Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Árni Sæberg skrifar 11. september 2022 22:07 Leiðtogar hægriblokkarinnar geta ekki enn hrósað sigri. Christine Olsson/ Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. „Þetta verða alveg svakalega spennandi úrslit og það er svakalega mjótt á mununum. Þannig það er allt of snemmt að segja til hvernig þetta fer,“ sagði Gunnhildur Lillý Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Malmö, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar rætt var við Gunnhildi Lillý gaf útgönguspá það til kynna að vinstriblokkin sem Magdalena Andersson, formaður Jafnaðarmannaflokksins og forsætisráðherra Svíþjóðar leiðir, fengi 176 þingsæti á móti 175 þingsætum vinstriblokkarinnar. Nú þegar áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin hefur staðan snúist við. Miðað við bráðabirgðatölur fær hægriblokkin 176 sæti en sú til vinstri 175. Jafnaðarmenn stærstir en Svíþjóðardemókratar bæta mest við sig Flokkur forsætisráðherrans er eins og stendur með 30,5 prósent talinna atkvæða og því stærsti flokkurinn á sænska þinginu. Svíþjóðardemókratar koma næstir á eftir með 20,7 prósent atkvæða. Gunnhildur Lillý segir að fyrstu tölur og útgönguspá bendi til þess að kjósendur séu að velja á milli nýrra blokka og að þeir séu að velja út frá hugmyndafræði, að einhverju leiti, hvort þeir vilji stjórn sem er studd af Svíþjóðardemókrötum eða núverandi ríkisstjórn sem ekki getur hugsað sér að starfa með þeim. Hún segir ekki óvænt að Svíþjóðardemókratar séu orðnir stærsti hægriflokkurinn á sænska þinginu. Þeir græði á því að hafa aldrei setið í ríkisstjórn og að hafa lagt áherslu á gengjatengd glæpamál og lög og reglu, sem hafa verið ofarlega í huga kjósenda. Hún hefur þó ekki trú á því að Svíþjóðardemókratar setjist í ríkisstjórn en svo geti farið að þeir styðji borgaralega ríkisstjórn undir stjórn Ulf Kristersson, formanns hægriflokksins Moderaterna. Að lokum segir Gunnhildur Lillý að lokaúrslita sé ekki að vænta fyrr en á miðvikudag í fyrsta lagi. Því er ljóst að spennan verður áfram mikil í þingkosningunum í Svíþjóð. Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um kosningarnar og viðtal við Gunnhildi Lillý. Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00 Vinstriblokkin leiðir miðað við útgönguspá Jafnaðarmannaflokkurinn leiðir í útgönguspám sænsku þingkosninganna sem fram fóru í dag með 29,3 prósent spáðra atkvæða. Næst á eftir eru Svíþjóðardemókratar með 20,5 prósent, sem er hækkun um þrjú prósentustig frá síðustu kosningum. 11. september 2022 18:08 Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33 Klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju Það að verulega mjótt sé á munum milli vinstri og hægri-blokka í Svíþjóð er líklega til marks um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndunum, segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur. Svíar ganga að kjörborðinu í dag og er spennan þar í landi mikil. 11. september 2022 12:57 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
„Þetta verða alveg svakalega spennandi úrslit og það er svakalega mjótt á mununum. Þannig það er allt of snemmt að segja til hvernig þetta fer,“ sagði Gunnhildur Lillý Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Malmö, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar rætt var við Gunnhildi Lillý gaf útgönguspá það til kynna að vinstriblokkin sem Magdalena Andersson, formaður Jafnaðarmannaflokksins og forsætisráðherra Svíþjóðar leiðir, fengi 176 þingsæti á móti 175 þingsætum vinstriblokkarinnar. Nú þegar áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin hefur staðan snúist við. Miðað við bráðabirgðatölur fær hægriblokkin 176 sæti en sú til vinstri 175. Jafnaðarmenn stærstir en Svíþjóðardemókratar bæta mest við sig Flokkur forsætisráðherrans er eins og stendur með 30,5 prósent talinna atkvæða og því stærsti flokkurinn á sænska þinginu. Svíþjóðardemókratar koma næstir á eftir með 20,7 prósent atkvæða. Gunnhildur Lillý segir að fyrstu tölur og útgönguspá bendi til þess að kjósendur séu að velja á milli nýrra blokka og að þeir séu að velja út frá hugmyndafræði, að einhverju leiti, hvort þeir vilji stjórn sem er studd af Svíþjóðardemókrötum eða núverandi ríkisstjórn sem ekki getur hugsað sér að starfa með þeim. Hún segir ekki óvænt að Svíþjóðardemókratar séu orðnir stærsti hægriflokkurinn á sænska þinginu. Þeir græði á því að hafa aldrei setið í ríkisstjórn og að hafa lagt áherslu á gengjatengd glæpamál og lög og reglu, sem hafa verið ofarlega í huga kjósenda. Hún hefur þó ekki trú á því að Svíþjóðardemókratar setjist í ríkisstjórn en svo geti farið að þeir styðji borgaralega ríkisstjórn undir stjórn Ulf Kristersson, formanns hægriflokksins Moderaterna. Að lokum segir Gunnhildur Lillý að lokaúrslita sé ekki að vænta fyrr en á miðvikudag í fyrsta lagi. Því er ljóst að spennan verður áfram mikil í þingkosningunum í Svíþjóð. Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um kosningarnar og viðtal við Gunnhildi Lillý.
Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00 Vinstriblokkin leiðir miðað við útgönguspá Jafnaðarmannaflokkurinn leiðir í útgönguspám sænsku þingkosninganna sem fram fóru í dag með 29,3 prósent spáðra atkvæða. Næst á eftir eru Svíþjóðardemókratar með 20,5 prósent, sem er hækkun um þrjú prósentustig frá síðustu kosningum. 11. september 2022 18:08 Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33 Klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju Það að verulega mjótt sé á munum milli vinstri og hægri-blokka í Svíþjóð er líklega til marks um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndunum, segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur. Svíar ganga að kjörborðinu í dag og er spennan þar í landi mikil. 11. september 2022 12:57 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00
Vinstriblokkin leiðir miðað við útgönguspá Jafnaðarmannaflokkurinn leiðir í útgönguspám sænsku þingkosninganna sem fram fóru í dag með 29,3 prósent spáðra atkvæða. Næst á eftir eru Svíþjóðardemókratar með 20,5 prósent, sem er hækkun um þrjú prósentustig frá síðustu kosningum. 11. september 2022 18:08
Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33
Klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju Það að verulega mjótt sé á munum milli vinstri og hægri-blokka í Svíþjóð er líklega til marks um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndunum, segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur. Svíar ganga að kjörborðinu í dag og er spennan þar í landi mikil. 11. september 2022 12:57
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent