Klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 11. september 2022 12:57 Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur Það að verulega mjótt sé á munum milli vinstri og hægri-blokka í Svíþjóð er líklega til marks um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndunum, segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur. Svíar ganga að kjörborðinu í dag og er spennan þar í landi mikil. Kosningabaráttan hefur einkennst af umræðu um orkumál og um þá öldu ofbeldis sem víða hefur riðið yfir sænskt samfélag, og þá helst hvað gera skuli til að bregðast við starfsemi glæpagengja í landinu. Á síðasta ári voru tilkynntar 330 skotárásir í landinu þar sem 46 manns létust, en á síðustu fjórum árum hafa að meðaltali 44 látist í skotárásum í Svíþjóð á ári hverju. Svíþjóðardemókratar, flokkur sem hefur um árabil talað sérstaklega fyrir þjóðernishyggju og gegn straumi innflytjenda, mælast nú með 21,2 prósent fylgi sem er tæpum fjórum prósentum meira en flokkurinn hlaut í kosningunum árið 2018. Flokkurinn hafði áður verið einangraður á þingi en hægri blokkin, blokk borgaralegra flokka, opnuðu á samstarf við flokkinn á kjörtímabilinu. Hægrisinnaðri áherslur en áður hafa verið Birgir segir breyttar áherslur í stjórnmálum klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndum og í Evrópu. „Svíþjóðardemókratarnir koma úr svona nýnasískum bakgrunni upphaflega og hafa þróast út úr því í að verða svona hefðbundinn þjóðernissinnaður evrópskur pópúlistaflokkur, getum við kannski sagt. Þannig að það er alveg klárlega í allri kosningabaráttunni svona þjóðernisleg og miklu hægrisinnaðri áherslur en hafa verið á síðustu árum,“ segir Birgir. Jafnaðarmenn - með sitjandi forsætisráðherra Magdalenu Andersson í forsvari - njóta enn mikils fylgis og bæta við sig tveimur prósentum samkvæmt skoðanakönnunum. Á sama tíma hefur staða Ulfs Kristersson, formanns hægriflokksins Moderaterna og mögulegs forsætisráðherra, veikst. Fari svo að hægri menn sigri verða Svíþjóðardemókratar í góðri samningsstöðu, sem stærsti flokkurinn í bandalagi hægriflokka. „Þessi mikli uppgangur Svíþjóðardemókratana gerir þetta svolítið flókið og erfitt fyrir [Kristersson]. Og það er kannski það sem er áhugaverðast eru þessi breyttu valdahlutföll og áherslur hægra megin í sænskum stjórnmálum. Það gæti haft töluvert mikil áhrif til lengdar,“ segir Birgir. Hann segir að borgaralegu flokkarnir þrír, sem gætu komið til með að mynda ríkisstjórn, þurfi að semja við Svíþjóðardemókrata um öll stefnumál. Þá sé ljóst að staða Svíþjóðardemókrata verði mjög sterk. „ Þeir munu ekki hafa ráðherra en þeir myndu hafa úrslitaáhrif á öll mál ríkisstjórnarinnar og sem stærsti flokkurinn í þessu bandalagi hljóta áhrif þeirra að verða gríðarlega mikil. Þannig að því leytinu til má búast við miklum breytingum - sigri hægrimenn,“ segir Birgir Hermansson stjórnmálafræðingur. Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33 Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Kosningabaráttan hefur einkennst af umræðu um orkumál og um þá öldu ofbeldis sem víða hefur riðið yfir sænskt samfélag, og þá helst hvað gera skuli til að bregðast við starfsemi glæpagengja í landinu. Á síðasta ári voru tilkynntar 330 skotárásir í landinu þar sem 46 manns létust, en á síðustu fjórum árum hafa að meðaltali 44 látist í skotárásum í Svíþjóð á ári hverju. Svíþjóðardemókratar, flokkur sem hefur um árabil talað sérstaklega fyrir þjóðernishyggju og gegn straumi innflytjenda, mælast nú með 21,2 prósent fylgi sem er tæpum fjórum prósentum meira en flokkurinn hlaut í kosningunum árið 2018. Flokkurinn hafði áður verið einangraður á þingi en hægri blokkin, blokk borgaralegra flokka, opnuðu á samstarf við flokkinn á kjörtímabilinu. Hægrisinnaðri áherslur en áður hafa verið Birgir segir breyttar áherslur í stjórnmálum klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndum og í Evrópu. „Svíþjóðardemókratarnir koma úr svona nýnasískum bakgrunni upphaflega og hafa þróast út úr því í að verða svona hefðbundinn þjóðernissinnaður evrópskur pópúlistaflokkur, getum við kannski sagt. Þannig að það er alveg klárlega í allri kosningabaráttunni svona þjóðernisleg og miklu hægrisinnaðri áherslur en hafa verið á síðustu árum,“ segir Birgir. Jafnaðarmenn - með sitjandi forsætisráðherra Magdalenu Andersson í forsvari - njóta enn mikils fylgis og bæta við sig tveimur prósentum samkvæmt skoðanakönnunum. Á sama tíma hefur staða Ulfs Kristersson, formanns hægriflokksins Moderaterna og mögulegs forsætisráðherra, veikst. Fari svo að hægri menn sigri verða Svíþjóðardemókratar í góðri samningsstöðu, sem stærsti flokkurinn í bandalagi hægriflokka. „Þessi mikli uppgangur Svíþjóðardemókratana gerir þetta svolítið flókið og erfitt fyrir [Kristersson]. Og það er kannski það sem er áhugaverðast eru þessi breyttu valdahlutföll og áherslur hægra megin í sænskum stjórnmálum. Það gæti haft töluvert mikil áhrif til lengdar,“ segir Birgir. Hann segir að borgaralegu flokkarnir þrír, sem gætu komið til með að mynda ríkisstjórn, þurfi að semja við Svíþjóðardemókrata um öll stefnumál. Þá sé ljóst að staða Svíþjóðardemókrata verði mjög sterk. „ Þeir munu ekki hafa ráðherra en þeir myndu hafa úrslitaáhrif á öll mál ríkisstjórnarinnar og sem stærsti flokkurinn í þessu bandalagi hljóta áhrif þeirra að verða gríðarlega mikil. Þannig að því leytinu til má búast við miklum breytingum - sigri hægrimenn,“ segir Birgir Hermansson stjórnmálafræðingur.
Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33 Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33
Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent