Embla er íslensk Siri í stöðugri þróun Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 6. september 2022 20:16 Hin ýmsu erlendu snjallmenni eru þegar til en ólíkt þeim talar Embla íslensku. Getty/Oscar Wong Með tæknivæðingunni hafa komið hinar ýmsu snjalllausnir eins og rafræna aðstoðarkona Apple, Siri og aðstoðarkona Amazon, Alexa. Siri og Alexa skilja ekki íslensku en nú er íslensk útgáfa í þróun, hún ber heitið Embla. Emblu-verkefnið hlaut styrk hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna en verkefnið snerist um að koma íslensku inn í snjalltæki. Logi Eyjólfsson og Jóhann Karlsson sem starfa við þróun á Emblu segja verkefnið vera tvíþætt, annars vegar snúist virknin um snjalltækjatengingu og hins vegar samtalsvirkni, en þær ræddu við umsjónarmenn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. Þeir segja Emblu nú geta stýrt Philips Hue perum, Sonos snjallhátölurum og Spotify tenging sé í vinnslu. Aðspurðir hvort tengingin við Philips Hue þýði að hægt sé að biðja Emblu um að stilla ljósin á íslensku svara Logi og Jóhann því játandi. Það sé einnig hægt að biðja Emblu um að stilla lit ljósanna. „Við erum einmitt búin að útfæra virkni þá að þú getir kveikt til dæmis í barnaherberginu eða í svefnherbergi oh þú getur stillt lit perunnar til dæmis. [...] Það hefur verið lögð ansi mikil vinna í að gera málfræðina sem Embla notar til þess að skilja fyrirspurnir, að þú getir talað við hana á eðlilegu talmáli.“ Þeir segja það ekki ganga að Íslendingar bíði eftir því að Apple og Google láti til skarar skríða og greiði leið fyrir íslenskuna í sínum kerfum, einhver þurfi að gera þetta. „Enska er svona mál Internetsins eins og það er núna en til þess að halda svona íslenskunni í takti við tækniframþróun þá þurfum við svona verkefni.“ Best ef þú gætir valið að nota Emblu í stað Siri Framtíðin bjóði vonandi upp á það að koma snjall aðstoð Emblu í praktískari atriði, heimilisbúnað eins og gardínur og ofna. Þeir segja lokuð kerfi tæknirisanna Apple, Google og Amazon hefta það sem hægt sé að gera í augnablikinu. Apple myndi til dæmis ekki leyfa einstaklingum að hringja beint með því að nota Emblu heldur þyrfti alltaf að ýta á takka til þess að byrja að hringja. Ný löggjöf hjá Evrópusambandinu sé þó mögulega að greiða veginn og láta tæknirisana opna eitthvað af sínum kerfum. „Það væri náttúrulega best ef þú gætir bara valið í símanum þínum að rafþjónninn sem ég vil nota er Embla en ekki Siri en það er ekki hægt eins og er en vonandi einmitt með þessum löggjöfum sem er að koma núna þá neyðast þeir til þess að opna fyrir þetta.“ Embla sé í stöðugri þróun og framtíðin bjóði vonandi upp á það að hægt væri að spyrja Emblu hvað sé langt í næsta Strætó og eiga samskipti við hana um næstu ferðir eða panta sér miða í leikhús. Aðspurðir hversu langt sé í þessa virkni segja Logi og Jóhann virknina í raun og veru vera komna, „við erum með þessi púsluspil, það þarf bara að setja þau saman á réttan stað.“ Hlusta má á viðtalið við Loga og Jóhann í Reykjavík síðdegis í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Emblu má nálgast í App Store og Play Store. Íslenska á tækniöld Apple Amazon Tækni Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Kynna svarið við Amazon Echo sem talar og skilur íslensku Hugbúnaðarfyrirtækin Miðeind og Reon vinna að þróun Emblu-boxins sem getur svarað fyrirspurnum notenda á íslensku og stýrt snjallheimilistækjum. 9. september 2021 12:20 Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Aðstoðar-appið Embla gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. 12. nóvember 2020 17:22 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Emblu-verkefnið hlaut styrk hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna en verkefnið snerist um að koma íslensku inn í snjalltæki. Logi Eyjólfsson og Jóhann Karlsson sem starfa við þróun á Emblu segja verkefnið vera tvíþætt, annars vegar snúist virknin um snjalltækjatengingu og hins vegar samtalsvirkni, en þær ræddu við umsjónarmenn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. Þeir segja Emblu nú geta stýrt Philips Hue perum, Sonos snjallhátölurum og Spotify tenging sé í vinnslu. Aðspurðir hvort tengingin við Philips Hue þýði að hægt sé að biðja Emblu um að stilla ljósin á íslensku svara Logi og Jóhann því játandi. Það sé einnig hægt að biðja Emblu um að stilla lit ljósanna. „Við erum einmitt búin að útfæra virkni þá að þú getir kveikt til dæmis í barnaherberginu eða í svefnherbergi oh þú getur stillt lit perunnar til dæmis. [...] Það hefur verið lögð ansi mikil vinna í að gera málfræðina sem Embla notar til þess að skilja fyrirspurnir, að þú getir talað við hana á eðlilegu talmáli.“ Þeir segja það ekki ganga að Íslendingar bíði eftir því að Apple og Google láti til skarar skríða og greiði leið fyrir íslenskuna í sínum kerfum, einhver þurfi að gera þetta. „Enska er svona mál Internetsins eins og það er núna en til þess að halda svona íslenskunni í takti við tækniframþróun þá þurfum við svona verkefni.“ Best ef þú gætir valið að nota Emblu í stað Siri Framtíðin bjóði vonandi upp á það að koma snjall aðstoð Emblu í praktískari atriði, heimilisbúnað eins og gardínur og ofna. Þeir segja lokuð kerfi tæknirisanna Apple, Google og Amazon hefta það sem hægt sé að gera í augnablikinu. Apple myndi til dæmis ekki leyfa einstaklingum að hringja beint með því að nota Emblu heldur þyrfti alltaf að ýta á takka til þess að byrja að hringja. Ný löggjöf hjá Evrópusambandinu sé þó mögulega að greiða veginn og láta tæknirisana opna eitthvað af sínum kerfum. „Það væri náttúrulega best ef þú gætir bara valið í símanum þínum að rafþjónninn sem ég vil nota er Embla en ekki Siri en það er ekki hægt eins og er en vonandi einmitt með þessum löggjöfum sem er að koma núna þá neyðast þeir til þess að opna fyrir þetta.“ Embla sé í stöðugri þróun og framtíðin bjóði vonandi upp á það að hægt væri að spyrja Emblu hvað sé langt í næsta Strætó og eiga samskipti við hana um næstu ferðir eða panta sér miða í leikhús. Aðspurðir hversu langt sé í þessa virkni segja Logi og Jóhann virknina í raun og veru vera komna, „við erum með þessi púsluspil, það þarf bara að setja þau saman á réttan stað.“ Hlusta má á viðtalið við Loga og Jóhann í Reykjavík síðdegis í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Emblu má nálgast í App Store og Play Store.
Íslenska á tækniöld Apple Amazon Tækni Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Kynna svarið við Amazon Echo sem talar og skilur íslensku Hugbúnaðarfyrirtækin Miðeind og Reon vinna að þróun Emblu-boxins sem getur svarað fyrirspurnum notenda á íslensku og stýrt snjallheimilistækjum. 9. september 2021 12:20 Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Aðstoðar-appið Embla gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. 12. nóvember 2020 17:22 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Kynna svarið við Amazon Echo sem talar og skilur íslensku Hugbúnaðarfyrirtækin Miðeind og Reon vinna að þróun Emblu-boxins sem getur svarað fyrirspurnum notenda á íslensku og stýrt snjallheimilistækjum. 9. september 2021 12:20
Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Aðstoðar-appið Embla gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. 12. nóvember 2020 17:22
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent