Áhugi Íslendinga á evrópskum þáttaröðum hefur stóraukist Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. september 2022 12:31 Þóra Clausen, dagskrárstjóri Stöðvar 2. Ítalska mafíuþáttaröðin Gomorra er á meðal þeirra sem bætast við í gegnum Kritic. Efnisveitan Stöð 2+ hefur samið við þjónustuna Kritic sem eykur úrval þáttaraða á hinum ýmsu tungumálum eins og til dæmis frönsku, dönsku, norsku, ítölsku, spænsku, pólsku og þýsku. Áhugi Íslendinga á evrópsku efni hefur stóraukist síðustu misseri. Þóra Clausen, dagskrárstjóri Stöðvar 2, segir að þetta sé algjör nýjung í vöruúrvali Stöðvar 2+ en hingað til hefur nær eingöngu verið boðið upp á efni á íslensku og ensku. „Við finnum það á okkar áskrifendum að áhuginn á hágæða sjónvarpsefni hefur aldrei verið meiri. Kritic útvegar okkur hágæða evrópskar þáttaraðir á ýmsum tungumálum. Nú þegar eru komnar inn 26 þáttaraðir frá þeim og munu fleiri bætast við í vikunni. Í hverjum mánuði munum við svo bæta við úrvalið,“ segir Þóra. Valið af sérfræðingum „Það hefur sýnt sig með tilkomu stóru erlendu efnisveitnanna að ef efnið er gott þá skiptir tungumálið litlu máli. Dæmi um það má nefna kóresku seríuna Squid Game,“ segir hún en kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game sló öll áhorfsmet og er sá vinsælasti á streymisveitunni Netflix frá upphafi. „Við þekkjum vel til þeirra aðila sem standa á bak við Kritic þjónustuna og treystum þeirra sérþekkingu þegar kemur að vali á besta sjónvarpsefninu sem völ er á hverju sinni. Við erum gríðarlega spennt fyrir því úrvali sem þjónustan samanstendur af nú þegar og vitum að von er á ennþá meira efni frá Kritic sem áskrifendur Stöðvar 2+ munu njóta góðs af.“ Klippa: Stöð 2 - Kritic Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar. Bíó og sjónvarp Neytendur Tengdar fréttir Myndaveisla: Markaðsfólk fjölmennti á haustkynningu Auglýsinga- og markaðsfólk fjölmennti á haustkynningu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis sem fór fram í Gamla bíó í síðustu viku. Fyrirlesarinn Jenni Romaniuk kom fram auk þess að Herra Hnetusmjör og Hugo fengu salinn til að dilla sér með nokkrum frábærum lögum. 14. september 2022 15:41 Anchorman og aðrar klassískar bíómyndir lifna við hjá Stöð 2 Stöð 2 frumsýndi í gær metnaðarfulla auglýsingu þar sem hitað er upp fyrir haustdagskrá stöðvarinnar. Leitað var í smiðju streymisveitunnar Stöðvar 2+ og nokkur fræg atriði úr bíómyndum sem þar eru að finna endurgerð. 6. september 2022 07:00 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Þóra Clausen, dagskrárstjóri Stöðvar 2, segir að þetta sé algjör nýjung í vöruúrvali Stöðvar 2+ en hingað til hefur nær eingöngu verið boðið upp á efni á íslensku og ensku. „Við finnum það á okkar áskrifendum að áhuginn á hágæða sjónvarpsefni hefur aldrei verið meiri. Kritic útvegar okkur hágæða evrópskar þáttaraðir á ýmsum tungumálum. Nú þegar eru komnar inn 26 þáttaraðir frá þeim og munu fleiri bætast við í vikunni. Í hverjum mánuði munum við svo bæta við úrvalið,“ segir Þóra. Valið af sérfræðingum „Það hefur sýnt sig með tilkomu stóru erlendu efnisveitnanna að ef efnið er gott þá skiptir tungumálið litlu máli. Dæmi um það má nefna kóresku seríuna Squid Game,“ segir hún en kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game sló öll áhorfsmet og er sá vinsælasti á streymisveitunni Netflix frá upphafi. „Við þekkjum vel til þeirra aðila sem standa á bak við Kritic þjónustuna og treystum þeirra sérþekkingu þegar kemur að vali á besta sjónvarpsefninu sem völ er á hverju sinni. Við erum gríðarlega spennt fyrir því úrvali sem þjónustan samanstendur af nú þegar og vitum að von er á ennþá meira efni frá Kritic sem áskrifendur Stöðvar 2+ munu njóta góðs af.“ Klippa: Stöð 2 - Kritic Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar.
Bíó og sjónvarp Neytendur Tengdar fréttir Myndaveisla: Markaðsfólk fjölmennti á haustkynningu Auglýsinga- og markaðsfólk fjölmennti á haustkynningu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis sem fór fram í Gamla bíó í síðustu viku. Fyrirlesarinn Jenni Romaniuk kom fram auk þess að Herra Hnetusmjör og Hugo fengu salinn til að dilla sér með nokkrum frábærum lögum. 14. september 2022 15:41 Anchorman og aðrar klassískar bíómyndir lifna við hjá Stöð 2 Stöð 2 frumsýndi í gær metnaðarfulla auglýsingu þar sem hitað er upp fyrir haustdagskrá stöðvarinnar. Leitað var í smiðju streymisveitunnar Stöðvar 2+ og nokkur fræg atriði úr bíómyndum sem þar eru að finna endurgerð. 6. september 2022 07:00 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Myndaveisla: Markaðsfólk fjölmennti á haustkynningu Auglýsinga- og markaðsfólk fjölmennti á haustkynningu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis sem fór fram í Gamla bíó í síðustu viku. Fyrirlesarinn Jenni Romaniuk kom fram auk þess að Herra Hnetusmjör og Hugo fengu salinn til að dilla sér með nokkrum frábærum lögum. 14. september 2022 15:41
Anchorman og aðrar klassískar bíómyndir lifna við hjá Stöð 2 Stöð 2 frumsýndi í gær metnaðarfulla auglýsingu þar sem hitað er upp fyrir haustdagskrá stöðvarinnar. Leitað var í smiðju streymisveitunnar Stöðvar 2+ og nokkur fræg atriði úr bíómyndum sem þar eru að finna endurgerð. 6. september 2022 07:00