Rússar leyfi sér siðleysi í stríðsátökum Árni Sæberg skrifar 17. september 2022 11:44 Friðrik Jónsson er formaður BHM en einnig sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Stöð 2/Arnar Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags vera að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. Úkraínumenn segjast hafa endurheimt um átta þúsund ferkílómetra svæði í Karkív-héraði í norðausturhluta Úkraínu - en Pútín kveðst ekkert vera að flýta sér. Hernaður Rússa á svæðinu gengi samkvæmt áætlun og þá benti hann á að Rússar hefðu hingað til ekki fullnýtt herafla sinn. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir að þrátt fyrir góðan árangur Úkraínumanna í norðri, hafi dregið úr hraða gagnsóknar þeirra og að vænta megi að sú þróun haldi áfram. Rússar séu þó í vanda einnig. „Rússar eiga greinilega í mestu vandræðum með að mæta Úkraínumönnum á vígvellinum beint. Þeir eiga við vandamál að stríða varðandi endurnýjun herafla, það er að segja á fólki og búnaði á jörðu niðri. Viðbrögð þeirra helst eru þá, eins og svo oft áður, að bregðast við með eldflaugum og sprengjuárásum. Það sem þeir eru farnir að gera, og hefur borið á áður, er að ráðast á borgaralega innviði. Sem nú eiginlega merki örvæntingar frekar en góðrar strategíu eða góðrar áætlanagerðar til að mæta sókn Úkraínumannam,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Siðleysi komi Rússum langt Hann segir þó að Rússar eigi fullt inni í stríðinu og þeir geti vel dregið það á langinn. Það sem þeir hafi umfram aðra sé að þeir leyfa sér, það sem Friðrik kallar siðleysi, í sínum stríðum. „Þeir sína ákveðna léttúð gagnvart lögum og reglum stríða. Þetta er það sem þeir hafa möguleika á að gera, að nota stærri og þyngri vopn en vandinn hjá þeim eru kannski ekki endilega vopnin. Það er að skipulagið, strategían, áætlanagerðin, framkvæmdin öll, er einhvern veginn í handaskolum. Við sjáum til dæmis að samhæfing á landher og flugher hefur verið áberandi afleit allt stríðið, að verða sjö mánuði. Þannig að þó þú teljir sprengjurnar, skriðdrekana og flugvélarnar og leggir það saman og segir hér er máttugur herafli, þá í framkvæmdinni, eins og við erum að sjá í Úkraínu, virðist vera einhver vandi í því hvernig stjórnkerfið virkar, hvernig herskipulagið virkar. Herlið þeirra hefur ekki getu til að framkvæma í samræmi við það sem tölfræðin segir okkur,“ segir Friðrik. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33 Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50 Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Úkraínumenn segjast hafa endurheimt um átta þúsund ferkílómetra svæði í Karkív-héraði í norðausturhluta Úkraínu - en Pútín kveðst ekkert vera að flýta sér. Hernaður Rússa á svæðinu gengi samkvæmt áætlun og þá benti hann á að Rússar hefðu hingað til ekki fullnýtt herafla sinn. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir að þrátt fyrir góðan árangur Úkraínumanna í norðri, hafi dregið úr hraða gagnsóknar þeirra og að vænta megi að sú þróun haldi áfram. Rússar séu þó í vanda einnig. „Rússar eiga greinilega í mestu vandræðum með að mæta Úkraínumönnum á vígvellinum beint. Þeir eiga við vandamál að stríða varðandi endurnýjun herafla, það er að segja á fólki og búnaði á jörðu niðri. Viðbrögð þeirra helst eru þá, eins og svo oft áður, að bregðast við með eldflaugum og sprengjuárásum. Það sem þeir eru farnir að gera, og hefur borið á áður, er að ráðast á borgaralega innviði. Sem nú eiginlega merki örvæntingar frekar en góðrar strategíu eða góðrar áætlanagerðar til að mæta sókn Úkraínumannam,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Siðleysi komi Rússum langt Hann segir þó að Rússar eigi fullt inni í stríðinu og þeir geti vel dregið það á langinn. Það sem þeir hafi umfram aðra sé að þeir leyfa sér, það sem Friðrik kallar siðleysi, í sínum stríðum. „Þeir sína ákveðna léttúð gagnvart lögum og reglum stríða. Þetta er það sem þeir hafa möguleika á að gera, að nota stærri og þyngri vopn en vandinn hjá þeim eru kannski ekki endilega vopnin. Það er að skipulagið, strategían, áætlanagerðin, framkvæmdin öll, er einhvern veginn í handaskolum. Við sjáum til dæmis að samhæfing á landher og flugher hefur verið áberandi afleit allt stríðið, að verða sjö mánuði. Þannig að þó þú teljir sprengjurnar, skriðdrekana og flugvélarnar og leggir það saman og segir hér er máttugur herafli, þá í framkvæmdinni, eins og við erum að sjá í Úkraínu, virðist vera einhver vandi í því hvernig stjórnkerfið virkar, hvernig herskipulagið virkar. Herlið þeirra hefur ekki getu til að framkvæma í samræmi við það sem tölfræðin segir okkur,“ segir Friðrik.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33 Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50 Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33
Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50
Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41