Vilja tafarlaust grípa til aðgerða: Ungum dreng ítrekað sagt að drepa sig vegna kynhneigðar Bjarki Sigurðsson skrifar 15. september 2022 11:20 Könnun frá árinu 2018 sýnir aðgerðaleysi starfsfólks grunnskóla þegar niðrandi orðfæri er notað í þeirra viðurvist. Vísir/Vilhelm Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð hefur miklar áhyggjur af stöðu hinsegin barna og ungmenna í skóla- og frístundastarfi en umræddur hópur verður oft fyrir aðkasti innan og utan veggja skólans. „Samkynhneigður drengur fékk ítrekað skilaboð um að hann væri ógeðslegur og ætti að drepa sig. Móðir hans hafði samband við foreldra geranda sem annað hvort sögðu að þau réðu ekkert við börnin sín eða könnuðust ekki við að börn þeirra gætu hegðað sér svona.“ Hrefna Þórarinsdóttir er frístundaráðgjafi hjá félagsmiðstöðinni Tjörninni. Hennar stærsta verkefni er að veita forstöðu hinsegin félagsmiðstöð Samtaka 78 og Tjarnarinnar.Reykjavíkurborg Svona hljóðar ein saga sem fjallað er um í kynningu Hrefnu Þórarinsdóttur, forstöðukonu Hinsegin félagsmiðstöðvar Samtakanna 78 og Tjarnarinnar, um stöðu hinsegin barna og ungmenna á Íslandi í dag. Kynningin var sýnd meðlimum Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Í kjölfar þess lýsti ráðið yfir miklum áhyggjum á stöðu hinsegin barna og ungmenna í borginni. Ráðið telur mikilvægt að gripið verði til tafarlausra aðgerða til að vera börnin og tryggja réttindi þeirra og velferð. Fjöldi fólks, þá sérstaklega ungmenna, skrifaði niðrandi ummæli við myndband frá Te & Kaffi þar sem tilkynnt var um nýja kaffibolla í regnbogalitum.Hinsegin félagsmiðstöðin Ráðið sendi ályktun á skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar með það að markmiði að ráðið grípi hratt og vel til viðeigandi ráðstafanna. Þá er ráðið hvatt til þess að fá sömu kynningu frá Hrefnu. Í kynningunni segir að aðkastið eigi sér stað nánast hvert sem börnin fara, í skólanum, í félagsmiðstöðvum, almenningssamgöngum, verslunarmiðstöðvum og samfélagsmiðlum. Rúmlega helmingur upplifir vanlíðan Í könnun frá árinu 2018 kemur fram að 53 prósent hinsegin nemenda segja niðrandi ummæli um hinsegin fólk hafi mikil eða mjög mikil áhrif á líðan þeirra. Þá segist tæplega þriðjungur hinsegin nemenda verða fyrir munnlegri áreitni. Inngrip samnemenda, kennara og annars starfsfólk er ekki mikið samkvæmt könnuninni, rúmlega 45 prósent nemenda segja kennara aldrei grípa inn í þegar niðrandi orðfæri er notað í þeirra viðurvist. Einungis átján prósent segja kennara gera það alltaf eða oftast. Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar sem fjallað er um í kynningunni.Hinsegin félagsmiðstöðin Reykjavík Borgarstjórn Hinsegin Réttindi barna Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
„Samkynhneigður drengur fékk ítrekað skilaboð um að hann væri ógeðslegur og ætti að drepa sig. Móðir hans hafði samband við foreldra geranda sem annað hvort sögðu að þau réðu ekkert við börnin sín eða könnuðust ekki við að börn þeirra gætu hegðað sér svona.“ Hrefna Þórarinsdóttir er frístundaráðgjafi hjá félagsmiðstöðinni Tjörninni. Hennar stærsta verkefni er að veita forstöðu hinsegin félagsmiðstöð Samtaka 78 og Tjarnarinnar.Reykjavíkurborg Svona hljóðar ein saga sem fjallað er um í kynningu Hrefnu Þórarinsdóttur, forstöðukonu Hinsegin félagsmiðstöðvar Samtakanna 78 og Tjarnarinnar, um stöðu hinsegin barna og ungmenna á Íslandi í dag. Kynningin var sýnd meðlimum Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Í kjölfar þess lýsti ráðið yfir miklum áhyggjum á stöðu hinsegin barna og ungmenna í borginni. Ráðið telur mikilvægt að gripið verði til tafarlausra aðgerða til að vera börnin og tryggja réttindi þeirra og velferð. Fjöldi fólks, þá sérstaklega ungmenna, skrifaði niðrandi ummæli við myndband frá Te & Kaffi þar sem tilkynnt var um nýja kaffibolla í regnbogalitum.Hinsegin félagsmiðstöðin Ráðið sendi ályktun á skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar með það að markmiði að ráðið grípi hratt og vel til viðeigandi ráðstafanna. Þá er ráðið hvatt til þess að fá sömu kynningu frá Hrefnu. Í kynningunni segir að aðkastið eigi sér stað nánast hvert sem börnin fara, í skólanum, í félagsmiðstöðvum, almenningssamgöngum, verslunarmiðstöðvum og samfélagsmiðlum. Rúmlega helmingur upplifir vanlíðan Í könnun frá árinu 2018 kemur fram að 53 prósent hinsegin nemenda segja niðrandi ummæli um hinsegin fólk hafi mikil eða mjög mikil áhrif á líðan þeirra. Þá segist tæplega þriðjungur hinsegin nemenda verða fyrir munnlegri áreitni. Inngrip samnemenda, kennara og annars starfsfólk er ekki mikið samkvæmt könnuninni, rúmlega 45 prósent nemenda segja kennara aldrei grípa inn í þegar niðrandi orðfæri er notað í þeirra viðurvist. Einungis átján prósent segja kennara gera það alltaf eða oftast. Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar sem fjallað er um í kynningunni.Hinsegin félagsmiðstöðin
Reykjavík Borgarstjórn Hinsegin Réttindi barna Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira