Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Salan á Mílu, forsetaframboð formanns VR, fjárlög ársins 2023 og kynferðisleg áreitni innan kirkjunnar verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Samkeppniseftirliti hefur lagt blessun sína yfir kaup Ardian á Mílu. Við ræðum við Hörð Ægisson, ritstjóra Innherja.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ. Við ræddum við Ragnar fyrir hádegi.

Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem ákveðinn sigur.

Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu bitna á þeim tekjulægstu og hamla innviðauppbyggingu.

Olís deild kvenna í handbolta hefst í dag er Stjarnan mætir Fram í Garðabæ klukkan sex. Karlalið félagsins mætast í kjölfarið, síðar í kvöld.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×