Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri happdrættisins segir vinningshafann verið í golfi þegar honum var tilkynnt um vinninginn.
„Hann var nú ekkert ofboðslega hrifinn af því að það væri verið að trufla hann í golfinu, svo fékk hann að heyra ástæðuna fyrir símtalinu. Ég veit ekki hvernig hringurinn hefur endað hjá honum en ég á ekki von á því að hann hafi náð að einbeita sér mikið eftir það,“ segir Sigurður.
Sigurður segir vinningshafann hafa verið í fimmtán ár í áskrift hjá happdrættinu, hann hafi unnið minni vinninga á því tímabili en þetta sé svo sannarlega sá stærsti.
Þetta er í annað skiptið sem svona stór vinningur er dreginn út á happdrættisárinu, en happdrættisárið hefst í maí. Í júní fór vinningur upp á 40 milljónir út en vinningana segir Sigurður vera skattfrjálsa.