Ráðherra hamingjunnar fyrsta konan frá Afríku til að komast í undanúrslit á Opna bandaríska Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2022 08:31 Ons Jabeur frá Túnis er komin í undanúrslit á Opna bandaríska. Cynthia Lum/Getty Images Ons Jabeur er komin í undanúrslit Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Hún er fyrsta konan frá Afríku til að ná þeim merka áfanga. Hún lagði Ajla Tomljanović í átta manna en sú hafði slegið Serenu Williams út fyrr á mótinu í því sem var líklega síðasti leikur Serenu á ferlinum. Hin 28 ára gamla Jabeur hefur átt góðu gengi að fagna í ár og fór meðal annars upp í 2. sæti heimslistans fyrr á þessu ári. Hún endaði í öðru sæti á Wimbledon í sumar og ætlar sér eflaust að gera enn betur nú er hún sér fram á að komast í annan úrslitaleik á skömmum tíma. Jabeur hefur hlotið viðurnefnið „Ráðherra hamingjunnar“ í Túnis, heimalandi sínu. Ástæðan er hversu glaðlynd hún er á meðan keppni stendur. Það var þó annað upp á teningnum gegn Tomljanović. They're back and fourth early in Ashe!Ons Jabeur is looking to close out the first set. pic.twitter.com/WkiYUn3DVU— US Open Tennis (@usopen) September 6, 2022 „Ég held ég verði rekinn sem ráðherra hamingjunnar,“ sagði Jabeur með bros á vör eftir leik en hún lét tilfinningarnar bera sig ofurliði á meðan leik stóð. „Það er erfitt að fela pirringinn og ég biðst afsökunar á hegðun minni. Ég vildi halda ró minni en spaðinn var alltaf að renna mér úr greipum,“ bætti hún við en tvívegis grýtti Jabeur spaða sínum í jörðina. Það kom þó ekki að sök og á endanum lagði hún Tomljanović í tveimur settum. .@Ons_Jabeur earns her semifinal spot in straight sets!#USOpen pic.twitter.com/Z3rPMrHZFw— US Open Tennis (@usopen) September 6, 2022 „Ég veit að ég hef það sem til þarf til að vinna meistaramót. Ég hef lagt hart að mér (síðan á Wimbledon) og hér er ég nú, komin í undanúrslitin,“ sagði hún að endingu. Þar mun Jabeur mæta Caroline Garcia frá Frakklandi. Sú sló út ungstirnið Coco Gauff út í átta manna úrslitum en hin 18 ára gamla Gauff stefndi á að verða yngsta bandaríska konan til að komast í úrslit á mótinu síðan Serena gerði það aðeins 17 ára gömul árið 1999. pic.twitter.com/MTbU3wjuoT— US Open Tennis (@usopen) September 7, 2022 Garcia hefur spilað frábærlega í New York og ekki enn tapað setti. Það er því ljóst að eitthvað þarf undan að láta er hún og ráðherra hamingjunnar mætast í baráttunni um sæti í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Tennis Túnis Tengdar fréttir „Þetta er sturluð tilfinning“ Tenniskonan Coco Gauff komst í nótt í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrsta sinn. Hún hafði betur gegn Zhang Shuai frá Kína. 5. september 2022 15:31 Serena eftir að falla úr leik á Opna bandaríska: „Ég held ekki en maður veit aldrei“ Tennisdrottningin Serena Williams féll úr leik í þriðju umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Talið er að þetta hafi verið síðasti leikur hinnar fertugu á ferlinum. 3. september 2022 12:01 Serena áfram á Opna bandaríska: „Maður veit aldrei hvað gerist“ Tennisdrottningin Serena Williams hefur gefið út að hún gæti lagt spaðann á hilluna að loknu Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hin fertuga Serena vann sigur í fyrstu umferð en gaf lítið fyrir spurningar blaðamanna um hvað framtíðin bæri í skauti sér. 30. ágúst 2022 11:00 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira
Hin 28 ára gamla Jabeur hefur átt góðu gengi að fagna í ár og fór meðal annars upp í 2. sæti heimslistans fyrr á þessu ári. Hún endaði í öðru sæti á Wimbledon í sumar og ætlar sér eflaust að gera enn betur nú er hún sér fram á að komast í annan úrslitaleik á skömmum tíma. Jabeur hefur hlotið viðurnefnið „Ráðherra hamingjunnar“ í Túnis, heimalandi sínu. Ástæðan er hversu glaðlynd hún er á meðan keppni stendur. Það var þó annað upp á teningnum gegn Tomljanović. They're back and fourth early in Ashe!Ons Jabeur is looking to close out the first set. pic.twitter.com/WkiYUn3DVU— US Open Tennis (@usopen) September 6, 2022 „Ég held ég verði rekinn sem ráðherra hamingjunnar,“ sagði Jabeur með bros á vör eftir leik en hún lét tilfinningarnar bera sig ofurliði á meðan leik stóð. „Það er erfitt að fela pirringinn og ég biðst afsökunar á hegðun minni. Ég vildi halda ró minni en spaðinn var alltaf að renna mér úr greipum,“ bætti hún við en tvívegis grýtti Jabeur spaða sínum í jörðina. Það kom þó ekki að sök og á endanum lagði hún Tomljanović í tveimur settum. .@Ons_Jabeur earns her semifinal spot in straight sets!#USOpen pic.twitter.com/Z3rPMrHZFw— US Open Tennis (@usopen) September 6, 2022 „Ég veit að ég hef það sem til þarf til að vinna meistaramót. Ég hef lagt hart að mér (síðan á Wimbledon) og hér er ég nú, komin í undanúrslitin,“ sagði hún að endingu. Þar mun Jabeur mæta Caroline Garcia frá Frakklandi. Sú sló út ungstirnið Coco Gauff út í átta manna úrslitum en hin 18 ára gamla Gauff stefndi á að verða yngsta bandaríska konan til að komast í úrslit á mótinu síðan Serena gerði það aðeins 17 ára gömul árið 1999. pic.twitter.com/MTbU3wjuoT— US Open Tennis (@usopen) September 7, 2022 Garcia hefur spilað frábærlega í New York og ekki enn tapað setti. Það er því ljóst að eitthvað þarf undan að láta er hún og ráðherra hamingjunnar mætast í baráttunni um sæti í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í tennis.
Tennis Túnis Tengdar fréttir „Þetta er sturluð tilfinning“ Tenniskonan Coco Gauff komst í nótt í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrsta sinn. Hún hafði betur gegn Zhang Shuai frá Kína. 5. september 2022 15:31 Serena eftir að falla úr leik á Opna bandaríska: „Ég held ekki en maður veit aldrei“ Tennisdrottningin Serena Williams féll úr leik í þriðju umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Talið er að þetta hafi verið síðasti leikur hinnar fertugu á ferlinum. 3. september 2022 12:01 Serena áfram á Opna bandaríska: „Maður veit aldrei hvað gerist“ Tennisdrottningin Serena Williams hefur gefið út að hún gæti lagt spaðann á hilluna að loknu Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hin fertuga Serena vann sigur í fyrstu umferð en gaf lítið fyrir spurningar blaðamanna um hvað framtíðin bæri í skauti sér. 30. ágúst 2022 11:00 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira
„Þetta er sturluð tilfinning“ Tenniskonan Coco Gauff komst í nótt í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrsta sinn. Hún hafði betur gegn Zhang Shuai frá Kína. 5. september 2022 15:31
Serena eftir að falla úr leik á Opna bandaríska: „Ég held ekki en maður veit aldrei“ Tennisdrottningin Serena Williams féll úr leik í þriðju umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Talið er að þetta hafi verið síðasti leikur hinnar fertugu á ferlinum. 3. september 2022 12:01
Serena áfram á Opna bandaríska: „Maður veit aldrei hvað gerist“ Tennisdrottningin Serena Williams hefur gefið út að hún gæti lagt spaðann á hilluna að loknu Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hin fertuga Serena vann sigur í fyrstu umferð en gaf lítið fyrir spurningar blaðamanna um hvað framtíðin bæri í skauti sér. 30. ágúst 2022 11:00