Ökumaðurinn ekki undir áhrifum þegar bíllinn hafnaði á lóð leikskólans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2022 19:07 Rætt var við börn sem urðu vitni að atvikinu. Vísir/Vilhelm Ökumaður bílsins sem hafnaði inni á lóð leikskólans Fífusala var ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar bíllinn fór inn á lóðina, heldur komu upp veikindi hjá honum. Þetta segir Erla Stefanía Magnúsdóttir, leikskólastjóri Fífusala. Í samtali við fréttastofu leggur Erla mikla áherslu á að um slys hafi verið að ræða, en ökumaðurinn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús. Engan annan sakaði, en um hundrað börn voru í garði leikskólans þegar slysið varð. „Þetta gerðist mjög hratt. En það er girðing þarna á milli og starfsfólk var mjög fljótt að færa börnin frá. Það brugðust allir hratt og vel við,“ segir Erla. Hún segir að einhverjum barnanna hafi verið nokkuð brugðið vegna málsins. „En slökkviliðsmennirnir og lögreglan voru svo yndislegir og héldu smá fund með börnunum sem sáu þetta, og útskýrðu fyrir þeim hvað gerðist, að þarna hefðu veikindi komið upp,“ segir Erla. Venjulegt skólastarf á morgun Slökkviliðið hefur þegar gert bráðabirgðalagfæringar á girðingunni sem eyðilagðist við slysið. Þá er stefnt að því að setja vegrið við brekkuna þar sem slysið varð. „Það er bara gott að það urðu engin alvarleg slys á fólki og ég vil koma á framfæri þakklæti til allra sem að málinu komu, slökkviliðs, lögreglu og starfsmanna Neyðarlínu,“ segir Erla. Reykræsta þurfti leikskólann þar sem bíllinn reykspólaði nokkuð mikið eftir að hafa hafnað inni á lóðinni. Erla var raunar enn í húsnæði leikskólans þegar fréttamaður ræddi við hana. „Ég er með allt opið út og er að lofta, lyktin er alveg að fara. Það verður bara venjuleg dagskrá hjá okkur á morgun. Allir mættir á milli hálf átta og átta,“ segir Erla að lokum. Leikskólar Kópavogur Samgönguslys Tengdar fréttir Bíl ekið inn á lóð Fífusala Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bíl var ekið inn á lóð leikskólans Fífusala í Salahverfi í Kópavogi í dag. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en bílnum var ekið inn á lóðina á vegg leikskólans. Leikskólabörnin sluppu alfarið. 13. september 2022 15:51 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Í samtali við fréttastofu leggur Erla mikla áherslu á að um slys hafi verið að ræða, en ökumaðurinn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús. Engan annan sakaði, en um hundrað börn voru í garði leikskólans þegar slysið varð. „Þetta gerðist mjög hratt. En það er girðing þarna á milli og starfsfólk var mjög fljótt að færa börnin frá. Það brugðust allir hratt og vel við,“ segir Erla. Hún segir að einhverjum barnanna hafi verið nokkuð brugðið vegna málsins. „En slökkviliðsmennirnir og lögreglan voru svo yndislegir og héldu smá fund með börnunum sem sáu þetta, og útskýrðu fyrir þeim hvað gerðist, að þarna hefðu veikindi komið upp,“ segir Erla. Venjulegt skólastarf á morgun Slökkviliðið hefur þegar gert bráðabirgðalagfæringar á girðingunni sem eyðilagðist við slysið. Þá er stefnt að því að setja vegrið við brekkuna þar sem slysið varð. „Það er bara gott að það urðu engin alvarleg slys á fólki og ég vil koma á framfæri þakklæti til allra sem að málinu komu, slökkviliðs, lögreglu og starfsmanna Neyðarlínu,“ segir Erla. Reykræsta þurfti leikskólann þar sem bíllinn reykspólaði nokkuð mikið eftir að hafa hafnað inni á lóðinni. Erla var raunar enn í húsnæði leikskólans þegar fréttamaður ræddi við hana. „Ég er með allt opið út og er að lofta, lyktin er alveg að fara. Það verður bara venjuleg dagskrá hjá okkur á morgun. Allir mættir á milli hálf átta og átta,“ segir Erla að lokum.
Leikskólar Kópavogur Samgönguslys Tengdar fréttir Bíl ekið inn á lóð Fífusala Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bíl var ekið inn á lóð leikskólans Fífusala í Salahverfi í Kópavogi í dag. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en bílnum var ekið inn á lóðina á vegg leikskólans. Leikskólabörnin sluppu alfarið. 13. september 2022 15:51 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Bíl ekið inn á lóð Fífusala Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bíl var ekið inn á lóð leikskólans Fífusala í Salahverfi í Kópavogi í dag. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en bílnum var ekið inn á lóðina á vegg leikskólans. Leikskólabörnin sluppu alfarið. 13. september 2022 15:51