Rússar aðstoða Armena eftir átök í nótt Bjarki Sigurðsson skrifar 13. september 2022 07:39 Suren Papikyan, varnarmálaráðherra Armeníu, fundaði í dag með Sergei Shoighu, varnarmálaráðherra Rússlands. Varnarmálaráðuneyti Armeníu Átök urðu milli Asera og Armena við landamæri landanna í nótt. Einhverjir hermenn Armena liggja í valnum eftir nóttina en Armenar segja Asera vera við það að ráðast inn í landið. Varnarmálaráðherrar Armena og Rússa ræddu saman í dag og samþykktu að minnka átökin og stefna að bættu ástandi. Íbúar Aserbaísjan og Armeníu hafa deilt um áraraðir, þá sérstaklega vegna Nagorno-Karabakh svæðisins í Aserbaísjan. Árið 2020 urðu stór átök milli þjóðanna þar sem 300 manns létu lífið en átökin enduðu með vopnahléi milli ríkjanna sem Rússar tóku þátt í. Svæðið Nagorno-Karabakh er staðsett inni í Aserbaísjan og tilheyrir þeim formlega en fyrir átökin voru armenskir aðskilnaðarsinnar með völd þar. Þrátt fyrir tæplega tveggja ára vopnahlé þá hafa þjóðirnar haldið áfram að deila. Í nótt greindi varnarmálaráðherra Armeníu frá því að átök hafi orðið milli þjóðanna í kvöld þar sem að minnsta kosti 49 armenskir hermenn lét lífið. Að sögn Armena hófu Aserar skothríðina í nótt og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Armeníu að þeir ætli að svara öllum árásum sem gerðar eru. Verið sé að koma hermönnum fyrir á svæðum til að vernda landamærin. Aserar segja Armena hafa hafið skothríðina. Samkvæmt varnarmálaráðuneyti Armena hófust átökin í kringum miðnætti á staðartíma í gærkvöldi og segja Armenar að Aserar séu einnig að skjóta á húsnæði þar sem óbreyttir borgarar eru. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í tilkynningu í nótt að Bandaríkin hefðu miklar áhyggjur af þróun mála á landamærunum og hvöttu báða aðila til þess að leggja niður vopn sín. The United States is deeply concerned about reports of active hostilities between Armenia and Azerbaijan. We urge an end to military hostilities immediately. There is no military solution to the conflict. https://t.co/cGeWXpbzKS— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) September 13, 2022 Í dag funduðu Suren Papikyan, varnarmálaráðherra Armeníu og Sergei Shoighu, varnarmálaráðherra Rússlands. Þær ræddu saman í síma og sagðist Shoighu vilja að bæði ríki myndu hætta átökunum. Ráðherrarnir samþykktu að „taka nauðsynleg skref í átt að því að koma á stöðugleika á svæðinu“. Aserbaídsjan Armenía Rússland Nagorno-Karabakh Hernaður Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Íbúar Aserbaísjan og Armeníu hafa deilt um áraraðir, þá sérstaklega vegna Nagorno-Karabakh svæðisins í Aserbaísjan. Árið 2020 urðu stór átök milli þjóðanna þar sem 300 manns létu lífið en átökin enduðu með vopnahléi milli ríkjanna sem Rússar tóku þátt í. Svæðið Nagorno-Karabakh er staðsett inni í Aserbaísjan og tilheyrir þeim formlega en fyrir átökin voru armenskir aðskilnaðarsinnar með völd þar. Þrátt fyrir tæplega tveggja ára vopnahlé þá hafa þjóðirnar haldið áfram að deila. Í nótt greindi varnarmálaráðherra Armeníu frá því að átök hafi orðið milli þjóðanna í kvöld þar sem að minnsta kosti 49 armenskir hermenn lét lífið. Að sögn Armena hófu Aserar skothríðina í nótt og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Armeníu að þeir ætli að svara öllum árásum sem gerðar eru. Verið sé að koma hermönnum fyrir á svæðum til að vernda landamærin. Aserar segja Armena hafa hafið skothríðina. Samkvæmt varnarmálaráðuneyti Armena hófust átökin í kringum miðnætti á staðartíma í gærkvöldi og segja Armenar að Aserar séu einnig að skjóta á húsnæði þar sem óbreyttir borgarar eru. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í tilkynningu í nótt að Bandaríkin hefðu miklar áhyggjur af þróun mála á landamærunum og hvöttu báða aðila til þess að leggja niður vopn sín. The United States is deeply concerned about reports of active hostilities between Armenia and Azerbaijan. We urge an end to military hostilities immediately. There is no military solution to the conflict. https://t.co/cGeWXpbzKS— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) September 13, 2022 Í dag funduðu Suren Papikyan, varnarmálaráðherra Armeníu og Sergei Shoighu, varnarmálaráðherra Rússlands. Þær ræddu saman í síma og sagðist Shoighu vilja að bæði ríki myndu hætta átökunum. Ráðherrarnir samþykktu að „taka nauðsynleg skref í átt að því að koma á stöðugleika á svæðinu“.
Aserbaídsjan Armenía Rússland Nagorno-Karabakh Hernaður Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira