Segja Pútín hafa hafnað málamiðlun og stefnt ótrauðan á innlimun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2022 07:46 Samkvæmt frétt Reuters vildi Pútín ekki láta sér nægja að Úkraínu gengi ekki í NATÓ, heldur vildi hann freista þess að innlima stóra hluta landsins. epa/Sputnik/Gavril Grigorov Reuters segist hafa heimildir fyrir því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi hafnað samningi sem aðalsendifullrúi hans í málefnum Úkraínu hafði náð við stjórnvöld í Kænugarði um að Úkraínumenn gengju ekki í Atlantshafsbandalagið. Sendifulltrúanum, Dmitry Kozak, hafi þess í stað verið tjáð að Pútín hefði útvíkkað markmið sín og stefndi nú að því að innlima stór svæði í Úkraínu. Þetta er allt sagt hafa átt sér stað áður en innrásin hófst. Vitnað er í samtöl við þrjá heimildarmenn, sem sögðu Kozak hafa talið að samningurinn gerði það að verkum að Rússar þyrftu ekki að ráðast í hernaðaraðgerðir í Úkraínu. Pútín hefur ítrekað haldið því fram að ástæða hinna sérstöku hernaðaraðgerða sé sú að NATÓ hafi verið farið að banka á dyr Úkraínu, sem ógnaði tilveru Rússlands. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, neitar því staðfastlega að nokkuð sé hæft í frétt Reuters en hann hefur ítrekað verið staðinn að því að ljúga, meðal annars um yfirvofandi innrás, sem hann sagði á sínum tíma uppspuna fjölmiðla. Diana Magnay, fréttamaður Sky News í Moskvu, segist ekki telja líklegt að Pútín fáist til að láta af aðgerðum í Úkraínu á næstunni. Stjórnvöld í Rússlandi, sem hafa lítið viljað tjá sig um árangursríka gagnsókn Úkraínumanna, eru komin í nokkurn bobba en margir hermálagreinendur og bloggarar hafa gagnrýnt slakan árangur innrásarhersins og þá heyrast nú nokkuð hávær köll eftir formlegri stríðsyfirlýsingu og alsherjar herkvaðningu. Herkvaðning yrði hins vegar óvinsæl og líkleg til að varpa óþægilegu kastljósi á mistök Rússa hingað til. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður NATO Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira
Sendifulltrúanum, Dmitry Kozak, hafi þess í stað verið tjáð að Pútín hefði útvíkkað markmið sín og stefndi nú að því að innlima stór svæði í Úkraínu. Þetta er allt sagt hafa átt sér stað áður en innrásin hófst. Vitnað er í samtöl við þrjá heimildarmenn, sem sögðu Kozak hafa talið að samningurinn gerði það að verkum að Rússar þyrftu ekki að ráðast í hernaðaraðgerðir í Úkraínu. Pútín hefur ítrekað haldið því fram að ástæða hinna sérstöku hernaðaraðgerða sé sú að NATÓ hafi verið farið að banka á dyr Úkraínu, sem ógnaði tilveru Rússlands. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, neitar því staðfastlega að nokkuð sé hæft í frétt Reuters en hann hefur ítrekað verið staðinn að því að ljúga, meðal annars um yfirvofandi innrás, sem hann sagði á sínum tíma uppspuna fjölmiðla. Diana Magnay, fréttamaður Sky News í Moskvu, segist ekki telja líklegt að Pútín fáist til að láta af aðgerðum í Úkraínu á næstunni. Stjórnvöld í Rússlandi, sem hafa lítið viljað tjá sig um árangursríka gagnsókn Úkraínumanna, eru komin í nokkurn bobba en margir hermálagreinendur og bloggarar hafa gagnrýnt slakan árangur innrásarhersins og þá heyrast nú nokkuð hávær köll eftir formlegri stríðsyfirlýsingu og alsherjar herkvaðningu. Herkvaðning yrði hins vegar óvinsæl og líkleg til að varpa óþægilegu kastljósi á mistök Rússa hingað til.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður NATO Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira