Sjáðu mark númer hundrað, líflínu Birgis og mörkin úr stórleiknum Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2022 09:01 FH-ingar fögnuðu frábærum og afar mikilvægum sigri gegn ÍA. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Spennan er mikil í Bestu deild karla nú þegar aðeins ein umferð er eftir þar til að deildinni verður skipt í tvennt. Öll mörkin úr næstsíðustu umferðinni má nú sjá hér á Vísi. Víkingur og KA náðu að saxa á forskot Breiðabliks á toppnum í gær, og nú munar aðeins sex stigum á Breiðabliki og Víkingi. Baráttan í neðsta hlutanum er hörð þar sem fimm stig skilja að ÍA á botninum og ÍBV í 9. sæti, og Stjarnan gæti misst sæti sitt í efri hlutanum til Fram eða Keflavíkur þegar deildinni verður skipt upp eftir leikina næsta laugardag. Stórleikur gærdagsins var á Akureyri þar sem KA vann Breiðablik 2-1 með sigurmarki Hallgríms Mars Steingrímssonar úr vítaspyrnu í lokin. Rodri hafði komið KA yfir en Viktor Karl Einarsson jafnað metin. Klippa: Mörkin úr leik KA og Breiðabliks Óvæntustu úrslitin voru í Breiðholti þar sem Leiknismenn, eftir 9-0 tap í síðustu umferð, unnu Val 1-0 þrátt fyrir að vera manni færri í sjötíu mínútur. Birgir Baldvinsson skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Klippa: Sigurmark Leiknis vegn Val FH vann nauðsynlegan sigur gegn ÍA í fallslag í Kaplakrika, 6-1, þar sem Steven Lennon skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild á Íslandi. Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði tvö marka FH og þeir Matthías Vilhjálmsson, Oliver Hreiðarsson og Máni Austmann Hilmarsson eitt mark hver, en Steinar Þorsteinsson skoraði mark Skagamanna. Klippa: Mörkin úr leik FH og ÍA Öll mörk Víkings í 3-0 sigrinum gegn Keflavík komu í fyrri hálfleik en þau skoruðu Danijel Dejan Djuric, Helgi Guðjónsson, úr víti, og Ari Sigurpálsson. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Víkings KR tryggði sér sess í efri hluta deildarinnar með 3-1 sigri gegn Stjörnunni. Theodór Elmar Bjarnason skoraði fallegt mark til að koma KR yfir og Stefán Árni Geirsson bætti við tveimur áður en Jóhann Árni Gunnarsson náði að minnka muninn af vítapunktinum í lokin. Klippa: Mörkin úr leik KR og Stjörnunnar Nú þegar Nökkvi Þeyr Þórisson er farinn til Belgíu er Guðmundur Magnússon orðinn markahæstur af þeim sem enn eru með í deildinni, því hann skoraði bæði mörk Fram í 2-2 jafnteflinu við ÍBV í Vestmannaeyjum í gær. Alex Freyr Hilmarsson og Telmo Castanheira jöfnuðu metin í tvígang fyrir ÍBV. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Fram Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Sjá meira
Víkingur og KA náðu að saxa á forskot Breiðabliks á toppnum í gær, og nú munar aðeins sex stigum á Breiðabliki og Víkingi. Baráttan í neðsta hlutanum er hörð þar sem fimm stig skilja að ÍA á botninum og ÍBV í 9. sæti, og Stjarnan gæti misst sæti sitt í efri hlutanum til Fram eða Keflavíkur þegar deildinni verður skipt upp eftir leikina næsta laugardag. Stórleikur gærdagsins var á Akureyri þar sem KA vann Breiðablik 2-1 með sigurmarki Hallgríms Mars Steingrímssonar úr vítaspyrnu í lokin. Rodri hafði komið KA yfir en Viktor Karl Einarsson jafnað metin. Klippa: Mörkin úr leik KA og Breiðabliks Óvæntustu úrslitin voru í Breiðholti þar sem Leiknismenn, eftir 9-0 tap í síðustu umferð, unnu Val 1-0 þrátt fyrir að vera manni færri í sjötíu mínútur. Birgir Baldvinsson skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Klippa: Sigurmark Leiknis vegn Val FH vann nauðsynlegan sigur gegn ÍA í fallslag í Kaplakrika, 6-1, þar sem Steven Lennon skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild á Íslandi. Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði tvö marka FH og þeir Matthías Vilhjálmsson, Oliver Hreiðarsson og Máni Austmann Hilmarsson eitt mark hver, en Steinar Þorsteinsson skoraði mark Skagamanna. Klippa: Mörkin úr leik FH og ÍA Öll mörk Víkings í 3-0 sigrinum gegn Keflavík komu í fyrri hálfleik en þau skoruðu Danijel Dejan Djuric, Helgi Guðjónsson, úr víti, og Ari Sigurpálsson. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Víkings KR tryggði sér sess í efri hluta deildarinnar með 3-1 sigri gegn Stjörnunni. Theodór Elmar Bjarnason skoraði fallegt mark til að koma KR yfir og Stefán Árni Geirsson bætti við tveimur áður en Jóhann Árni Gunnarsson náði að minnka muninn af vítapunktinum í lokin. Klippa: Mörkin úr leik KR og Stjörnunnar Nú þegar Nökkvi Þeyr Þórisson er farinn til Belgíu er Guðmundur Magnússon orðinn markahæstur af þeim sem enn eru með í deildinni, því hann skoraði bæði mörk Fram í 2-2 jafnteflinu við ÍBV í Vestmannaeyjum í gær. Alex Freyr Hilmarsson og Telmo Castanheira jöfnuðu metin í tvígang fyrir ÍBV. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Fram Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Sjá meira