tilkynningaskyldum aðilum í fyrra og í hittifyrra sem er tvöfalt meira en árin 2017-2019. Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nú fari yfirleitt fram fjármálarannsókn samhliða sakamálarannsókn. „Það hafa vissulega komið upp mál undanfarið þar sem peningaþvætti hefur verið rannsakað með frumbroti,“ segir hann. Grímur segir algengast að peningaþvætti sé stundað í kringum eiturlyfjasölu og innflutning. „Þetta eru þá aðilar sem hafa ávinning sem þeir þurfa að þvætta og nota kannski löglega starfsemi til að gera það. Það er oft byggingarstarfsemi og veitingastarfsemi sem er notuð í það.,“ segir Grímur. Raunveruleg ógn Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri sagði á ráðstefnu um peningaþvætti í dag gríðarlega mikilvægt að samfélagið og stofnanir séu meðvitaðar um þessa hættu. Stór hneykslismál hafi komið upp erlendis vegna slíkra mála. „Við höfum séð slík brot koma upp í systurstofnunum okkar á Norðurlöndunum þar sem bankar hafa látið misnota sig í þessu skini. Það var einu Eystrasaltslandanna þar sem var útibú frá dönskum banka. Þar hafði innistæðum fjölgað gríðarlega þegar það var rannsakað kom í ljós peningaþvættismál sem átti rætur að rekja til Rússlands. Þetta olli hneyksli og missi á orðstýr viðkomandi fjármálastofnunar. Það er því gríðarlega mikilvægt að þær stofnanir sem taka við fjármagni séu með gætur á og fari að lögum og reglum um þessi mál,“ segir Unnur.
Lögreglan Peningaþvætti norrænna banka Íslenskir bankar Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira