Gefið í skyn að aðgerðum á hernumdum svæðum verði svarað fullum hálsi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. september 2022 12:05 Albert Jónsson, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi sendiherra. Vísir/Einar Orðræða rússneskra stjórnvalda hefur stigmagnast að mati sérfræðings í utanríkismálum, þar sem gefið er í skyn að hernaðaraðgerðum í úkraínskum héröðum sem Rússar hyggjast innlima verði svarað með öllum tiltækum ráðum. Tilkynnt var um herkvaðningu í Rússlandi í morgun. Í ávarpi sem var sjónvarpað snemma í morgun tilkynnti Vladimir Pútín forseti Rússlands þjóð sinni að hann hefði skrifað undir tilskipun um herkvaðningu. Í kjölfarið greindi varnarmálaráðherra landsins frá því að þrjú hundruð þúsund varaliðar yrðu kallaðir til. Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra Íslands í Moskvu og sérfræðingur í utanríkismálum segir ákvörðunina eiga rætur í vandræðum rússneska hersins í Úkraínu og að mannafla skorti. „Það sem er verið að kalla út er varalið, menn sem hafa verið í hernum og hafa fengið einhverja þjálfun en það er samt óljóst hversu tilbúið þetta lið er til átaka,“ segir Albert. Skjáskot úr ávarpi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um herkvaðningu sem var sjónvarpað í morgun.AP/fjölmiðlaskrifstofa rússneska forsetaembættisins Hann segir ómögulegt að segja hvaða áhrif þetta muni hafa á stuðning við aðgerðirnar meðal rússnesku þjóðarinnar. Fréttastofa Reuters greinir þó frá því að ferðir aðra leið frá Rússlandi rjúki út. Rússnenskir karlmenn óttist að verða kvaddir í herinn og meinað að yfirgefa landið. Albert segir það ekki koma á óvart. „Eftir innrásina hefur fjöldi manns flutt frá Rússlandi, sérstaklega ungt fólk sem kann erlend tungumál og getur fengið vinnu annars staðar. Þetta er fólksflótti og það sem kallað er Brain Drain á ensku, þeir eru að missa mjög hæft fólk. Og það er mjög líklegt að herkvaðningin muni ýta á það.“ Stigmögnun í orðræðu Pútín var nokkuð herskár í ávarpinu í morgun; ræddi um kjarnavopn, um að tryggja öryggi á hernumdum svæðum - þar sem Rússar hafa boðað til atkvæðagreiðslu um innlimun, og sagði að Rússar muni verja sig með öllum tiltækum ráðum. Albert segir orðræðuna hafa stigmagnast. „Það er verið að gefa í skyn að því verði lýst yfir að héröð í Úkraínu verði hluti af Rússlandi og þar með muni hernaðaraðgerðir gegn þessum héröðum fela í sér árás á Rússland. Hann er að gefa það í skyn að það verði brugðist við frekari aðgerðum Úkraínuhers á þessum svæðum með þeim hætti að um sé að ræða árás á Rússland.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Í ávarpi sem var sjónvarpað snemma í morgun tilkynnti Vladimir Pútín forseti Rússlands þjóð sinni að hann hefði skrifað undir tilskipun um herkvaðningu. Í kjölfarið greindi varnarmálaráðherra landsins frá því að þrjú hundruð þúsund varaliðar yrðu kallaðir til. Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra Íslands í Moskvu og sérfræðingur í utanríkismálum segir ákvörðunina eiga rætur í vandræðum rússneska hersins í Úkraínu og að mannafla skorti. „Það sem er verið að kalla út er varalið, menn sem hafa verið í hernum og hafa fengið einhverja þjálfun en það er samt óljóst hversu tilbúið þetta lið er til átaka,“ segir Albert. Skjáskot úr ávarpi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um herkvaðningu sem var sjónvarpað í morgun.AP/fjölmiðlaskrifstofa rússneska forsetaembættisins Hann segir ómögulegt að segja hvaða áhrif þetta muni hafa á stuðning við aðgerðirnar meðal rússnesku þjóðarinnar. Fréttastofa Reuters greinir þó frá því að ferðir aðra leið frá Rússlandi rjúki út. Rússnenskir karlmenn óttist að verða kvaddir í herinn og meinað að yfirgefa landið. Albert segir það ekki koma á óvart. „Eftir innrásina hefur fjöldi manns flutt frá Rússlandi, sérstaklega ungt fólk sem kann erlend tungumál og getur fengið vinnu annars staðar. Þetta er fólksflótti og það sem kallað er Brain Drain á ensku, þeir eru að missa mjög hæft fólk. Og það er mjög líklegt að herkvaðningin muni ýta á það.“ Stigmögnun í orðræðu Pútín var nokkuð herskár í ávarpinu í morgun; ræddi um kjarnavopn, um að tryggja öryggi á hernumdum svæðum - þar sem Rússar hafa boðað til atkvæðagreiðslu um innlimun, og sagði að Rússar muni verja sig með öllum tiltækum ráðum. Albert segir orðræðuna hafa stigmagnast. „Það er verið að gefa í skyn að því verði lýst yfir að héröð í Úkraínu verði hluti af Rússlandi og þar með muni hernaðaraðgerðir gegn þessum héröðum fela í sér árás á Rússland. Hann er að gefa það í skyn að það verði brugðist við frekari aðgerðum Úkraínuhers á þessum svæðum með þeim hætti að um sé að ræða árás á Rússland.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira