„Held að það sé mjög mikill séns þarna“ Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2022 15:33 Arna Sif Ásgrímsdóttir sneri aftur í íslenska landsliðshópinn fyrir síðasta verkefni og var því í Hollandi á þriðjudagskvöld, þar sem Ísland varð að sætta sig við sárgrætilegt tap gegn heimakonum. Stöð 2 Sport Valsvarnarmúrinn, sem þær Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa mótað svo myndarlega í sumar, telur líklegast að Ísland muni mæta Belgíu frekar en Portúgal í umspilsleiknum um sæti á HM kvenna í fótbolta. Mist og Arna Sif mættu í settið til Helenu Ólafsdóttur í dag í upphitunarþátt fyrir næstu umferð Bestu markanna, sem sýndur verður í heild á Vísi í dag. Arna Sif er nýkomin til landsins frá Hollandi þar sem Ísland varð að sætta sig við grátlegt tap í leik sem hefði getað tryggt liðinu farseðilinn á HM. Tapið þýðir að liðið fer í umspilsleik 11. október, á útivelli, og mætir sigurvegaranum úr leik Belgíu og Portúgals. Eins og fyrr segir telja þær Mist og Arna Sif líklegra að Ísland mæti Belgíu: „En Portúgal er með spennandi lið og hefur tekið miklum framförum á síðastliðnum árum. Mér finnst ekkert langt síðan að Portúgal gat eiginlega ekki rassagt. En ég held samt að Belgía sé líklegri andstæðingur,“ segir Mist en klippuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um umspilið Ísland gerði 1-1 jafntefli við Belgíu á EM og miðað við þann leik ætti Ísland að eiga ágæta möguleika í umspilinu: „Auðvitað voru kaflar sem voru ekki nægilega góðir en ég held að heilt yfir viti allir að við hefðum getað farið aðeins betur með þetta og við áttum að klára þennan leik. Ég held að það sé mjög mikill séns þarna, klárlega,“ sagði Arna. Þær tóku svo báðar undir það sem fram kom í viðhorfspistli á Vísi dag um að ósanngjarnt væri að peningakast réði því hvaða lið fengju að spila á heimavelli í umspilinu. „Það er eiginlega hálfgalið að horfa á skiltið hérna áðan og sjá að við erum langhæst „rankaða“ liðið. Að það fari ekki bara eftir því hvort þú færð heimaleik eða útileik,“ sagði Mist sem er einnig á því að umspilið sé óþarflega flókið: „Þetta getur ekki þurft að vera svona flókið,“ sagði Mist en staðan er þannig að ef að Ísland vinnur andstæðing sinn í umspilinu í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM, en vinni liðið sigur í vítaspyrnukeppni er möguleiki á því að það þurfi að fara í aukaumspili í Eyjaálfu í febrúar. „Og þá þarftu að fara að leggja á þig að skilja það umspil. Við skulum ekki einu sinni fara þangað,“ sagði Mist létt í bragði. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Bestu mörkin Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Sjá meira
Mist og Arna Sif mættu í settið til Helenu Ólafsdóttur í dag í upphitunarþátt fyrir næstu umferð Bestu markanna, sem sýndur verður í heild á Vísi í dag. Arna Sif er nýkomin til landsins frá Hollandi þar sem Ísland varð að sætta sig við grátlegt tap í leik sem hefði getað tryggt liðinu farseðilinn á HM. Tapið þýðir að liðið fer í umspilsleik 11. október, á útivelli, og mætir sigurvegaranum úr leik Belgíu og Portúgals. Eins og fyrr segir telja þær Mist og Arna Sif líklegra að Ísland mæti Belgíu: „En Portúgal er með spennandi lið og hefur tekið miklum framförum á síðastliðnum árum. Mér finnst ekkert langt síðan að Portúgal gat eiginlega ekki rassagt. En ég held samt að Belgía sé líklegri andstæðingur,“ segir Mist en klippuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um umspilið Ísland gerði 1-1 jafntefli við Belgíu á EM og miðað við þann leik ætti Ísland að eiga ágæta möguleika í umspilinu: „Auðvitað voru kaflar sem voru ekki nægilega góðir en ég held að heilt yfir viti allir að við hefðum getað farið aðeins betur með þetta og við áttum að klára þennan leik. Ég held að það sé mjög mikill séns þarna, klárlega,“ sagði Arna. Þær tóku svo báðar undir það sem fram kom í viðhorfspistli á Vísi dag um að ósanngjarnt væri að peningakast réði því hvaða lið fengju að spila á heimavelli í umspilinu. „Það er eiginlega hálfgalið að horfa á skiltið hérna áðan og sjá að við erum langhæst „rankaða“ liðið. Að það fari ekki bara eftir því hvort þú færð heimaleik eða útileik,“ sagði Mist sem er einnig á því að umspilið sé óþarflega flókið: „Þetta getur ekki þurft að vera svona flókið,“ sagði Mist en staðan er þannig að ef að Ísland vinnur andstæðing sinn í umspilinu í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM, en vinni liðið sigur í vítaspyrnukeppni er möguleiki á því að það þurfi að fara í aukaumspili í Eyjaálfu í febrúar. „Og þá þarftu að fara að leggja á þig að skilja það umspil. Við skulum ekki einu sinni fara þangað,“ sagði Mist létt í bragði.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Bestu mörkin Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Sjá meira