Innlent

Bein út­sending: Stefnu­ræða for­sætis­ráð­herra og um­ræður

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Úr þingsal í kvöld.
Úr þingsal í kvöld. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Að henni lokinni fara fram umræður um ræðuna.

Horfa má á beina útsendingu frá stefnuræðunni og umræðum hana hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan 19.35

Umræður skiptast að í tvær umferðir að þessu sinni, í stað þriggja, líkt og venja hefur verið.

Hver þingflokkur hefur 6 mínútur í hvorri umferð en forsætisráðherra hefur 12 mínútur til framsögu.

Röð flokkanna er þessi í báðum umferðum:

  • Vinstrihreyfingin – grænt framboð
  • Samfylkingin
  • Flokkur fólksins
  • Sjálfstæðisflokkur
  • Píratar
  • Framsóknarflokkur
  • Viðreisn
  • Miðflokkurinn

Ræðumenn eru eftirfarandi:

Ræðumenn fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð verða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í fyrri umferð og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í seinni umferð.

Fyrir Samfylkinguna tala Logi Einarsson, 5. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð og Þórunn Sveinbjarnardóttir, 8. þm. Suðvesturkjördæmis, í seinni umferð.

Ræðumenn kvöldsins.Alþingi

Fyrir Flokk fólksins tala Inga Sæland, 7. þm. Reykvíkurkjördæmis suður, í fyrri umferð og Guðmundur Ingi Kristinsson, 9. þm. Suðvesturkjördæmis, í seinni umferð.

Fyrir Sjálfstæðisflokk tala Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í fyrri umferð og í seinni umferð Hildur Sverrisdóttir, 5. þm. Reykvíkurkjördæmis suður.

Ræðumenn Pírata verða í fyrri umferð Halldóra Mogensen, 3. þm. Reykvíkurkjördæmis norður, og í seinni umferð Gísli Rafn Ólafsson, 13. þm. Suðvesturkjördæmis.

Fyrir Framsóknarflokk tala í fyrri umferð Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og í seinni umferð Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

Ræðumenn Viðreisnar verða í fyrri umferð Þorgerður K. Gunnarsdóttir, 5. þm. Suðvesturkjördæmis, og Guðbrandur Einarsson, 10. þm. Suðurkjördæmis, í þeirri seinni.

Ræðumenn Miðflokksins verða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 7. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð, og Bergþór Ólason, 8. þm. Norðvesturkjördæmis, í seinni umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×