RÚV segir frá þessu, en um er að ræða þá Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra og þingmann Samfylkingarinnar á árunum 1999 til 2016, og Mörð Árnason sem sat á þingi fyrir flokkinn á árunum 2003 til 2007 og aftur 2010 til 2013.
Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík dagana 28. til 29. október næstkomandi þar sem kjörinn verður nýr formaður í stað Loga Einarssonar sem hefur tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri.
Kristrún Frostadóttir, þingmaður flokksins, hefur ein tilkynnt um framboð til formanns enn sem komið er.
Samfylkingin var stofnuð um síðustu aldamót með sameiningu fjögurra flokka – Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins, Kvennalistans og Þjóðvaka. Misjafnar skoðanir hafa alla tíð verið um nafn flokksins, en nafni flokksins var síðast breytt í Samfylking – jafnaðarmannaflokkur Íslands á landsfundi árið 2013.