Borgarstjórn á beinni braut Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 7. september 2022 08:00 „Hver er sérstaða þín flokks?” er ég stundum spurð. “Hver er munurinn á Viðreisn og Sjálfstæðisflokki eða Samfylkingu?” eru spurningar sem fylgja gjarnan á eftir. Það vefst ekki fyrir mér að svara þessu, enda er Viðreisn með sitt eigið hryggjarstykki, sína eigin sérstöðu sem við erum stolt af. Viðreisn er nútímalegur frjálslyndur Evrópuflokkur sem vinnur alltaf að almannahagsmunum og trúir því að jafnrétti og loftslagsmál séu lykilbreytur í öllu sem við gerum, hvort sem er á þingi eða í sveitarstjórnum. Styrkurinn felst í breiddinni Í nútíðinni leynist samvinna margra flokka. Samstarf og málamiðlanir er það sem koma skal. Fjórflokkurinn er liðinn undir lok og nýir flokkar hafa bæst við flóruna. Með þessari þróun í pólitíkinni munum við venjast samstarfi fleiri flokka en áður sem sameinast um sameiginlega sýn og markmið. Þetta kallar á að vinnu við að finna það sem flokkarnir eiga sameiginlegt. En þessi veruleiki kallar líka á það að í samstarfi margra flokka þurfa allir verða að fá sitt svið fyrir það sem aðgreinir þá. Í gær fórum við í borgarstjórn yfir nýjan samstarfssáttmála ólíkra flokka sem mynda meirihlutann í borginni. Samstarfssáttmálinn er einmitt gott dæmi um mikilvægi samvinnu. Í upphafi nýs kjörtímabils sammældumst við um gott samkomulag sem byggir á afar skýrri sameiginlegri sýn á framtíð og þróun borgarinnar. Það þýðir ekki að við séum öll eins og sammála um allt, það er af og frá. Við erum ólíkir flokkar og það er okkar styrkur. Við ræðum opinskátt saman um þau málefni sem aðgreina okkur og komumst að sameiginlegri niðurstöðu. Við erum, hvert og eitt, dugleg að ýta á þau málefni sem við brennum fyrir og minna á sjónarmið ef við teljum að eitthvað hafi gleymst. Ætlum að vera óþreytandi Í samstarfsáttmálanum settum við fram ítarlegan verkefnalista þar sem dregin eru fram 18 verkefni sem hefja á strax og sáttmála um stór sem lítil verkefni sem við munum vinna að á næstu fjórum árum. Við í Viðreisn höfum í meirhluta verið óþreytandi að benda á mikilvægi fjölbreytts reksturs og atvinnulífsins, ýta á eftir því að bilið verði brúað milli fæðingarorlofs og leikskóla, leitað verði leiða til að bæta þjónustu borgarinnar með stafrænum skrefum, bæta skipulag hennar og ferla. Og að fjármálin séu tekin föstum tökum. Aðrir flokkar hafa haft sínar áherslur. En verk þessa meirihluta væru ekki þau sömu ef bara einn flokkur væri við völd, sem hefði ekki ólíka aðila að semja við sig til niðurstöðu. Ný og betri borgarstjórn Umræðan í borgarstjórn í gær var afar góð, uppbyggileg og skemmtileg. Allir flokkar ræddu sín mál, kynntu sín rök og pólitíska sýn. Upptakturinn var sérdeilis góður og málefnalegur og fagna ég því sérstaklega. Borgarstjórn sýndi pólitíska breidd sína og styrk, þvert á flokka sem er afar jákvætt fyrir alla borgarbúa. Framtíðin leynist í samvinnu marga flokka, og við sem leiðum þá vinnu búum yfir yfirsýn sem þarf til að sú samvinna beri árangur. Með þekkingu og reynslu í farteskinu langar mig að byggja frjálst og réttlátt borgarsamfélag og ég hlakka til þess að gera það með allri borgarstjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og forseti borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Borgarstjórn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
„Hver er sérstaða þín flokks?” er ég stundum spurð. “Hver er munurinn á Viðreisn og Sjálfstæðisflokki eða Samfylkingu?” eru spurningar sem fylgja gjarnan á eftir. Það vefst ekki fyrir mér að svara þessu, enda er Viðreisn með sitt eigið hryggjarstykki, sína eigin sérstöðu sem við erum stolt af. Viðreisn er nútímalegur frjálslyndur Evrópuflokkur sem vinnur alltaf að almannahagsmunum og trúir því að jafnrétti og loftslagsmál séu lykilbreytur í öllu sem við gerum, hvort sem er á þingi eða í sveitarstjórnum. Styrkurinn felst í breiddinni Í nútíðinni leynist samvinna margra flokka. Samstarf og málamiðlanir er það sem koma skal. Fjórflokkurinn er liðinn undir lok og nýir flokkar hafa bæst við flóruna. Með þessari þróun í pólitíkinni munum við venjast samstarfi fleiri flokka en áður sem sameinast um sameiginlega sýn og markmið. Þetta kallar á að vinnu við að finna það sem flokkarnir eiga sameiginlegt. En þessi veruleiki kallar líka á það að í samstarfi margra flokka þurfa allir verða að fá sitt svið fyrir það sem aðgreinir þá. Í gær fórum við í borgarstjórn yfir nýjan samstarfssáttmála ólíkra flokka sem mynda meirihlutann í borginni. Samstarfssáttmálinn er einmitt gott dæmi um mikilvægi samvinnu. Í upphafi nýs kjörtímabils sammældumst við um gott samkomulag sem byggir á afar skýrri sameiginlegri sýn á framtíð og þróun borgarinnar. Það þýðir ekki að við séum öll eins og sammála um allt, það er af og frá. Við erum ólíkir flokkar og það er okkar styrkur. Við ræðum opinskátt saman um þau málefni sem aðgreina okkur og komumst að sameiginlegri niðurstöðu. Við erum, hvert og eitt, dugleg að ýta á þau málefni sem við brennum fyrir og minna á sjónarmið ef við teljum að eitthvað hafi gleymst. Ætlum að vera óþreytandi Í samstarfsáttmálanum settum við fram ítarlegan verkefnalista þar sem dregin eru fram 18 verkefni sem hefja á strax og sáttmála um stór sem lítil verkefni sem við munum vinna að á næstu fjórum árum. Við í Viðreisn höfum í meirhluta verið óþreytandi að benda á mikilvægi fjölbreytts reksturs og atvinnulífsins, ýta á eftir því að bilið verði brúað milli fæðingarorlofs og leikskóla, leitað verði leiða til að bæta þjónustu borgarinnar með stafrænum skrefum, bæta skipulag hennar og ferla. Og að fjármálin séu tekin föstum tökum. Aðrir flokkar hafa haft sínar áherslur. En verk þessa meirihluta væru ekki þau sömu ef bara einn flokkur væri við völd, sem hefði ekki ólíka aðila að semja við sig til niðurstöðu. Ný og betri borgarstjórn Umræðan í borgarstjórn í gær var afar góð, uppbyggileg og skemmtileg. Allir flokkar ræddu sín mál, kynntu sín rök og pólitíska sýn. Upptakturinn var sérdeilis góður og málefnalegur og fagna ég því sérstaklega. Borgarstjórn sýndi pólitíska breidd sína og styrk, þvert á flokka sem er afar jákvætt fyrir alla borgarbúa. Framtíðin leynist í samvinnu marga flokka, og við sem leiðum þá vinnu búum yfir yfirsýn sem þarf til að sú samvinna beri árangur. Með þekkingu og reynslu í farteskinu langar mig að byggja frjálst og réttlátt borgarsamfélag og ég hlakka til þess að gera það með allri borgarstjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og forseti borgarstjórnar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun