Segja herkvaðninguna til marks um misheppnaða aðgerð Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. september 2022 08:33 Ben Wallace, varnarmálaráðherra Breta. epa/Philip Davali Ákvörðun Vladimir Pútín Rússlandsforseta að grípa til herkvaðningar er viðurkenning á því að innrásin í Úkraínu hefur ekki gengið eins og Rússar ætluðu. Þetta segja bæði talsmenn Úkraínustjórnar og Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands. Wallace sendi frá sér yfirlýsingu í morgun, í kjölfar ávarps Rússlandsforseta. Þar sagði hann Pútín nú svíkja eigið loforð um að grípa ekki til herkvaðningar. Hann og varnarmálaráðherrann Sergey Shoigu hefðu sent tugþúsundir eigin borgara til dauða, illa búna og forystulausa. Wallace sagði engar hótanir né áróður myndu geta falið þá staðreynd að Úkraína væri að hafa sigur, að alþjóðasamfélagið væri einróma í samstöðu sinni og að Rússland væri að verða „úrhrak“ meðal ríkja heims. Bridget Brink, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, sagði að Rússar hefðu sýnt veikleika með því að fyrirskipa herkvaðningu og að lýsa yfir stuðningi við íbúakosningar um innlimun á hernumdum svæðum Úkraínu. Herkvaðning og tilraunir til innlimunar væru aðeins til marks um að Rússum hefði mistekist ætlunarverk sitt. Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands tísti eftir ávarpið að herkvaðningin væri tilraun Pútín til að stigmagna stríð sem hann hefði hafið gegn Úkraínu og frekari sönnun þess að Rússar væru eini sökudólgurinn í átökunum. Bandamenn þyrftu að halda áfram stuðningi við Úkraínu, í eigin þágu. Mun líklega skapa ólgu heima fyrir Kínverjar, sem hafa setið á hliðarlínunni og fylgst með þróun mála, hafa í morgun hvatt til samtals og samráðs og biðlað til aðila um að horfa til öryggissjónarmiða allra viðkomandi. Ákvörðun Pútín um að grípa til herkvaðningar, sem hann hefur hingað til sagt óþarfa þar sem allar áætlanir hafi gengið eftir, munu vafalítið auka óánægju margra Rússa með stríðsreksturinn. Kannanir hafa sýnt að sífellt færri styðja hernaðaraðgerðirnar í Úkraínu og þá mun ákvörðunin um að kalla til 300.000 mestmegnis unga hermenn hafa áhrif á fjölda fjölskyldna. Henni verður hins vegar vafalítið fagnað af harðlínumönnum og ýmsum stríðsglöðum bloggurum, sem hafa kallað eftir aukinni hörku í kjölfar gagnarása Úkraínumanna. Sérfræðingar segja að jafnvel þótt herkvaðningin eigi að taka gildi í dag sé langt í að nýir hermenn skili sér á vígstöðvarnar í Úkraínu. Ef til stendur að þjálfa menn og vopna, muni liðsaukinn mögulega ekki hafa áhrif í átökunum fyrr en á vormánuðum. Rússar eigi í nógum vandræðum nú þegar með að vopna þá hermenn sem fyrir eru í landinu, sem horfa fram á harðan vetur.
Wallace sendi frá sér yfirlýsingu í morgun, í kjölfar ávarps Rússlandsforseta. Þar sagði hann Pútín nú svíkja eigið loforð um að grípa ekki til herkvaðningar. Hann og varnarmálaráðherrann Sergey Shoigu hefðu sent tugþúsundir eigin borgara til dauða, illa búna og forystulausa. Wallace sagði engar hótanir né áróður myndu geta falið þá staðreynd að Úkraína væri að hafa sigur, að alþjóðasamfélagið væri einróma í samstöðu sinni og að Rússland væri að verða „úrhrak“ meðal ríkja heims. Bridget Brink, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, sagði að Rússar hefðu sýnt veikleika með því að fyrirskipa herkvaðningu og að lýsa yfir stuðningi við íbúakosningar um innlimun á hernumdum svæðum Úkraínu. Herkvaðning og tilraunir til innlimunar væru aðeins til marks um að Rússum hefði mistekist ætlunarverk sitt. Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands tísti eftir ávarpið að herkvaðningin væri tilraun Pútín til að stigmagna stríð sem hann hefði hafið gegn Úkraínu og frekari sönnun þess að Rússar væru eini sökudólgurinn í átökunum. Bandamenn þyrftu að halda áfram stuðningi við Úkraínu, í eigin þágu. Mun líklega skapa ólgu heima fyrir Kínverjar, sem hafa setið á hliðarlínunni og fylgst með þróun mála, hafa í morgun hvatt til samtals og samráðs og biðlað til aðila um að horfa til öryggissjónarmiða allra viðkomandi. Ákvörðun Pútín um að grípa til herkvaðningar, sem hann hefur hingað til sagt óþarfa þar sem allar áætlanir hafi gengið eftir, munu vafalítið auka óánægju margra Rússa með stríðsreksturinn. Kannanir hafa sýnt að sífellt færri styðja hernaðaraðgerðirnar í Úkraínu og þá mun ákvörðunin um að kalla til 300.000 mestmegnis unga hermenn hafa áhrif á fjölda fjölskyldna. Henni verður hins vegar vafalítið fagnað af harðlínumönnum og ýmsum stríðsglöðum bloggurum, sem hafa kallað eftir aukinni hörku í kjölfar gagnarása Úkraínumanna. Sérfræðingar segja að jafnvel þótt herkvaðningin eigi að taka gildi í dag sé langt í að nýir hermenn skili sér á vígstöðvarnar í Úkraínu. Ef til stendur að þjálfa menn og vopna, muni liðsaukinn mögulega ekki hafa áhrif í átökunum fyrr en á vormánuðum. Rússar eigi í nógum vandræðum nú þegar með að vopna þá hermenn sem fyrir eru í landinu, sem horfa fram á harðan vetur.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Sjá meira