Trump skipar Íslandi í flokk þriðja heims ríkja Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2022 10:36 Bandarísku forsetahjónin sátu rétt fyrir aftan þau íslensku við athöfnina í Westminster Abbey. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gagnrýnir að Bandaríkjaforseta hafi verið skipað á bekk með þriðja heims leiðtogum við útför Bretadrottningar í gær. Bandarísku forsetahjónin sátu rétt fyrir aftan þau íslensku í kirkjunni. Trump telur að Bandaríkin hafi mátt þola vanvirðu sökum þessa. Þjóðarleiðtogar flyktust til London í gær til að vera viðstaddir útför drottningar, þar á meðal Biden Bandaríkjaforseti og íslensku forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid. Um tvö þúsund gestir voru í Westminster Abbey. Trump birti mynd frá athöfninni á samfélagsmiðlasíðu sinni og fáraðist yfir því að Biden hafi verið látinn sitja svo aftarlega. Á innfelldri mynd sést Biden tylla sér fyrir aftan Guðna og Elizu. „Þetta er það sem hefur orðið um Bandaríkin á aðeins tveimur stuttum árum. Engin virðing! Hins vegar góður tími fyrir forsetann okkar að kynnast leiðtogum ákveðinna þriðja heims ríkja,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðilinn Truth. Trump says he would ve gotten a better seat than Biden at the Queen s funeral. pic.twitter.com/2n1hY3AfdM— Ron Filipkowski (@RonFilipkowski) September 19, 2022 Fyrrverandi forsetinn var ekki hættur og hélt því fram að ef hann væri enn við völd hefði hann fengið betra sæti við útförina en Biden. „Ef ég væri forseti hefðu þau ekki sett mig þarna fyrir aftan og landið okkar væri verulega frábrugðið því sem það er núna!“ Eftir því sem Vísir kemst næst raða konungsdæmi öðru kóngafólki á fremstu bekki við athafnir eins og útförina í gær. Fyrir aftan það koma svo kjörnir þjóðarleiðtogar og er þeim raðað eftir því hversu lengi þeir hafa setið í embætti. AP-fréttastofan segir að forsetar, forsætisráðherrar og aðrir þjóðarleiðtogar sem voru viðstaddir útförina í gær hafi almennt látið lítið fyrir sér fara. Þeir hafi lítið tjáð sig við fjölmiðla og forðast að draga athyglina frá viðburðinum. Gærdagurinn viðburðaríki var gerður upp í Íslandi í dag í gærkvöldi. Heimir Már Pétursson fór yfir hápunkta dagsins og Kristín Ólafsdóttir, sem stödd er í Lundúnum, lýsti stemmningunni í ensku höfuðborginni. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Bandaríkin Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira
Þjóðarleiðtogar flyktust til London í gær til að vera viðstaddir útför drottningar, þar á meðal Biden Bandaríkjaforseti og íslensku forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid. Um tvö þúsund gestir voru í Westminster Abbey. Trump birti mynd frá athöfninni á samfélagsmiðlasíðu sinni og fáraðist yfir því að Biden hafi verið látinn sitja svo aftarlega. Á innfelldri mynd sést Biden tylla sér fyrir aftan Guðna og Elizu. „Þetta er það sem hefur orðið um Bandaríkin á aðeins tveimur stuttum árum. Engin virðing! Hins vegar góður tími fyrir forsetann okkar að kynnast leiðtogum ákveðinna þriðja heims ríkja,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðilinn Truth. Trump says he would ve gotten a better seat than Biden at the Queen s funeral. pic.twitter.com/2n1hY3AfdM— Ron Filipkowski (@RonFilipkowski) September 19, 2022 Fyrrverandi forsetinn var ekki hættur og hélt því fram að ef hann væri enn við völd hefði hann fengið betra sæti við útförina en Biden. „Ef ég væri forseti hefðu þau ekki sett mig þarna fyrir aftan og landið okkar væri verulega frábrugðið því sem það er núna!“ Eftir því sem Vísir kemst næst raða konungsdæmi öðru kóngafólki á fremstu bekki við athafnir eins og útförina í gær. Fyrir aftan það koma svo kjörnir þjóðarleiðtogar og er þeim raðað eftir því hversu lengi þeir hafa setið í embætti. AP-fréttastofan segir að forsetar, forsætisráðherrar og aðrir þjóðarleiðtogar sem voru viðstaddir útförina í gær hafi almennt látið lítið fyrir sér fara. Þeir hafi lítið tjáð sig við fjölmiðla og forðast að draga athyglina frá viðburðinum. Gærdagurinn viðburðaríki var gerður upp í Íslandi í dag í gærkvöldi. Heimir Már Pétursson fór yfir hápunkta dagsins og Kristín Ólafsdóttir, sem stödd er í Lundúnum, lýsti stemmningunni í ensku höfuðborginni.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Bandaríkin Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira