Ratajkowski skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún kom fram í umdeildu tónlistarmyndbandi tónlistarmannanna Robin Thicke og Pharrell árið 2013 við við lagið „Blurred lines.“ Ratajkowski sakaði Thicke um að hafa káfað á henni við tökur á myndbandinu en leikstjóri myndbandsins staðfesti frásögn hennar.
Ratajkowski stendur nú í skilnaði en hún staðfesti á Tiktok nú fyrr í mánuðinum að hún væri orðin einhleyp. Í myndbandinu talar hún um feðraveldið og áhrif feðraveldisins á ást í samböndum.
Ratajkowski og McClard eru sögð hafa gift sig í febrúar 2018, tveim vikum eftir að fyrst hafi sést þeirra saman. Page six segir skilnaðinn ekki vera klipptan og skorinn en samkvæmt réttarskjölum séu ýmsar lagalegar flækjur sem þurfi að greiða úr.