Sleppt úr fangelsi átta árum eftir útgáfu Serial Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2022 22:51 Adnan Syed sést hér yfirgefa dómshús í Baltimore í kvöld. Hann hafði setið inni í rúma tvo áratugi. AP/Brian Witte Morðdómi Adnan Syed hefur verið snúið við af dómara eftir að saksóknarar fundu nýjar vísbendingar sem tengjast morði fyrrverandi kærustu hans. Mál Syeds varð frægt um heiminn allan eftir að fjallað var um það í hlaðvarpinu Serial sem birt var árið 2014. Eftir að hlaðvarpið Serial var birt vöknuðu miklar efasemdir um sekt Syeds en hann var sautján ára gamall þegar hann var dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína árið 1999. Hún hét Hae Min Lee en lík hennar fannst grafið í Baltimore. Hann er núna 41 árs gamall. AP fréttaveitan segir að áfrýjanir Syeds hafi ekki borið árangur og síðast árið 2019 hafi fjórir af sjö dómurum í æðsta dómstól Maryland-ríkis komist að þeirri niðurstöður að Syed ætti að sitja áfram inni. Saksóknarar tilkynntu nýverið að verið væri að skoða morðið á nýjan leik. Tveir nýir menn væru nú grunaðir um morðið. Þá fóru þeir fram á það við dómara að dómurinn gegn Syed yrði felldur niður, sem var gert nú í kvöld. Sjá einnig: Tveir nýir grunaðir í morðmáli sem fjallað var um í hlaðvarpinu Serial Melissa Phinn, dómarinn sem felldi niður dóm Syeds í kvöld, sagði meðal annars í ákvörðun sinni að saksóknarar hefðu á sínum tíma ekki veitt verjendum hans aðgang að gögnum sem þeir hefðu getað notað til að sýna fram á að einhver annar hefði myrt Lee. Marily Mosby, aðalsaksóknari Baltimore-borgar, sagði í kvöld, samkvæmt frétt ABC News, að ekki væri verið að lýsa yfir sakleysi Syeds. Þess í stað væri verið að lýsa því yfir að ný réttarhöld ættu að fara fram til að tryggja réttlæti og sanngirni. Phinn sagði að sleppa ætti Syed hið snarasta og án nokkurs konar tryggingar. Hún gaf saksóknurum þrjátíu daga til að ákveða hvort að þeir vildu að ný réttarhöld færu fram eða ekki. Saksóknarar segjast vera að bíða eftir niðurstöðum úr erfðaefnagreiningu og eftir að hún liggur fyrir verði ákveðið hvort farið verði fram á ný réttarhöld eða ekki. Bandaríkin Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Eftir að hlaðvarpið Serial var birt vöknuðu miklar efasemdir um sekt Syeds en hann var sautján ára gamall þegar hann var dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína árið 1999. Hún hét Hae Min Lee en lík hennar fannst grafið í Baltimore. Hann er núna 41 árs gamall. AP fréttaveitan segir að áfrýjanir Syeds hafi ekki borið árangur og síðast árið 2019 hafi fjórir af sjö dómurum í æðsta dómstól Maryland-ríkis komist að þeirri niðurstöður að Syed ætti að sitja áfram inni. Saksóknarar tilkynntu nýverið að verið væri að skoða morðið á nýjan leik. Tveir nýir menn væru nú grunaðir um morðið. Þá fóru þeir fram á það við dómara að dómurinn gegn Syed yrði felldur niður, sem var gert nú í kvöld. Sjá einnig: Tveir nýir grunaðir í morðmáli sem fjallað var um í hlaðvarpinu Serial Melissa Phinn, dómarinn sem felldi niður dóm Syeds í kvöld, sagði meðal annars í ákvörðun sinni að saksóknarar hefðu á sínum tíma ekki veitt verjendum hans aðgang að gögnum sem þeir hefðu getað notað til að sýna fram á að einhver annar hefði myrt Lee. Marily Mosby, aðalsaksóknari Baltimore-borgar, sagði í kvöld, samkvæmt frétt ABC News, að ekki væri verið að lýsa yfir sakleysi Syeds. Þess í stað væri verið að lýsa því yfir að ný réttarhöld ættu að fara fram til að tryggja réttlæti og sanngirni. Phinn sagði að sleppa ætti Syed hið snarasta og án nokkurs konar tryggingar. Hún gaf saksóknurum þrjátíu daga til að ákveða hvort að þeir vildu að ný réttarhöld færu fram eða ekki. Saksóknarar segjast vera að bíða eftir niðurstöðum úr erfðaefnagreiningu og eftir að hún liggur fyrir verði ákveðið hvort farið verði fram á ný réttarhöld eða ekki.
Bandaríkin Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira