Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. september 2022 14:04 Sunna Dóra Möller segir biskup hafa tekið vel á málinu. Digraneskirkja Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. Teymi þjóðkirkjunnar sem rannsakaði málið mat það svo að séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur við Digranes- og Hjallaprestakall, hefði tvisvar orðið uppvís að orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum. Í þremur tilvikum hefði hann orðið uppvís að orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum. Gunnar hefur nú látið af störfum við við Digranes- og Hjallaprestakall og áformað er að veita honum skriflega áminningu. Alls hafi hann tíu sinnum orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn reglum þjóðkirkjunnar. Skýrslan tekur á málum sex kvenna sem sökuðu Gunnar um kynferðislega áreitni og einelti. Einn þeirra er Sunna Dóra Möller prestur í Hjallakirkju. Hún fagnar niðurstöðu teymis þjóðkirkjunnar. „Í fyrsta lagi er það léttir að það sé komin niðurstaða, þetta er búið að vera langt ferli. Mér finnst niðurstaðan mjög skýr og afgerandi. Mér fannst biskup Íslands sýna hugrekki í yfirlýsingu sinni í gær.“ Þar vísar Sunna til síðustu setninganna í tilkynningu þjóðkirkjunnar í gær, sem er eftirfarandi: „Þjóðkirkjan harmar þann sársauka sem þolendur hafa upplifað. Þjóðkirkjan hafnar allri ofbeldismenningu og stendur ávallt með þolendum.“ „Sumir voru farnir að hugsa sér annan starfsvettvang. Það er svo algengt í svona þolendamálum almennt, þar sem vinnuumhverfi er ekki heilbrigt, að þolendur líta í eigin barm og skoða: Er eitthvað að hjá mér? Jú það er ákveðinn sigur að fá þetta staðfest á blaði, þetta átti sér stað. Ég myndi segja að það væri sigur.“ Ekki hefur náðst í séra Gunnar vegna málsins. Þjóðkirkjan Kópavogur Kynferðisofbeldi Átök í Digraneskirkju Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Teymi þjóðkirkjunnar sem rannsakaði málið mat það svo að séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur við Digranes- og Hjallaprestakall, hefði tvisvar orðið uppvís að orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum. Í þremur tilvikum hefði hann orðið uppvís að orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum. Gunnar hefur nú látið af störfum við við Digranes- og Hjallaprestakall og áformað er að veita honum skriflega áminningu. Alls hafi hann tíu sinnum orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn reglum þjóðkirkjunnar. Skýrslan tekur á málum sex kvenna sem sökuðu Gunnar um kynferðislega áreitni og einelti. Einn þeirra er Sunna Dóra Möller prestur í Hjallakirkju. Hún fagnar niðurstöðu teymis þjóðkirkjunnar. „Í fyrsta lagi er það léttir að það sé komin niðurstaða, þetta er búið að vera langt ferli. Mér finnst niðurstaðan mjög skýr og afgerandi. Mér fannst biskup Íslands sýna hugrekki í yfirlýsingu sinni í gær.“ Þar vísar Sunna til síðustu setninganna í tilkynningu þjóðkirkjunnar í gær, sem er eftirfarandi: „Þjóðkirkjan harmar þann sársauka sem þolendur hafa upplifað. Þjóðkirkjan hafnar allri ofbeldismenningu og stendur ávallt með þolendum.“ „Sumir voru farnir að hugsa sér annan starfsvettvang. Það er svo algengt í svona þolendamálum almennt, þar sem vinnuumhverfi er ekki heilbrigt, að þolendur líta í eigin barm og skoða: Er eitthvað að hjá mér? Jú það er ákveðinn sigur að fá þetta staðfest á blaði, þetta átti sér stað. Ég myndi segja að það væri sigur.“ Ekki hefur náðst í séra Gunnar vegna málsins.
Þjóðkirkjan Kópavogur Kynferðisofbeldi Átök í Digraneskirkju Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira