Dvaldi í Leifsstöð í tvær vikur Árni Sæberg skrifar 19. september 2022 19:46 Flestir Íslendingar hafa komið í Leifsstöð en ósennilegt er að margir hafi dvalið þar í heilar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti nýverið úrskurð héraðsdóms þess efnis að karlmaður skyldi nauðungarvistaður á geðdeild í allt að 21 sólarhring. Hann hefur verið á geðdeild frá því að lögregla fylgdi honum þangað úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar hafði hann haldið til í tvær vikur eftir að hafa misst af flugi. Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn, sem samkvæmt heimildum fréttstofu er Íri, hafi að sögn lögreglu dvalið í Leifsstöð frá 16. ágúst síðastliðnum til 30. ágúst þegar lögregla færði hann á geðdeild að tilmælum bráðalæknis í Keflavík. Sýslumaður ákvað svo fyrsta dag septembermánaðar að maðurinn skyldi sæta nauðungarvistun á geðdeild í þrjár vikur. Maðurinn hafi að eigin sögn misst af flugi til Bandaríkjanna og síðan ekki komist þangað vegna skorts á vegabréfsáritun eða ESTA-heimild. Þá hafi hann að sögn lögreglu verið ósamvinnuþýður og ekki gefið upp neinar upplýsingar um sig utan þess að hafa sagst vera giftur heimsþekktum, nafngreindum áhrifavaldi sem hygðist útvega honum fé fyrir flugi til Bandaríkjanna. Nauðungarvistun óhjákvæmileg Í vottorði geðlæknis kom fram að maðurinn væri rólegur og ekki ógnandi en hann standi í dyrum herbergis síns, gefi ekki aðrar upplýsingar um fjölskylduhagi en að hann búi einn og gefi engar skýringar eða upplýsingar um ástand sitt, ýmist svari ekki spurningum eða svari þeim neitandi. Fram kemur að hegðun hans sé óvenjuleg og það séu vísbendingar um geðrof. Þá séu taldar verulegar líkur séu á að maðurinn sé haldinn geðklofa og því sé nánara mat og nauðungarvistun óhjákvæmileg. Á þetta mat féllst núverandi meðferðarlæknir mannsins. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að það þyki nægilega sannað að verulegar líkur séu á því að maðurinn sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi. Þá eigi hann ekki í nein hús að venda hér á landi og hafi ekki burði til að koma sér til síns heimalands. Því verði ekki séð að vægari úrræði en nauðungarvistun séu tæk til að tryggja að ástand hans verði rannsakað, þannig að hann fái eftir atvikum viðeigandi lyfjagjöf, aðstoð, meðferð og eftirfylgni svo færa megi líðan hans til betri vegar og hjálpa honum að komast aftur til síns heima. Því féllst héraðsdómur ekki á kröfu mannsins um að nauðungarvistun hans, sem komið var á með ákvörðun sýslumanns, yrði aflétt. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Dómsmál Geðheilbrigði Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn, sem samkvæmt heimildum fréttstofu er Íri, hafi að sögn lögreglu dvalið í Leifsstöð frá 16. ágúst síðastliðnum til 30. ágúst þegar lögregla færði hann á geðdeild að tilmælum bráðalæknis í Keflavík. Sýslumaður ákvað svo fyrsta dag septembermánaðar að maðurinn skyldi sæta nauðungarvistun á geðdeild í þrjár vikur. Maðurinn hafi að eigin sögn misst af flugi til Bandaríkjanna og síðan ekki komist þangað vegna skorts á vegabréfsáritun eða ESTA-heimild. Þá hafi hann að sögn lögreglu verið ósamvinnuþýður og ekki gefið upp neinar upplýsingar um sig utan þess að hafa sagst vera giftur heimsþekktum, nafngreindum áhrifavaldi sem hygðist útvega honum fé fyrir flugi til Bandaríkjanna. Nauðungarvistun óhjákvæmileg Í vottorði geðlæknis kom fram að maðurinn væri rólegur og ekki ógnandi en hann standi í dyrum herbergis síns, gefi ekki aðrar upplýsingar um fjölskylduhagi en að hann búi einn og gefi engar skýringar eða upplýsingar um ástand sitt, ýmist svari ekki spurningum eða svari þeim neitandi. Fram kemur að hegðun hans sé óvenjuleg og það séu vísbendingar um geðrof. Þá séu taldar verulegar líkur séu á að maðurinn sé haldinn geðklofa og því sé nánara mat og nauðungarvistun óhjákvæmileg. Á þetta mat féllst núverandi meðferðarlæknir mannsins. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að það þyki nægilega sannað að verulegar líkur séu á því að maðurinn sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi. Þá eigi hann ekki í nein hús að venda hér á landi og hafi ekki burði til að koma sér til síns heimalands. Því verði ekki séð að vægari úrræði en nauðungarvistun séu tæk til að tryggja að ástand hans verði rannsakað, þannig að hann fái eftir atvikum viðeigandi lyfjagjöf, aðstoð, meðferð og eftirfylgni svo færa megi líðan hans til betri vegar og hjálpa honum að komast aftur til síns heima. Því féllst héraðsdómur ekki á kröfu mannsins um að nauðungarvistun hans, sem komið var á með ákvörðun sýslumanns, yrði aflétt.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Dómsmál Geðheilbrigði Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira