Er íslenska óvinsæl? Ármann Jakobsson skrifar 7. september 2022 09:00 Seinustu áratugi hafa rannsóknir sýnt að íslenska sé orðin óvinsæl námsgrein á flestum skólastigum og í kjölfarið er spurt hvort óvinsældirnar nái til tungumálsins sjálfs. Ef til vill er það ansi stórt stökk í rökfærslunni í ljósi þess að íslenska er grundvallarþáttur í lífi allra íslenskra málhafa, svo ríkur þáttur að allt eins mætti spyrja hvort hendur okkar eða fætur séu óvinsælar. Íslenska er annað og meira en námsgrein heldur aðferð okkar við að hugsa, tjá okkur og eigin samskipti. Einmitt þess vegna er flestu öðru mikilvægara fyrir íslenska málhafa að hún lifi af því að án hennar verðum við eins og marsbúar á jörðinni. Um námsgreinina íslensku gegnir auðvitað öðru máli en erfitt er samt að ræða hana eins og hverja aðra námsgrein því að hún hefur algjör sérstöðu sem sú eina sem er ætluð öllum jafnt frá upphafi náms til stúdentsprófs, eftir að nemendur hafi kosið með fótunum og yfirgefið aðrar námsgreinar, t.d. stærðfræði sem íslenski stúdentahópurinn hefur afar mismikla menntun í. Sem grein sem enginn hefur beinlínis valið er íslenska í skólakerfinu í nokkurri hættu á að enginn tengi sig sérstaklega við hana. Eins þurfa íslenskukennarar að glíma við allan hópinn, einir kennara. Gæti skólakerfið staðið sig betur? Þessarar spurningar þurfum við öll sem kennum íslensku vitaskuld að velta reglulega fyrir okkur. Samkvæmt minni reynslu stendur skólakerfið sig býsna vel í að efla þekkingu nemenda en stundum mætti áherslan sennilega vera meiri á að vekja áhuga. Við kennarar þurfum að hafa í huga að fólk lærir fyrst og fremst sjálft og því er áhuginn sem við kveikjum ekki ómikilvægari en sú þekking sem við komum til skila. Starfið felst ekki síður í því að fá fólk til að langa til að lesa Halldór Laxness en að sjá til þess að það lesi hann. Í opinberri umræðu er ansi oft hrapað að ályktunum eins og að námsefnið sé erfitt og leiðinlegt og nemendur hafi ekki áhuga. En þá er gott að hugsa til Soffíu frænku sem sagði við ræningjana sem sögðust ekki kunna það sem hún bað þá um að gera „Þá áttu að læra það“. Soffía gafst ekki upp fyrir vinnufælnum ræningjunum. Eins getum við íslenskukennarar sagt við okkur sjálf: „Þá er það okkar hlutverk að gera íslensku skemmtilega“. Höfundur er formaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ármann Jakobsson Íslensk tunga Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Seinustu áratugi hafa rannsóknir sýnt að íslenska sé orðin óvinsæl námsgrein á flestum skólastigum og í kjölfarið er spurt hvort óvinsældirnar nái til tungumálsins sjálfs. Ef til vill er það ansi stórt stökk í rökfærslunni í ljósi þess að íslenska er grundvallarþáttur í lífi allra íslenskra málhafa, svo ríkur þáttur að allt eins mætti spyrja hvort hendur okkar eða fætur séu óvinsælar. Íslenska er annað og meira en námsgrein heldur aðferð okkar við að hugsa, tjá okkur og eigin samskipti. Einmitt þess vegna er flestu öðru mikilvægara fyrir íslenska málhafa að hún lifi af því að án hennar verðum við eins og marsbúar á jörðinni. Um námsgreinina íslensku gegnir auðvitað öðru máli en erfitt er samt að ræða hana eins og hverja aðra námsgrein því að hún hefur algjör sérstöðu sem sú eina sem er ætluð öllum jafnt frá upphafi náms til stúdentsprófs, eftir að nemendur hafi kosið með fótunum og yfirgefið aðrar námsgreinar, t.d. stærðfræði sem íslenski stúdentahópurinn hefur afar mismikla menntun í. Sem grein sem enginn hefur beinlínis valið er íslenska í skólakerfinu í nokkurri hættu á að enginn tengi sig sérstaklega við hana. Eins þurfa íslenskukennarar að glíma við allan hópinn, einir kennara. Gæti skólakerfið staðið sig betur? Þessarar spurningar þurfum við öll sem kennum íslensku vitaskuld að velta reglulega fyrir okkur. Samkvæmt minni reynslu stendur skólakerfið sig býsna vel í að efla þekkingu nemenda en stundum mætti áherslan sennilega vera meiri á að vekja áhuga. Við kennarar þurfum að hafa í huga að fólk lærir fyrst og fremst sjálft og því er áhuginn sem við kveikjum ekki ómikilvægari en sú þekking sem við komum til skila. Starfið felst ekki síður í því að fá fólk til að langa til að lesa Halldór Laxness en að sjá til þess að það lesi hann. Í opinberri umræðu er ansi oft hrapað að ályktunum eins og að námsefnið sé erfitt og leiðinlegt og nemendur hafi ekki áhuga. En þá er gott að hugsa til Soffíu frænku sem sagði við ræningjana sem sögðust ekki kunna það sem hún bað þá um að gera „Þá áttu að læra það“. Soffía gafst ekki upp fyrir vinnufælnum ræningjunum. Eins getum við íslenskukennarar sagt við okkur sjálf: „Þá er það okkar hlutverk að gera íslensku skemmtilega“. Höfundur er formaður Íslenskrar málnefndar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun