Sjáðu mark númer hundrað, líflínu Birgis og mörkin úr stórleiknum Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2022 09:01 FH-ingar fögnuðu frábærum og afar mikilvægum sigri gegn ÍA. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Spennan er mikil í Bestu deild karla nú þegar aðeins ein umferð er eftir þar til að deildinni verður skipt í tvennt. Öll mörkin úr næstsíðustu umferðinni má nú sjá hér á Vísi. Víkingur og KA náðu að saxa á forskot Breiðabliks á toppnum í gær, og nú munar aðeins sex stigum á Breiðabliki og Víkingi. Baráttan í neðsta hlutanum er hörð þar sem fimm stig skilja að ÍA á botninum og ÍBV í 9. sæti, og Stjarnan gæti misst sæti sitt í efri hlutanum til Fram eða Keflavíkur þegar deildinni verður skipt upp eftir leikina næsta laugardag. Stórleikur gærdagsins var á Akureyri þar sem KA vann Breiðablik 2-1 með sigurmarki Hallgríms Mars Steingrímssonar úr vítaspyrnu í lokin. Rodri hafði komið KA yfir en Viktor Karl Einarsson jafnað metin. Klippa: Mörkin úr leik KA og Breiðabliks Óvæntustu úrslitin voru í Breiðholti þar sem Leiknismenn, eftir 9-0 tap í síðustu umferð, unnu Val 1-0 þrátt fyrir að vera manni færri í sjötíu mínútur. Birgir Baldvinsson skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Klippa: Sigurmark Leiknis vegn Val FH vann nauðsynlegan sigur gegn ÍA í fallslag í Kaplakrika, 6-1, þar sem Steven Lennon skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild á Íslandi. Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði tvö marka FH og þeir Matthías Vilhjálmsson, Oliver Hreiðarsson og Máni Austmann Hilmarsson eitt mark hver, en Steinar Þorsteinsson skoraði mark Skagamanna. Klippa: Mörkin úr leik FH og ÍA Öll mörk Víkings í 3-0 sigrinum gegn Keflavík komu í fyrri hálfleik en þau skoruðu Danijel Dejan Djuric, Helgi Guðjónsson, úr víti, og Ari Sigurpálsson. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Víkings KR tryggði sér sess í efri hluta deildarinnar með 3-1 sigri gegn Stjörnunni. Theodór Elmar Bjarnason skoraði fallegt mark til að koma KR yfir og Stefán Árni Geirsson bætti við tveimur áður en Jóhann Árni Gunnarsson náði að minnka muninn af vítapunktinum í lokin. Klippa: Mörkin úr leik KR og Stjörnunnar Nú þegar Nökkvi Þeyr Þórisson er farinn til Belgíu er Guðmundur Magnússon orðinn markahæstur af þeim sem enn eru með í deildinni, því hann skoraði bæði mörk Fram í 2-2 jafnteflinu við ÍBV í Vestmannaeyjum í gær. Alex Freyr Hilmarsson og Telmo Castanheira jöfnuðu metin í tvígang fyrir ÍBV. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Fram Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Sjá meira
Víkingur og KA náðu að saxa á forskot Breiðabliks á toppnum í gær, og nú munar aðeins sex stigum á Breiðabliki og Víkingi. Baráttan í neðsta hlutanum er hörð þar sem fimm stig skilja að ÍA á botninum og ÍBV í 9. sæti, og Stjarnan gæti misst sæti sitt í efri hlutanum til Fram eða Keflavíkur þegar deildinni verður skipt upp eftir leikina næsta laugardag. Stórleikur gærdagsins var á Akureyri þar sem KA vann Breiðablik 2-1 með sigurmarki Hallgríms Mars Steingrímssonar úr vítaspyrnu í lokin. Rodri hafði komið KA yfir en Viktor Karl Einarsson jafnað metin. Klippa: Mörkin úr leik KA og Breiðabliks Óvæntustu úrslitin voru í Breiðholti þar sem Leiknismenn, eftir 9-0 tap í síðustu umferð, unnu Val 1-0 þrátt fyrir að vera manni færri í sjötíu mínútur. Birgir Baldvinsson skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Klippa: Sigurmark Leiknis vegn Val FH vann nauðsynlegan sigur gegn ÍA í fallslag í Kaplakrika, 6-1, þar sem Steven Lennon skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild á Íslandi. Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði tvö marka FH og þeir Matthías Vilhjálmsson, Oliver Hreiðarsson og Máni Austmann Hilmarsson eitt mark hver, en Steinar Þorsteinsson skoraði mark Skagamanna. Klippa: Mörkin úr leik FH og ÍA Öll mörk Víkings í 3-0 sigrinum gegn Keflavík komu í fyrri hálfleik en þau skoruðu Danijel Dejan Djuric, Helgi Guðjónsson, úr víti, og Ari Sigurpálsson. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Víkings KR tryggði sér sess í efri hluta deildarinnar með 3-1 sigri gegn Stjörnunni. Theodór Elmar Bjarnason skoraði fallegt mark til að koma KR yfir og Stefán Árni Geirsson bætti við tveimur áður en Jóhann Árni Gunnarsson náði að minnka muninn af vítapunktinum í lokin. Klippa: Mörkin úr leik KR og Stjörnunnar Nú þegar Nökkvi Þeyr Þórisson er farinn til Belgíu er Guðmundur Magnússon orðinn markahæstur af þeim sem enn eru með í deildinni, því hann skoraði bæði mörk Fram í 2-2 jafnteflinu við ÍBV í Vestmannaeyjum í gær. Alex Freyr Hilmarsson og Telmo Castanheira jöfnuðu metin í tvígang fyrir ÍBV. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Fram Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Sjá meira