Sjáðu mark númer hundrað, líflínu Birgis og mörkin úr stórleiknum Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2022 09:01 FH-ingar fögnuðu frábærum og afar mikilvægum sigri gegn ÍA. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Spennan er mikil í Bestu deild karla nú þegar aðeins ein umferð er eftir þar til að deildinni verður skipt í tvennt. Öll mörkin úr næstsíðustu umferðinni má nú sjá hér á Vísi. Víkingur og KA náðu að saxa á forskot Breiðabliks á toppnum í gær, og nú munar aðeins sex stigum á Breiðabliki og Víkingi. Baráttan í neðsta hlutanum er hörð þar sem fimm stig skilja að ÍA á botninum og ÍBV í 9. sæti, og Stjarnan gæti misst sæti sitt í efri hlutanum til Fram eða Keflavíkur þegar deildinni verður skipt upp eftir leikina næsta laugardag. Stórleikur gærdagsins var á Akureyri þar sem KA vann Breiðablik 2-1 með sigurmarki Hallgríms Mars Steingrímssonar úr vítaspyrnu í lokin. Rodri hafði komið KA yfir en Viktor Karl Einarsson jafnað metin. Klippa: Mörkin úr leik KA og Breiðabliks Óvæntustu úrslitin voru í Breiðholti þar sem Leiknismenn, eftir 9-0 tap í síðustu umferð, unnu Val 1-0 þrátt fyrir að vera manni færri í sjötíu mínútur. Birgir Baldvinsson skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Klippa: Sigurmark Leiknis vegn Val FH vann nauðsynlegan sigur gegn ÍA í fallslag í Kaplakrika, 6-1, þar sem Steven Lennon skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild á Íslandi. Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði tvö marka FH og þeir Matthías Vilhjálmsson, Oliver Hreiðarsson og Máni Austmann Hilmarsson eitt mark hver, en Steinar Þorsteinsson skoraði mark Skagamanna. Klippa: Mörkin úr leik FH og ÍA Öll mörk Víkings í 3-0 sigrinum gegn Keflavík komu í fyrri hálfleik en þau skoruðu Danijel Dejan Djuric, Helgi Guðjónsson, úr víti, og Ari Sigurpálsson. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Víkings KR tryggði sér sess í efri hluta deildarinnar með 3-1 sigri gegn Stjörnunni. Theodór Elmar Bjarnason skoraði fallegt mark til að koma KR yfir og Stefán Árni Geirsson bætti við tveimur áður en Jóhann Árni Gunnarsson náði að minnka muninn af vítapunktinum í lokin. Klippa: Mörkin úr leik KR og Stjörnunnar Nú þegar Nökkvi Þeyr Þórisson er farinn til Belgíu er Guðmundur Magnússon orðinn markahæstur af þeim sem enn eru með í deildinni, því hann skoraði bæði mörk Fram í 2-2 jafnteflinu við ÍBV í Vestmannaeyjum í gær. Alex Freyr Hilmarsson og Telmo Castanheira jöfnuðu metin í tvígang fyrir ÍBV. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Fram Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Sjá meira
Víkingur og KA náðu að saxa á forskot Breiðabliks á toppnum í gær, og nú munar aðeins sex stigum á Breiðabliki og Víkingi. Baráttan í neðsta hlutanum er hörð þar sem fimm stig skilja að ÍA á botninum og ÍBV í 9. sæti, og Stjarnan gæti misst sæti sitt í efri hlutanum til Fram eða Keflavíkur þegar deildinni verður skipt upp eftir leikina næsta laugardag. Stórleikur gærdagsins var á Akureyri þar sem KA vann Breiðablik 2-1 með sigurmarki Hallgríms Mars Steingrímssonar úr vítaspyrnu í lokin. Rodri hafði komið KA yfir en Viktor Karl Einarsson jafnað metin. Klippa: Mörkin úr leik KA og Breiðabliks Óvæntustu úrslitin voru í Breiðholti þar sem Leiknismenn, eftir 9-0 tap í síðustu umferð, unnu Val 1-0 þrátt fyrir að vera manni færri í sjötíu mínútur. Birgir Baldvinsson skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Klippa: Sigurmark Leiknis vegn Val FH vann nauðsynlegan sigur gegn ÍA í fallslag í Kaplakrika, 6-1, þar sem Steven Lennon skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild á Íslandi. Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði tvö marka FH og þeir Matthías Vilhjálmsson, Oliver Hreiðarsson og Máni Austmann Hilmarsson eitt mark hver, en Steinar Þorsteinsson skoraði mark Skagamanna. Klippa: Mörkin úr leik FH og ÍA Öll mörk Víkings í 3-0 sigrinum gegn Keflavík komu í fyrri hálfleik en þau skoruðu Danijel Dejan Djuric, Helgi Guðjónsson, úr víti, og Ari Sigurpálsson. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Víkings KR tryggði sér sess í efri hluta deildarinnar með 3-1 sigri gegn Stjörnunni. Theodór Elmar Bjarnason skoraði fallegt mark til að koma KR yfir og Stefán Árni Geirsson bætti við tveimur áður en Jóhann Árni Gunnarsson náði að minnka muninn af vítapunktinum í lokin. Klippa: Mörkin úr leik KR og Stjörnunnar Nú þegar Nökkvi Þeyr Þórisson er farinn til Belgíu er Guðmundur Magnússon orðinn markahæstur af þeim sem enn eru með í deildinni, því hann skoraði bæði mörk Fram í 2-2 jafnteflinu við ÍBV í Vestmannaeyjum í gær. Alex Freyr Hilmarsson og Telmo Castanheira jöfnuðu metin í tvígang fyrir ÍBV. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Fram Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Sjá meira