Arsenal missti frá sér unninn leik og Benfica stal sigrinum í Skotlandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. september 2022 20:25 Arsenal og Ajax gerðu 2-2 jafntefli í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Vincent Mignott/DeFodi Images via Getty Images Seinni tveimur leikjum kvöldsins í forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna er nú lokið. Arsenal og Ajax gerðu 2-2 jafntefli í London og Benfica vann sterkan 2-3 útisigur gegn Rangers. Það var Romee Leuchter sem kom hollenska liðinu Ajax í forystu á 18. mínútu er liðið heimsótti Arsenal í kvöld áður en hin sænska Stina Blackstenius jafnaði metin fyrir heimakonur fimm mínútum síðar. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik og staðan því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Kim Little kom Arsenal svo í forystu með marki af vítapunktinum eftir tæplega klukkutíma leik og lengi vel stefndi í að þetta yrði sigurmark leiksins. Romee Leuchter var þó ekki á því að ætla að fara að tapa þessum leik og hún jafnaði metin með sínu öðru marki þegar um sjö mínútur voru til leiksloka. Lokatölur því 2-2 og liðin fara jöfn inn í síðari viðureignina sem fram fer í Hollandi á Miðvikudaginn í næstu viku. Liðið sem hefur betur í þeim leik vinnur sér inn sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. A frustrating night at Meadow Park. Onto the second leg in Amsterdam. @UWCL 🏆 pic.twitter.com/cdvPNdgtUT— Arsenal Women (@ArsenalWFC) September 20, 2022 Þá fór einnig fram fjörugur leikur í Skotlandi þar sem Rangers tók á móti portúgalska liðinu Benfica. Kayla McCoy kom heimakonum í forystu um miðjan fyrri hálfleikinn áður en Ana Vitoria jafnaði metin fyrir gestina og sá til þess að staðan var 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Vitoria var svo aftur á ferðinni á 57. mínútu þegar hún kom Benfica yfir, en McCoy jafnaði metin fyrir heimakonur strax í næstu sókn. Það var svo Paula Encinas sem tryggði gestunum í Benfica 2-3 sigur í leiknum með marki á 78. mínútu og þær portúgölsku fara því með eins marks forystu inn í síðari leikinn sem fram fer á miðvikudaginn í næstu viku. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Það var Romee Leuchter sem kom hollenska liðinu Ajax í forystu á 18. mínútu er liðið heimsótti Arsenal í kvöld áður en hin sænska Stina Blackstenius jafnaði metin fyrir heimakonur fimm mínútum síðar. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik og staðan því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Kim Little kom Arsenal svo í forystu með marki af vítapunktinum eftir tæplega klukkutíma leik og lengi vel stefndi í að þetta yrði sigurmark leiksins. Romee Leuchter var þó ekki á því að ætla að fara að tapa þessum leik og hún jafnaði metin með sínu öðru marki þegar um sjö mínútur voru til leiksloka. Lokatölur því 2-2 og liðin fara jöfn inn í síðari viðureignina sem fram fer í Hollandi á Miðvikudaginn í næstu viku. Liðið sem hefur betur í þeim leik vinnur sér inn sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. A frustrating night at Meadow Park. Onto the second leg in Amsterdam. @UWCL 🏆 pic.twitter.com/cdvPNdgtUT— Arsenal Women (@ArsenalWFC) September 20, 2022 Þá fór einnig fram fjörugur leikur í Skotlandi þar sem Rangers tók á móti portúgalska liðinu Benfica. Kayla McCoy kom heimakonum í forystu um miðjan fyrri hálfleikinn áður en Ana Vitoria jafnaði metin fyrir gestina og sá til þess að staðan var 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Vitoria var svo aftur á ferðinni á 57. mínútu þegar hún kom Benfica yfir, en McCoy jafnaði metin fyrir heimakonur strax í næstu sókn. Það var svo Paula Encinas sem tryggði gestunum í Benfica 2-3 sigur í leiknum með marki á 78. mínútu og þær portúgölsku fara því með eins marks forystu inn í síðari leikinn sem fram fer á miðvikudaginn í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn