Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2022 12:53 Jón Hjaltason og Hjörleifur Hallgrímsson Herbertsson. Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. Yfirlýsingarnar birtust hver á fætur annarri í morgun. Varaformaðurinn deildi áhyggjum sínum af stöðu mála á Akureyri á Facebook á tíunda tímanum. Hann hefði heyrt af niðrandi og fyrirlitlegri framkomu í garð kvenframbjóðenda flokksins af hendi forystumanna flokksins á Akureyri. Augnablikum síðar barst yfirlýsing frá þremur konum á lista flokksins sem lýstu óásættanlegri framkomu í sinn garð. Formaðurinn Inga Sæland boðaði svo á tólfta tímanum til fundar aðalstjórnar flokksins strax í kvöld. Ekki mörgum körlum til að dreifa Brynjólfur Ingvarsson, efsti maður á lista flokksins og eini bæjarfulltrúi, var enn að ná áttum þegar blaðamaður náði af honum tali í morgun. Jón Hjaltason, þriðji maður á lista, segir í samtali við fréttastofu að vissulega hafi verið ágreiningur. „En einelti ekki. Kynferðislegt ofbeldi, það er fráleitt. Þetta eru mjög alvarlegar ásakanir,“ segir Jón. Ekki kemur fram berum orðum í yfirlýsingu þriggja efstu kvenna á listanum hverjir meintir gerendur séu. „Þetta er óljóst. Þær segja forystumenn. Það er ekki mörgum körlum til að dreifa,“ segir Jón. Þeir Brynjólfur eru einu karlarnir af efstu níu á lista flokksins frá því í vor. Síðasta fundi flokksins fyrir norðan nú á sunnudaginn hafi lokið með afdráttarlausri niðurstöðu. Einn nefndarmanna hafi tekið að sér að boða til fundar nú á fimmtudag. „Þar ætlaði hún að kalla saman að borðinu deiluaðila og reyna að koma á sáttum,“ segir Jón. Hann hafi hringt í Tinnu Guðmundsdóttur, sem er í fimmta sæti á lista flokksins og ein þeirra sem sendi yfirlýsinguna í morgun, og látið hana vita. Vill vita í hverju ásakanir felast „Fundurinn hefði verið afskaplega góður og þetta væri niðurstaðan. Kalla alla að borðinu og reyna að koma á sáttum. Tinna tók því afskaplega vel. Síðan kemur þetta í kjölfarið.“ Hannesína Scheving og Málfríður Þórðardóttir hafi heldur ekki mætt á fundinn. Sem reyndar aðeins fjórir sátu þó allir efstu á listanum hafi verið boðaðir, að sögn Jóns. „Hannesína er flutt til Reykjavíkur fyrir nokkru síðan og hefur ekkert verið að mæta á fundi.“ Jón er á leiðinni suður í öðrum erindagjörðum en vonast til að ná tali af formanni og varaformanni flokksins í kvöld. Hann vilji fá á hreint í hverju meint ofbeldi eigi að vera fólgið, ekki síst hið kynferðislega. „Þetta er undarleg aðferð hjá þingmanni og varaformanni. Talar ekki við neinn sem hlut á að máli. Talar bara við konurnar en ekkert okkur, þessa vondu menn sem púum og eineltum,“ segir Jón. Guðfaðir listans gáttaður Hjörleifur Hallgrímsson Herbertsson skipar 22. sæti á lista Flokks fólksins sem bauð fram á Akureyri í vor. Hann hafði nýlega heyrt tíðindin þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. „Ég er guðfaðir listans í bæjarstjórninni, setti þennan lista saman á hálfum mánuði,“ segir Hjörleifur og er greinilega ekki skemmt með atburðarásina í morgun. Hann sagðist lítið vera farinn að frétta af því sem væri í gangi. Ástæða væri fyrir því. Þær Málfríður Þórisdóttir og Tinna Guðmundsdóttir, sem sendu frá sér yfirlýsinguna í morgun, væru ósáttar við hann. „Þær tilkynntu að ef ég yrði boðaður á fund þá myndu þær ekki mæta,“ segir Hjörleifur. Hjörleifur segir að Brynjólfur Ingvarsson, efsti maður á lista og bæjarfulltrúi, hafi orðið við þessari kröfu þeirra. Látið það yfir sig ganga, eins og Hjörleifur kemst að orði. Ljót orð á báða bóga Jón segir að Hjörleifur hafi vissulega sett listann saman fyrir kosningarnar í vor. Það verði ekki tekið af honum. Hann hafi svo komist upp á kant við konurnar í kosningabaráttunni. Inga Sæland formaður segist harmi slegin vegna ásakana sem fram hafa komið, vægast sagt. Hún hefur boðað fund í aðalstjórn Flokks fólksins sem haldinn verður klukkan 18 í dag.vísir/vilhelm „Til þess að lægja öldur og halda sátt þá var hann útilokaður,“ segir Jón. Hjörleifur hafi því ekki mætt á fundi síðan í maí ef frá sé talinn einn fundur sem Inga Sæland, formaður flokksins, mætti á fyrir norðan. Hjörleifur sé þó ekki sá eini sem hafi látið ljót orð falla. „Það féllu vissulega ljót orð á báða bóga. En þar áttu konurnar sinn hlut líka,“ segir Jón. Segist aldrei áður hafa verið kallaður dóni Sjálfur segist Hjörleifur ekki kannast við neinn dónaskap af sinni hálfu. Hann sé vissulega hreinskiptinn en segi bara sannleikann. „Ég hef aldrei á ævinni fengið á mig orðið dóni. En ég skrifa mikið af greinum, kveð fast að orði en segi aldrei annað en sannleikann. Ég skrökva aldrei,“ segir Hjörleifur. Hann segir að Tinna hafi bolað honum úr stjórninni með hávaðalátum, svívirðingum og skítkasti. „Ég er orðinn það fullorðinn að ég tek ekki þátt í svoleiðis löguðu. Ég var ekki vondur, ég sagðist ætla að stíga til hliðar.“ Þá hafi Málfríði orðið mikið niðri fyrir þegar hann hafi bent á að hún ætlaði sér svo mikla nefndarsetu að enginn annar kæmist að. Aðspurður um útspil formannsins Ingu Sæland að hún sé harmi slegin vegna ásakananna og ætli að taka fast á málum, og boða til fundar aðalstjórnar strax í kvöld, segir Hjörleifur: „Inga Sæland er eins og hún er. Hún lofar mann og prísar í bak og fyrir fyrir mína vinnu. Svo hundskammar hún mig hins vegar. Svo ég þekki hennar framkomu. Meira að segja Inga hefur ekki haft samband, Jakob Frímann ekki heldur - þingmaður flokksins fyrir norðan.“ Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af þeim Málfríði, Tinnu og Hannesínu í morgun. Uppfært klukkan 14:32 Sóley Björk Stefánsdóttir. Sóley Björk Stefánsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri, vekur athygli á því að það sé ekki rétt að Hjörleifur Hallgríms hafi ekki áður verið kallaður dóni. Þá hafi hann áður sagt ósatt. „Annað hvort brestur hann minni eða sannsögli því það eru nú ekki svo voðalega langt síðan ég skrifaði grein í Vikublaðið þar sem ég vændi hann um dónaskap og ósannsögli,“ segir Sóley og deilir með fylgjendum sínum á Facebook tengli á grein sína frá árinu 2018. Greinin ber titilinn: „Svar við dónaskap“ „Mér fannst rétt að minna á þetta í ljósi umræðunnar og til stuðnings konunum sem nú standa upp gegn Hjörleifi og félögum.“ Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri MeToo Tengdar fréttir Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52 Kvenleiðtogar Flokks fólksins sagðir sæta niðrandi og fyrirlitlegri framkomu Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, telur sig knúinn til að óska eftir stjórnarfundi þar sem hann vill að teknar verði fyrir ásakanir um andlegt ofbeldi og kynferðislegt áreiti sem kvenleiðtogar Flokks fólksins á Akureyri hafa mátt þola. 13. september 2022 09:55 Varaþingmaður hættur í Flokki fólksins vegna hrossamálsins Varaþingmaður Flokks fólksins er hættur í flokknum vegna tengsla við meint dýraníð í Borgarfirði. Formanni flokksins blöskraði að varaþingmaðurinn væri tengdur málinu. 6. september 2022 16:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Yfirlýsingarnar birtust hver á fætur annarri í morgun. Varaformaðurinn deildi áhyggjum sínum af stöðu mála á Akureyri á Facebook á tíunda tímanum. Hann hefði heyrt af niðrandi og fyrirlitlegri framkomu í garð kvenframbjóðenda flokksins af hendi forystumanna flokksins á Akureyri. Augnablikum síðar barst yfirlýsing frá þremur konum á lista flokksins sem lýstu óásættanlegri framkomu í sinn garð. Formaðurinn Inga Sæland boðaði svo á tólfta tímanum til fundar aðalstjórnar flokksins strax í kvöld. Ekki mörgum körlum til að dreifa Brynjólfur Ingvarsson, efsti maður á lista flokksins og eini bæjarfulltrúi, var enn að ná áttum þegar blaðamaður náði af honum tali í morgun. Jón Hjaltason, þriðji maður á lista, segir í samtali við fréttastofu að vissulega hafi verið ágreiningur. „En einelti ekki. Kynferðislegt ofbeldi, það er fráleitt. Þetta eru mjög alvarlegar ásakanir,“ segir Jón. Ekki kemur fram berum orðum í yfirlýsingu þriggja efstu kvenna á listanum hverjir meintir gerendur séu. „Þetta er óljóst. Þær segja forystumenn. Það er ekki mörgum körlum til að dreifa,“ segir Jón. Þeir Brynjólfur eru einu karlarnir af efstu níu á lista flokksins frá því í vor. Síðasta fundi flokksins fyrir norðan nú á sunnudaginn hafi lokið með afdráttarlausri niðurstöðu. Einn nefndarmanna hafi tekið að sér að boða til fundar nú á fimmtudag. „Þar ætlaði hún að kalla saman að borðinu deiluaðila og reyna að koma á sáttum,“ segir Jón. Hann hafi hringt í Tinnu Guðmundsdóttur, sem er í fimmta sæti á lista flokksins og ein þeirra sem sendi yfirlýsinguna í morgun, og látið hana vita. Vill vita í hverju ásakanir felast „Fundurinn hefði verið afskaplega góður og þetta væri niðurstaðan. Kalla alla að borðinu og reyna að koma á sáttum. Tinna tók því afskaplega vel. Síðan kemur þetta í kjölfarið.“ Hannesína Scheving og Málfríður Þórðardóttir hafi heldur ekki mætt á fundinn. Sem reyndar aðeins fjórir sátu þó allir efstu á listanum hafi verið boðaðir, að sögn Jóns. „Hannesína er flutt til Reykjavíkur fyrir nokkru síðan og hefur ekkert verið að mæta á fundi.“ Jón er á leiðinni suður í öðrum erindagjörðum en vonast til að ná tali af formanni og varaformanni flokksins í kvöld. Hann vilji fá á hreint í hverju meint ofbeldi eigi að vera fólgið, ekki síst hið kynferðislega. „Þetta er undarleg aðferð hjá þingmanni og varaformanni. Talar ekki við neinn sem hlut á að máli. Talar bara við konurnar en ekkert okkur, þessa vondu menn sem púum og eineltum,“ segir Jón. Guðfaðir listans gáttaður Hjörleifur Hallgrímsson Herbertsson skipar 22. sæti á lista Flokks fólksins sem bauð fram á Akureyri í vor. Hann hafði nýlega heyrt tíðindin þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. „Ég er guðfaðir listans í bæjarstjórninni, setti þennan lista saman á hálfum mánuði,“ segir Hjörleifur og er greinilega ekki skemmt með atburðarásina í morgun. Hann sagðist lítið vera farinn að frétta af því sem væri í gangi. Ástæða væri fyrir því. Þær Málfríður Þórisdóttir og Tinna Guðmundsdóttir, sem sendu frá sér yfirlýsinguna í morgun, væru ósáttar við hann. „Þær tilkynntu að ef ég yrði boðaður á fund þá myndu þær ekki mæta,“ segir Hjörleifur. Hjörleifur segir að Brynjólfur Ingvarsson, efsti maður á lista og bæjarfulltrúi, hafi orðið við þessari kröfu þeirra. Látið það yfir sig ganga, eins og Hjörleifur kemst að orði. Ljót orð á báða bóga Jón segir að Hjörleifur hafi vissulega sett listann saman fyrir kosningarnar í vor. Það verði ekki tekið af honum. Hann hafi svo komist upp á kant við konurnar í kosningabaráttunni. Inga Sæland formaður segist harmi slegin vegna ásakana sem fram hafa komið, vægast sagt. Hún hefur boðað fund í aðalstjórn Flokks fólksins sem haldinn verður klukkan 18 í dag.vísir/vilhelm „Til þess að lægja öldur og halda sátt þá var hann útilokaður,“ segir Jón. Hjörleifur hafi því ekki mætt á fundi síðan í maí ef frá sé talinn einn fundur sem Inga Sæland, formaður flokksins, mætti á fyrir norðan. Hjörleifur sé þó ekki sá eini sem hafi látið ljót orð falla. „Það féllu vissulega ljót orð á báða bóga. En þar áttu konurnar sinn hlut líka,“ segir Jón. Segist aldrei áður hafa verið kallaður dóni Sjálfur segist Hjörleifur ekki kannast við neinn dónaskap af sinni hálfu. Hann sé vissulega hreinskiptinn en segi bara sannleikann. „Ég hef aldrei á ævinni fengið á mig orðið dóni. En ég skrifa mikið af greinum, kveð fast að orði en segi aldrei annað en sannleikann. Ég skrökva aldrei,“ segir Hjörleifur. Hann segir að Tinna hafi bolað honum úr stjórninni með hávaðalátum, svívirðingum og skítkasti. „Ég er orðinn það fullorðinn að ég tek ekki þátt í svoleiðis löguðu. Ég var ekki vondur, ég sagðist ætla að stíga til hliðar.“ Þá hafi Málfríði orðið mikið niðri fyrir þegar hann hafi bent á að hún ætlaði sér svo mikla nefndarsetu að enginn annar kæmist að. Aðspurður um útspil formannsins Ingu Sæland að hún sé harmi slegin vegna ásakananna og ætli að taka fast á málum, og boða til fundar aðalstjórnar strax í kvöld, segir Hjörleifur: „Inga Sæland er eins og hún er. Hún lofar mann og prísar í bak og fyrir fyrir mína vinnu. Svo hundskammar hún mig hins vegar. Svo ég þekki hennar framkomu. Meira að segja Inga hefur ekki haft samband, Jakob Frímann ekki heldur - þingmaður flokksins fyrir norðan.“ Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af þeim Málfríði, Tinnu og Hannesínu í morgun. Uppfært klukkan 14:32 Sóley Björk Stefánsdóttir. Sóley Björk Stefánsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri, vekur athygli á því að það sé ekki rétt að Hjörleifur Hallgríms hafi ekki áður verið kallaður dóni. Þá hafi hann áður sagt ósatt. „Annað hvort brestur hann minni eða sannsögli því það eru nú ekki svo voðalega langt síðan ég skrifaði grein í Vikublaðið þar sem ég vændi hann um dónaskap og ósannsögli,“ segir Sóley og deilir með fylgjendum sínum á Facebook tengli á grein sína frá árinu 2018. Greinin ber titilinn: „Svar við dónaskap“ „Mér fannst rétt að minna á þetta í ljósi umræðunnar og til stuðnings konunum sem nú standa upp gegn Hjörleifi og félögum.“
Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri MeToo Tengdar fréttir Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52 Kvenleiðtogar Flokks fólksins sagðir sæta niðrandi og fyrirlitlegri framkomu Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, telur sig knúinn til að óska eftir stjórnarfundi þar sem hann vill að teknar verði fyrir ásakanir um andlegt ofbeldi og kynferðislegt áreiti sem kvenleiðtogar Flokks fólksins á Akureyri hafa mátt þola. 13. september 2022 09:55 Varaþingmaður hættur í Flokki fólksins vegna hrossamálsins Varaþingmaður Flokks fólksins er hættur í flokknum vegna tengsla við meint dýraníð í Borgarfirði. Formanni flokksins blöskraði að varaþingmaðurinn væri tengdur málinu. 6. september 2022 16:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52
Kvenleiðtogar Flokks fólksins sagðir sæta niðrandi og fyrirlitlegri framkomu Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, telur sig knúinn til að óska eftir stjórnarfundi þar sem hann vill að teknar verði fyrir ásakanir um andlegt ofbeldi og kynferðislegt áreiti sem kvenleiðtogar Flokks fólksins á Akureyri hafa mátt þola. 13. september 2022 09:55
Varaþingmaður hættur í Flokki fólksins vegna hrossamálsins Varaþingmaður Flokks fólksins er hættur í flokknum vegna tengsla við meint dýraníð í Borgarfirði. Formanni flokksins blöskraði að varaþingmaðurinn væri tengdur málinu. 6. september 2022 16:32
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent