Fengu boðskort og þurftu ekki að bíða í röð Kristín Ólafsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 18. september 2022 21:22 Þær María og Harpa segja ekkert annað hafa komið til greina en að fljúga til Lundúna til að votta Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína. stöð 2/einar Útför Elísabetar II Bretadrottningar verður á morgun. Hundruð þjóðarleiðtoga streyma nú til Lundúna þar sem fólk hefur beðið marga klukkutíma til að votta Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína. Á meðal þeirra eru Íslendingar sem segja drottninguna hafa átt stóran sess í sínu lífi. Kristín Ólafsdóttir fréttamaður er stödd í Lundúnum og lýsti lýsti stemmningunni þar í borg í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Viðbúnaður lögreglu er gríðarlegur og er búist við því að útförin slái öll áhorfsmet í Bretlandi. Kristín spjallaði einnig við samlanda sína og aðra sem höfðu beðið lengi í röð til að vitja drottningar. „Þetta var svolítil upplifun, mjög íburðamikið og magnað að sjá kistuna og krúnudjásnin ofan á. Það var verið að skipta um verði þegar ég kom þarna inn sem jók á sjónarspilið. Þannig það var bara ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Arnór Gunnar Gunnarsson, sagnfræðingur sem beið í þrettán og hálfan tíma áður en hann komst loks að líkkistu drottningar. „Það voru margir sem felldu tár, þetta var mjög tilfinningaþrungið,“ segir Arnór einnig. Harpa Hrund Berndsen og María Margrét Jóhannsdóttir segja ekkert annað hafa komið til greina en að fljúga út til Lundúna þegar fregnir af andláti drottningar fóru að berast. „Við erum búnar að fylgjast með henni í gegnum tíðina,“ segir Harpa. Hún var ykkur kær, er það ekki? „Jú, við höfum verið að fylgjast með henni lengi og allri fjölskyldunni.“ Þær Harpa og María þurfa þó ekki að bíða í röð til að votta Elísabetu virðingu sína þar sem þær fengu nokkurs konar boðskort „Maður er nú með smá samviskubit að þurfa ekki að bíða í röð í þrettán klukkutíma og ég vona að það verði ekki baulað á okkur. En maður lætur sig hafa þetta,“ segir María að lokum. Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Íslendingar erlendis England Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Hundruðir þjóðarleiðtoga væntanlegir og rándýr öryggisgæsla á svæðinu Búist er við hundruðum þjóðarleiðtoga og hátt settum embættismönnum til London vegna útfarar Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Kostnaður við öryggisgæslu við útförina geti numið meira en 6,4 milljónum punda. 18. september 2022 15:02 Beið tólf tíma í röð til að votta drottningunni virðingu sína Knattspyrnugoðsögnin David Beckham beið í röð í tólf klukkustundir til þess að geta vottað Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína í dag. 16. september 2022 14:25 Bretar bíða þolinmóðir í biðröð allra biðraða Svo mikill fjöldi hefur raðað sér í röð til að votta Elísabet II Bretadrottningu virðingu sína í Lundúnum að fleiri komast ekki að í bili. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að því að biðröðin sjálf sé það breskasta sem til er. 16. september 2022 14:04 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Kristín Ólafsdóttir fréttamaður er stödd í Lundúnum og lýsti lýsti stemmningunni þar í borg í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Viðbúnaður lögreglu er gríðarlegur og er búist við því að útförin slái öll áhorfsmet í Bretlandi. Kristín spjallaði einnig við samlanda sína og aðra sem höfðu beðið lengi í röð til að vitja drottningar. „Þetta var svolítil upplifun, mjög íburðamikið og magnað að sjá kistuna og krúnudjásnin ofan á. Það var verið að skipta um verði þegar ég kom þarna inn sem jók á sjónarspilið. Þannig það var bara ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Arnór Gunnar Gunnarsson, sagnfræðingur sem beið í þrettán og hálfan tíma áður en hann komst loks að líkkistu drottningar. „Það voru margir sem felldu tár, þetta var mjög tilfinningaþrungið,“ segir Arnór einnig. Harpa Hrund Berndsen og María Margrét Jóhannsdóttir segja ekkert annað hafa komið til greina en að fljúga út til Lundúna þegar fregnir af andláti drottningar fóru að berast. „Við erum búnar að fylgjast með henni í gegnum tíðina,“ segir Harpa. Hún var ykkur kær, er það ekki? „Jú, við höfum verið að fylgjast með henni lengi og allri fjölskyldunni.“ Þær Harpa og María þurfa þó ekki að bíða í röð til að votta Elísabetu virðingu sína þar sem þær fengu nokkurs konar boðskort „Maður er nú með smá samviskubit að þurfa ekki að bíða í röð í þrettán klukkutíma og ég vona að það verði ekki baulað á okkur. En maður lætur sig hafa þetta,“ segir María að lokum. Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Íslendingar erlendis England Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Hundruðir þjóðarleiðtoga væntanlegir og rándýr öryggisgæsla á svæðinu Búist er við hundruðum þjóðarleiðtoga og hátt settum embættismönnum til London vegna útfarar Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Kostnaður við öryggisgæslu við útförina geti numið meira en 6,4 milljónum punda. 18. september 2022 15:02 Beið tólf tíma í röð til að votta drottningunni virðingu sína Knattspyrnugoðsögnin David Beckham beið í röð í tólf klukkustundir til þess að geta vottað Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína í dag. 16. september 2022 14:25 Bretar bíða þolinmóðir í biðröð allra biðraða Svo mikill fjöldi hefur raðað sér í röð til að votta Elísabet II Bretadrottningu virðingu sína í Lundúnum að fleiri komast ekki að í bili. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að því að biðröðin sjálf sé það breskasta sem til er. 16. september 2022 14:04 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Hundruðir þjóðarleiðtoga væntanlegir og rándýr öryggisgæsla á svæðinu Búist er við hundruðum þjóðarleiðtoga og hátt settum embættismönnum til London vegna útfarar Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Kostnaður við öryggisgæslu við útförina geti numið meira en 6,4 milljónum punda. 18. september 2022 15:02
Beið tólf tíma í röð til að votta drottningunni virðingu sína Knattspyrnugoðsögnin David Beckham beið í röð í tólf klukkustundir til þess að geta vottað Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína í dag. 16. september 2022 14:25
Bretar bíða þolinmóðir í biðröð allra biðraða Svo mikill fjöldi hefur raðað sér í röð til að votta Elísabet II Bretadrottningu virðingu sína í Lundúnum að fleiri komast ekki að í bili. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að því að biðröðin sjálf sé það breskasta sem til er. 16. september 2022 14:04