Venjumst ekki stríðsrekstri Bryndís Haraldsdóttir skrifar 13. september 2022 13:31 Það voru mikilvægar raddir sem heyrðust á leiðtogafundinum Norðurlandaráðs í Hörpu í síðustu viku. Vinir okkar frá Eystrasaltsþinginu funduðu með okkur og góðum gestum frá Belarús, Rússlandi og Úkraínu, umræðuefnið að sjálfsögðu stríði í Úkraínu og stöðug brot Pútíns stjórnar á mannréttindum. Úkraína Lesia Vasylenko úkraínska þingkonan sem var kosin á þingið 2019, hún hefur sérstakan áhuga á loftlagsmálum og alþjóðastjórnmálum. Lítill tími hefur farið í helstu hugðarefnin því öll vinna hennar snýst að sjálfsögðu um stríðið, að upplýsa um stöðu mála og tala fyrir leiðum til að styðja baráttu Úkraínumanna fyrir landinu sínu og fyrir lýðræðið. Hún er þriggja barna móðir sem í mars síðastliðnum pakkaði í töskur fyrir börnin sín og sendi þau úr landi til að tryggja öryggi þeirra. Lesia hefur eins og flestir þingmenn lært á vopn og kann nú að skjóta úr AK-47 rifli. Lesia fór yfir stöðuna í Úkraínu og hvernig við getum aðstoðað, þar nefndi hún sérstaklega þörf á hlýjum fatnaði fyrir hermenn. Þar nefndi hún sérstaklega fyrir kvenhermenn þar sem búningar úkraínska hersins væri miðuð sérstaklega að karlmönnum en nú eru margar konur sem hafa gengið til liðs við herinn og því væri sérstakur skortur á fatnaði og búningum fyrir þær. Ég hef mikla trú á því að Ísland og okkar frábæru íslensku útivistafatnaðarframleiðendur ættum að geta lagt eitthvað að mörkum í þeim efnum. Lesia talað skýrt um mikilvægi þess að við höldum áfram að tala um Úkraínu og alvarlega stöðu sem þar er uppi. Við megum ekki gleyma styrjöldinni sem þau heyja fyrir landinu sínu fyrir frelsi, lýðræði og mannréttindum. Evrópa finnur nú sterkt fyrir áhrifum innrásar Pútín þar sem ríkir orkukreppa og mikil verðbólga, við borgum í fjármunum en úkraínska þjóðin borgar í manslífum. Rússland Jevgenia Kara-Murza eiginkona Vladimirs Kara-Murza sem situr í rússnesku fangelsi fyrir að kalla stríðið í Úkraínu stríð mætti og sagði átakanlega sögu sína og mannsins síns. Vladimir hefur tvisvar verið nærri dauða en lífi eftir að eitrað var fyrir honum og nú situr hann í fangelsi í Rússlandi. Jevgenia býr ásamt börnum sínum í Bandaríkjunum og finnst hún verða að halda uppi baráttu eiginmannsins fyrir lýðræðisumbótum í Rússlandi. Jevgenia varaði við því að trúa nokkru fréttum sem frá Rússlandi berist þær séu allar hluti af áróðurstækni Pútíns. En það er algjörlega nauðsynlegt að stækka þann hóp Rússa sem tjá skoðanir sínar og sýna að þau eru ekki sammála innrásinni. Belarús Vinir okkar frá Belarús fóru svo yfir stöðuna í sinni baráttu fyrir lýðræðisumbótum þar. Baráttu Svetlönu Tsikhanouskaya sem í raun var kosin forseti sinnar þjóðar en býr nú í Litháen þar sem skrifstofa hennar vinnur að umbótum í samfélaginu heima í Belarús. Sögurnar frá Rússlandi og Belarús eru svipaðar enda Pútin og Lukashenko líkt þenkjandi einræðisherrar sem bera enga virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum. Það er svo mikilvægt að þessar raddir heyrist og gleymist ekki, ég lít svo á að það sé skilda okkar að sjá til þess að þessar raddir heyrist. Ísland sem herlaus eyja í N-Atlandshafi á allt undir því að alþjóðalög séu virt og að landamæri séu aldrei færð með hervaldi. Það er því eðlilegt að Ísland og íslensk stjórnvöld standi ávallt vörð um alþjóðalög, mannréttindi og lýðræði. Því þrátt fyrir að lýðræðið sé ekki fullkomið stjórnarfar þá er það skásta sem fram hefur komið og við þurfum að standa vörð um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hvíta-Rússland Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það voru mikilvægar raddir sem heyrðust á leiðtogafundinum Norðurlandaráðs í Hörpu í síðustu viku. Vinir okkar frá Eystrasaltsþinginu funduðu með okkur og góðum gestum frá Belarús, Rússlandi og Úkraínu, umræðuefnið að sjálfsögðu stríði í Úkraínu og stöðug brot Pútíns stjórnar á mannréttindum. Úkraína Lesia Vasylenko úkraínska þingkonan sem var kosin á þingið 2019, hún hefur sérstakan áhuga á loftlagsmálum og alþjóðastjórnmálum. Lítill tími hefur farið í helstu hugðarefnin því öll vinna hennar snýst að sjálfsögðu um stríðið, að upplýsa um stöðu mála og tala fyrir leiðum til að styðja baráttu Úkraínumanna fyrir landinu sínu og fyrir lýðræðið. Hún er þriggja barna móðir sem í mars síðastliðnum pakkaði í töskur fyrir börnin sín og sendi þau úr landi til að tryggja öryggi þeirra. Lesia hefur eins og flestir þingmenn lært á vopn og kann nú að skjóta úr AK-47 rifli. Lesia fór yfir stöðuna í Úkraínu og hvernig við getum aðstoðað, þar nefndi hún sérstaklega þörf á hlýjum fatnaði fyrir hermenn. Þar nefndi hún sérstaklega fyrir kvenhermenn þar sem búningar úkraínska hersins væri miðuð sérstaklega að karlmönnum en nú eru margar konur sem hafa gengið til liðs við herinn og því væri sérstakur skortur á fatnaði og búningum fyrir þær. Ég hef mikla trú á því að Ísland og okkar frábæru íslensku útivistafatnaðarframleiðendur ættum að geta lagt eitthvað að mörkum í þeim efnum. Lesia talað skýrt um mikilvægi þess að við höldum áfram að tala um Úkraínu og alvarlega stöðu sem þar er uppi. Við megum ekki gleyma styrjöldinni sem þau heyja fyrir landinu sínu fyrir frelsi, lýðræði og mannréttindum. Evrópa finnur nú sterkt fyrir áhrifum innrásar Pútín þar sem ríkir orkukreppa og mikil verðbólga, við borgum í fjármunum en úkraínska þjóðin borgar í manslífum. Rússland Jevgenia Kara-Murza eiginkona Vladimirs Kara-Murza sem situr í rússnesku fangelsi fyrir að kalla stríðið í Úkraínu stríð mætti og sagði átakanlega sögu sína og mannsins síns. Vladimir hefur tvisvar verið nærri dauða en lífi eftir að eitrað var fyrir honum og nú situr hann í fangelsi í Rússlandi. Jevgenia býr ásamt börnum sínum í Bandaríkjunum og finnst hún verða að halda uppi baráttu eiginmannsins fyrir lýðræðisumbótum í Rússlandi. Jevgenia varaði við því að trúa nokkru fréttum sem frá Rússlandi berist þær séu allar hluti af áróðurstækni Pútíns. En það er algjörlega nauðsynlegt að stækka þann hóp Rússa sem tjá skoðanir sínar og sýna að þau eru ekki sammála innrásinni. Belarús Vinir okkar frá Belarús fóru svo yfir stöðuna í sinni baráttu fyrir lýðræðisumbótum þar. Baráttu Svetlönu Tsikhanouskaya sem í raun var kosin forseti sinnar þjóðar en býr nú í Litháen þar sem skrifstofa hennar vinnur að umbótum í samfélaginu heima í Belarús. Sögurnar frá Rússlandi og Belarús eru svipaðar enda Pútin og Lukashenko líkt þenkjandi einræðisherrar sem bera enga virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum. Það er svo mikilvægt að þessar raddir heyrist og gleymist ekki, ég lít svo á að það sé skilda okkar að sjá til þess að þessar raddir heyrist. Ísland sem herlaus eyja í N-Atlandshafi á allt undir því að alþjóðalög séu virt og að landamæri séu aldrei færð með hervaldi. Það er því eðlilegt að Ísland og íslensk stjórnvöld standi ávallt vörð um alþjóðalög, mannréttindi og lýðræði. Því þrátt fyrir að lýðræðið sé ekki fullkomið stjórnarfar þá er það skásta sem fram hefur komið og við þurfum að standa vörð um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar