„Ætti að vera góð auglýsing fyrir land og þjóð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2022 09:01 Valur - Þór/KA Besta deild kvenna sumar 2022 KSÍ Elísa Viðarsdóttir Vísir/Diego Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, er spennt fyrir komandi verkefni liðsins gegn Slaviu Prag í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sæti í riðlakeppninni er í húfi. Valur mætir Slaviu Prag í fyrri leik liðanna klukkan 17:00 á Hlíðarenda í dag. Valur hefur tilkynnt að frítt verður á leikinn í von um að fylla völlinn. Elísa býst við hörkuleik. „Þær eru góðar og hafa mikla reynslu í þessum Evrópukeppnum. Þær hafa komist langt og þekkja það að spila svona leiki. Þær hafa líka marga landsliðsmenn innan sinna herbúða. Deildarboltinn og Evrópuboltinn, þetta er ekki alveg það sama, þetta er aðeins öðruvísi leikur sem þú ert að spila. Þær hafa reynslu af því en það höfum við líka,“ segir Elísa sem segir jafnframt styrkleika liðsins liggja í pressu og boltameðferð. „Þær eru mjög gott pressulið, þær halda vel í boltann og eru bara góðar á boltanum. Við megum ekki gefa þeim neinn tíma á bolta og þurfum að pressa þær vel á réttum stöðum á vellinum. Þær eru skeinuhættar líka framávið með góða framherja,“. Klippa: Sportpakkinn: Elísa Viðarsdóttir Valur á fyrri leikinn á heimavelli en síðari leikur liðanna fer fram í Prag eftir viku. Elísa segir mikilvægt að ná í góð úrslit í fyrri hálfleik einvígisins á Íslandi. „Báðir leikir skipta miklu máli en það er gott að byrja heima og ná í sterk úrslit út og reyna að loka þessu. Við skiptum þessu bara upp í tvo hálfleiki, í raun og veru, fyrri hálfleikur er á morgun [í dag] og við getum ekkert annað gert en að einbeita okkur að því og ná í góð úrslit,“ segir Elísa. Vilja feta í fótspor Blika Elísa segir Valskonur þá ákveðnar í því að leika eftir afrek Breiðabliks frá því í fyrra þegar það komst í riðlakeppnina. „Ekki spurning. Við ætlum ekkert að fela okkur á bakvið það að við viljum komast í riðlakeppnina. Breiðablik sýndi gott fordæmi í fyrra að komast langt og við viljum það líka prófa það, að fara langt í þessari keppni og ná í skemmtileg og góð úrslit, að lengja mótið og vera eina liðið á landinu að spila fótbolta alveg fram í desember. Það ætti að vera góð auglýsing fyrir land og þjóð og sérstaklega fyrir Val. Við ættum að gera mikið úr því ef við komumst í riðlakeppnina, bæði fyrir leikmenn og klúbbinn sjálfan,“ segir Elísa. Leikur Vals og Slaviu Prag fer fram á Origo-vellinum og hefst klukkan 17:00 í dag. Hann verður í beinni textalýsingu á Vísi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Sjá meira
Valur mætir Slaviu Prag í fyrri leik liðanna klukkan 17:00 á Hlíðarenda í dag. Valur hefur tilkynnt að frítt verður á leikinn í von um að fylla völlinn. Elísa býst við hörkuleik. „Þær eru góðar og hafa mikla reynslu í þessum Evrópukeppnum. Þær hafa komist langt og þekkja það að spila svona leiki. Þær hafa líka marga landsliðsmenn innan sinna herbúða. Deildarboltinn og Evrópuboltinn, þetta er ekki alveg það sama, þetta er aðeins öðruvísi leikur sem þú ert að spila. Þær hafa reynslu af því en það höfum við líka,“ segir Elísa sem segir jafnframt styrkleika liðsins liggja í pressu og boltameðferð. „Þær eru mjög gott pressulið, þær halda vel í boltann og eru bara góðar á boltanum. Við megum ekki gefa þeim neinn tíma á bolta og þurfum að pressa þær vel á réttum stöðum á vellinum. Þær eru skeinuhættar líka framávið með góða framherja,“. Klippa: Sportpakkinn: Elísa Viðarsdóttir Valur á fyrri leikinn á heimavelli en síðari leikur liðanna fer fram í Prag eftir viku. Elísa segir mikilvægt að ná í góð úrslit í fyrri hálfleik einvígisins á Íslandi. „Báðir leikir skipta miklu máli en það er gott að byrja heima og ná í sterk úrslit út og reyna að loka þessu. Við skiptum þessu bara upp í tvo hálfleiki, í raun og veru, fyrri hálfleikur er á morgun [í dag] og við getum ekkert annað gert en að einbeita okkur að því og ná í góð úrslit,“ segir Elísa. Vilja feta í fótspor Blika Elísa segir Valskonur þá ákveðnar í því að leika eftir afrek Breiðabliks frá því í fyrra þegar það komst í riðlakeppnina. „Ekki spurning. Við ætlum ekkert að fela okkur á bakvið það að við viljum komast í riðlakeppnina. Breiðablik sýndi gott fordæmi í fyrra að komast langt og við viljum það líka prófa það, að fara langt í þessari keppni og ná í skemmtileg og góð úrslit, að lengja mótið og vera eina liðið á landinu að spila fótbolta alveg fram í desember. Það ætti að vera góð auglýsing fyrir land og þjóð og sérstaklega fyrir Val. Við ættum að gera mikið úr því ef við komumst í riðlakeppnina, bæði fyrir leikmenn og klúbbinn sjálfan,“ segir Elísa. Leikur Vals og Slaviu Prag fer fram á Origo-vellinum og hefst klukkan 17:00 í dag. Hann verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Sjá meira