Þörf á stöðugum aðgerðum í heilbrigðisþjónustu Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2022 12:09 Starfsfólk bráðamóttöku Landsspítalans hefur ítrekað kvartað undan mikilu álagi og aðstöðuleysi. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir stjórnvöld hafa brugðist við vanda Landsspítalans með ýmsum hætti. Eðilega þyngist róðurinn á spítalanum með mikilli fjölgun ferðamanna og gangsetningu samfélagsins að loknum faraldrinum. Fjórtán hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landsspítalans sögðu nýlega upp störfum vegna mikils álags. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af álagi í heilbrigðisþjónustunni alla daga. Ríkisstjórnin hafi brugðist við stöðunni með skipan viðbragðsteymis í upphafi sumars. Það hafi farið í aðgerðir með heilbrigðisstofnunum og þeim sem best til þekktu sem ásamt þrautseigju starfsfólks hafi bætt stöðuna. „Þær alla vega skiluðu því að við fórum í gegnum sumarið. En auðvitað er róðurinn þungur þegar við fáum jafn mikið af ferðamönnum sem bætast við álagið og svo er öll þjóðin komin á fleygiferð,“ segir Willum. Það væri hins vegar ástæða til að huga vel að mönnuninni þar sem breytingar í samfélaginu hafi aukið eftirspurnina eftir heilbrigðisþjónustu gífurlega. Willum Þór Þórsson segir stjórnvöld hafa gripið til fjölþættra aðgerða til að bregðast við álaginu á bráðadeildinni. Hins vegar væri þörf á fjölþættum aðgerðum til viðbótar.Stöð 2/Egill Álagið á takmarkaðan mannauð hafi því aukist mikið. Nú væri unnið að því að taka saman betri upplýsingar um mönnunina í ráðuneytinu en auðvitað tæki tíma að mennta fólk til starfa í heilbrigðisþjónustunni. Brugðist hafi verið við kröfum um betri aðstæður og laun starfsfólks á bráðamóttökunni. „Meðal annarra aðgerða fór Landsspítalinn í viðbótargreiðslur inn á bráðamóttökuna í sumar. Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt vegna þess að við erum með fleiri stofnanir sem þurfa að taka höndum saman. Það er mikið álag á bráðamóttöku víða. Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Suðurnesja og út um allt land,“ segir heilbrigðisráðherra. Landsspítalinn hafi tekið saman útskýringar á flestum uppsagnanna. Fólk væri að flytja sig til. Fara í önnur störf innan heilbrigðisþjónustunnar eða flytja milli landa. Þótt hann þekkti ekki til einstakra uppsagna mætti reikna með að fólk færði sig frekar til þegar álagið væri mikið og fólk orðið þreytt. Þessu yrði að mæta með fjölþættum aðgerðum. Það hafi meðal annars verið gert með opnun bráðadagdeildar innan spítalans sem hafi létt álagið. „Það var tekið yfirflæði inn á deildir. Við höfum farið í að flýta fyrir opnun rýma. Við erum að opna endurhæfinarrými í samvinnu við Eir. Það er verið að opna endurhæfingarrými núna á Sólvangi í Hafnarfirði. Það er mjög stutt í að við opnum Móberg í Árborg, fjörutíu rými. Þetta mun allt hjálpa til," segir heilbrigðisráðherra. Þá væri verið að skoða alla bráðaþjónustu í landinu. Þú óttast ekki að það myndist hreint og klárt neyðarástand á bráðamóttökunni? „Það er auðvitað búið að vera neyðarástand allt of lengi. Það er vont að vera alltaf í einhverju neyðarviðbragði. Það er alveg rétt. Við þurfum að koma þessu í skikkanlegt horf,“ segir Willum Þór Þórsson. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er“ Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt það er að fjórtán hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku Landspítala. Þetta segja tveir hjúkrunarfræðinganna. Uppsögn var að þeirra sögn síðasta úrræðið. 2. september 2022 19:33 Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Fjórtán hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landsspítalans sögðu nýlega upp störfum vegna mikils álags. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af álagi í heilbrigðisþjónustunni alla daga. Ríkisstjórnin hafi brugðist við stöðunni með skipan viðbragðsteymis í upphafi sumars. Það hafi farið í aðgerðir með heilbrigðisstofnunum og þeim sem best til þekktu sem ásamt þrautseigju starfsfólks hafi bætt stöðuna. „Þær alla vega skiluðu því að við fórum í gegnum sumarið. En auðvitað er róðurinn þungur þegar við fáum jafn mikið af ferðamönnum sem bætast við álagið og svo er öll þjóðin komin á fleygiferð,“ segir Willum. Það væri hins vegar ástæða til að huga vel að mönnuninni þar sem breytingar í samfélaginu hafi aukið eftirspurnina eftir heilbrigðisþjónustu gífurlega. Willum Þór Þórsson segir stjórnvöld hafa gripið til fjölþættra aðgerða til að bregðast við álaginu á bráðadeildinni. Hins vegar væri þörf á fjölþættum aðgerðum til viðbótar.Stöð 2/Egill Álagið á takmarkaðan mannauð hafi því aukist mikið. Nú væri unnið að því að taka saman betri upplýsingar um mönnunina í ráðuneytinu en auðvitað tæki tíma að mennta fólk til starfa í heilbrigðisþjónustunni. Brugðist hafi verið við kröfum um betri aðstæður og laun starfsfólks á bráðamóttökunni. „Meðal annarra aðgerða fór Landsspítalinn í viðbótargreiðslur inn á bráðamóttökuna í sumar. Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt vegna þess að við erum með fleiri stofnanir sem þurfa að taka höndum saman. Það er mikið álag á bráðamóttöku víða. Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Suðurnesja og út um allt land,“ segir heilbrigðisráðherra. Landsspítalinn hafi tekið saman útskýringar á flestum uppsagnanna. Fólk væri að flytja sig til. Fara í önnur störf innan heilbrigðisþjónustunnar eða flytja milli landa. Þótt hann þekkti ekki til einstakra uppsagna mætti reikna með að fólk færði sig frekar til þegar álagið væri mikið og fólk orðið þreytt. Þessu yrði að mæta með fjölþættum aðgerðum. Það hafi meðal annars verið gert með opnun bráðadagdeildar innan spítalans sem hafi létt álagið. „Það var tekið yfirflæði inn á deildir. Við höfum farið í að flýta fyrir opnun rýma. Við erum að opna endurhæfinarrými í samvinnu við Eir. Það er verið að opna endurhæfingarrými núna á Sólvangi í Hafnarfirði. Það er mjög stutt í að við opnum Móberg í Árborg, fjörutíu rými. Þetta mun allt hjálpa til," segir heilbrigðisráðherra. Þá væri verið að skoða alla bráðaþjónustu í landinu. Þú óttast ekki að það myndist hreint og klárt neyðarástand á bráðamóttökunni? „Það er auðvitað búið að vera neyðarástand allt of lengi. Það er vont að vera alltaf í einhverju neyðarviðbragði. Það er alveg rétt. Við þurfum að koma þessu í skikkanlegt horf,“ segir Willum Þór Þórsson.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er“ Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt það er að fjórtán hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku Landspítala. Þetta segja tveir hjúkrunarfræðinganna. Uppsögn var að þeirra sögn síðasta úrræðið. 2. september 2022 19:33 Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
„Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er“ Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt það er að fjórtán hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku Landspítala. Þetta segja tveir hjúkrunarfræðinganna. Uppsögn var að þeirra sögn síðasta úrræðið. 2. september 2022 19:33
Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“